Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 35

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 35
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 33 Boheme. Tónarnir fylltu þennan stóra sal og áhorfend- ur liljóðnuðu og bjuggu sig undir að Jilusta á 4^2 tíma langan söngleik. Forleiknum lýkur og tjaldið er drcgið frá. Sviðið er málaravinnustofa Rodoifo. Þar sitja nokkrir kunningjar hans og barma sér út úr peningavandræðum. Húseigandinn kemur til þess að rukka inn húsaleiguna, en þeim tekst að koma honum burt með brögðum. Síðan fara kunningjarnir og Rodolfo verður einn eftir. Stuttu seinna kemur Mimi inn. Hún býr í þessu sama húsi, og kemur til þess að biðja Rodolfo um að gera sér greiða. Út frá þessu spinnst svo kunningsskapur þeirra og þau verða ástfangin, en Mimi deyr seinna úr tæringu. Áður hefur Rodolfo orðið henni afhuga, en hann iðrast, þegar það er orðið um seinan. Þetta er þráðurinn í óperunni. Rodolfo var leikinn af Charlcs Kullman. Lieia Alban- ese lók Mimi, en John Brownlee og Ezio Pinza léku vini Rodolfo, þá Marcello og Colline. Þó að margt af söngnum færi fyrjr ofan garð og neðan hjá mér ,hef ég sjaldan hlýtt á nokkuð, sem ég hef orðið meira snortinn af. Efni óperunnar er að víSu ekki veiga- mikið í mínum augum, en söngurinn, leiksviðið og þessi geysistóru salarkynni hjálpuðust öll að til að gera mér þessa sýningu ógleymanlega. Sérstaklega minnist ég söngs Ezio Pinza í hlutverki Collone og Liciu Albancse í hlut- verki Mimi. Sýningunni lauk klukkan um 6 og við héldum heim á gistihúsið til þess að neita kvöldverðar, en klukk- an 8 áttum við að vera aftur í ópcruna, og þá átti að hlusta á Rigoletto eftir Verdi. Hafi ég verið hrifinn af söngnum og lciknura í La Bo- heme, þá var ég enn hrifnari af Rigoletto. Þar léku Law- John Brownlee, í hlutverki Marcello í óperunni La Bo- heme eftir Puccini. rence Tibbet sem Rigoletto, Armand Tokatyan (armensk- ur) sem hertoginn, Patrice Munsel sem Gilda, dóttir Rigo- letto og Virgilio Lazzari sem Sparafucile. Mest þótti mér til koma, af því sem ég hafði ekki áður heyrt á plötum, kórinn í byrjun fyrsta þáttar og dúettinn milli Rigoletto og dóttur hans í öðrum þætti. Klukkan var langt gengin 12, þegar sýningin var úti, og sjaldan held ég að ég hafi verið þreyttari en um leið ánægðari en þetta kvöld. Daginn eftir, sem var sunnudagur, notaði ég til þess að skoða málverkasafn borgarinnar (The Art Institute), en það er nú önnur saga og verður ekki sögð hér. Kl. 4 um eftirmiðdaginn hélt ég svo aftur heim til borgarinn- ar, þar sem ég bjó, og þóttist hafa varið helginni vel. Æriuiýri Þeir gömlu, góðu dagar með ævintýraheimi, skyldu þeir vera gengnir veg allrar veraldar — og aldrei koma aftur? Oft kemur það í hug mér, hvort við munum nokkurntíma upplifa jafnmikla bókmennta- viðburði sem í bernsku, þegar við sáum hlutina, og hvort við munum eiga eftir þvílíkt innsæi sem þá, þegar við áttum ævintýraheim, og kynjaskógur var eðlilegri en venjulegur skógur, en nornir voru á hverju strái, reiðubúnar að galdra í alvöru, þegar hallir sindruðu í f jarska og karl og kerling áttu bágt í koti sínu og var bjargað frá hungri og fátækt. Þá voru góðir dagar, áður en það kom í ljós að karl og kerling bjuggu við sult og seyru og áttu engrar hjálp- ar von. Hvenær munum við eiga eftir að sjá þann mikla viðbui’ð aftur, þegar dvergurinn Hrossabrestur dans- aði umhverfis bálið eða þegar Hans og Gréta röktu slóðina í mánaskini, eða þá tröllskessan sat og hrærði í potti með nefinu á sér. Verður nokkurntima á jarðríki sögð önnur eins saga og Mjallhvít eða Öskubuska eða Eldfærin eða Gilitrutt. Sá, sem gæti nú lesið 1001 nótt í fyrsta skipti eða þjóðsögumar og^ ævintýrin ómenguð eins og þau streymdu um svelgj- andi huga bernskunnar. Sá, sem gæti nú grátið með svönunum sex eða runnið með Hlina á rekkjunni, sá, scm ætti eftir að nýju að þeysa gandreið með skess- um eða sigla á laufblaði með Þumalínu eða hrína með Brimaborgarsöngvurunum, hefði sá ekki náð fullkomnun? Það er sú ómengaða list, sem gat tælt börn inn í ótrúlegustu verhldir, þar sem spila- borgin var veruleg og höllin spilaborg, þar sem sag- *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.