Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 41

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 41
Jólin 1946 Þ J ÓÐVILJINN 39 1 KRISTINN PÉTURSSON: i. lleima við bæinn, að Hvammi, er hani með rauðan kamb. TrygRur skokkar f'ram traðir. I túni er lamb. 9 Og tjörnin neðan við túnið tckur litfríða mynd af loftinu umhverfis ijósan líparít tind. Mikið er tíðin að mildast. Og mikið er veðrið blítt. En hve landið er ljóðrænt. Og lambið mitt hvítt. II. Svei þér, Tryggur. Nú sést þó að suðrið er endalaust. — Svona á sólin að vera, synja um haust, en Ieyía vorinu að leiða lambið í bóndans hjörð, sem rásar á afréttum inni um ósnortna jörð. Sumarið efra í sumar! Svanirnir, tjarnirnar og lömbin, sem koma til leika við lambið mitt þar. III. Jöröin hvarf víst — og hverfist til haustnátta aftanrjóð með þá, sem hungrar, og þá sem þyrstir í blóð. Fjöllin frá því í sumar fara í nýjan snjó. Það er rosi í réttum, en rokhvasst við sjó. Og ioks kemur lausnarstundin: Lifur! iljörtu! Nýtt kjöt! — Æ, lainbið mitt, lambið hvíta, sem lék sér á flöt. m £| I l!ll!ll!!ll!!Í!Ílllllilli!llllll!liH!l!lllll!!lllllli!!l!lll!l!!lllllll!!lll!lll!!l!l!ll!ll!ll!!llllll!lllllll!llllllllllll!l!!ll!l!!lllll!ll!!llll!l!l!llllllllll!!íll!!lll!!!'ll!il!llllllll!!!n!!!llll>lllllll!!ll!!!ll!!l!lllll!lllll!!l!ll!!lllllllllllll!1lll!l!llll!!l!!lllll!lllll!!!llllllllllllll!!!!l!llllll!llllll!l!!!!!lllllillll!!l!!lllillill!!ll!!!lllllllill!l!!llllllllilllllll!lll!!l!!UII!l hann ekki sagt það strax þegar þau sáu að hann hafði gleymt því? Ó, já, já. . . . hlauptu í burt. Hun var að fara að þvo gluggana. Sveitin var svo falleg! Hún efaðist um að þau hefðu tíma til að njóta fegurðarinnar. Hann ætlaði að fara, en hann gat ekki farið fyrr en hann hefði sagt að ef hún væri ekki svona óhemjulega bölsýn gæti hún séð að þetta mundi aðeins standa í nokkra daga. Gat hún ekki munað neitt skemmtilegt frá hinum sumrunum? Höfðu þau aldrci skemmt sér neitt? Hún hafði ekki tíma til að tala úm það og vildi hann nú gera svo vel að taka snærið svo að það lægi ekki þarna fyrir fótum manns. Hann tók það upp, cinhvern veginn hafði það fallið af borðinu, og gekk út með það undir hendi sér. /Rtlaði hann að fara núna? Ójá. Hún hélt það nú. Stund- um fannst henni að hann væri skyggn á nákvæmlega þau augnablik, þegar verst stóð á fyrir henni. Hún hafði hugs að sér að setja dýnurnar út í sólskinið, ef þau létu þær út núna, mundu þær að minnsta kosti fá þriggja stunda sól- skin, hann hlyti að hafa heyrt hana segja í morgun að hún ætiaði að viðra þær. Svo auðvitað færi hann og lofaði henni einni að eiga við þær. Hann héldi kannski að hún hefði gott af hreyfingunni. Ja, hann var bara að ná í kaffið hennar. Fjögra mílna ganga eftir tvcim pundum af kaffi! Það var hlægilegt, en hann var bráðfús að gera það. Skapið var að fara með hana í hundana, en ef hún vildi sjálf fara í hundana, þá var ekkert við því að gera. Ef hann héldi að kaffið væri að fara með hana í hundana, óskaði hún honum til ham- ingju. Ilann hlyti að hafa ansi auðmjúka samvizku. Samvizku eða ekki samvizku, hann gat ekki séð hvers vegna dýnurnar gætu ekki alvcg eins bcðið ti! morguns.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.