Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 8
6 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 fór að, þá gat hún ekki komið því fyrir sig, hver ætti afmæli. Hann hafði skyndilega hætt að fitla við beizlistauminn og fest augun á gulnuðu puntstrái, sem virtist bíða þess að verða slitið upp og brytjað sundur milli tannanna. Hann beygði sig niður, sleit það upp, en plokkaði af því öxin, áður en hann stakk því milli varanna. Það kitlaði hann í varirnar. Hún sagði: Svo þú ert orðinn sextán ára. Já, sagði hann. Eg verð átján ára í marz, sagði hún og vingsaði pinklinum sínum, leit hugsandi yfir gulbrúna ásana í landareign föður síns og bærði varirnar, eins og hún væri að telja í hljóði: Það er ekki nema hálftannað ár á milli okkar! Hann gat ekki borið á móti því og kepptist við að hluta sundur puntstráið; en Sigrún María mundi allt í einu eftir merkilegum tíðindum og greip andann á lofti: Veiztu það, að mamma er eldri en pabbi? Nei, það hafði hann ekki vitað. Jú, hún er hérumbil fimm árum eldri en pabbi! sagði Sigrún María og hélt áfram að vingsa pinklinum sínum, en íbyggið bros lék um varirnar og grænleiti kembingur- inn í augum hennar stafaði frá sér snöggum glömpum, sem minntu á tunglskinsblik á djúpum, leyndardómsfull- um hyljum, hvikult tunglskinsblik í ágúst, þegar húmið og ijmurinn renna saman. Pabbi sagði, að fimm ár væru enginn aldursmunur, bætti hún við og jók trúnaðinn í röddinni. Hann sagði, að amma sáluga á Klaustri hefði verið tólf árum eldri en afi. Og samt gátu þau ekki séð hvort af öðru! Pilturinn þekkti ekki æviferil ömmu sálugu á Klaustri og vogaði sér ekki að leggja neitt til málanna. Hann leit vandræðalega í kringum sig og var svo heppinn að koma auga á tvær straumendur, litlar og móleitar, sem flugu upp með ánni. Hann horfði á eftir þeim, unz þær hurfu í fjarska bak við lága, bugðótta ása. Jæja, sagði Sigrún María og dustaði ósýnilega hrossa- móðuna af pilsinu sínu, en brosið dofnaði á vörunum og málrómurinn var ekki eins opinskár og áður. Skelfing ertu þögull og alvarlegur! Ertu að hugsa um eitthvað sérstakt ? Nei, svaraði hann dræmt. Geturðu ekki sagt mér eitthvað í fréttum? Það er ekkert að frétta, muldraði hann í barm sér og kingdi munnvatninu, greip annað puntstrá, plokkaði af því öxin og stakk því milli varanna. Það var eins og hugsanir hans hefðu verið hnepptar í viðjar, kynlegar, mjúkar og angandi viðjar, sem hann gat ekki slitið, vildi ekki slíta. Hann fann ekkert bragð að puntstráinu. Á ekki pósturinn að koma um næstu helgi? spurði hún. Jú, svaraði hann. Eg vildi óska, að ég fengi bréf með póstinum, sagði hún. Mér þykir svo gaman að fá bréf. Eg vildi óska, að einhver skrifaði mér. Það þyrfti ekki að vera langt bréf, — bara fáeinar línur. Hann þagði. , Hvernig gekk heyskapurinn hjá ykkur í sumar? Og svona bærilega, svaraði hann. Tíðin var svo góð. Já, ágæt, samþykkti hún og leit snöggvast á skýin uþpi á festingunni, kyrrlát og hlýleg. Við heyjuðum líka miklu betur en í fyrra, en við erum ekki búin að taka upp kartöflurnar ennþá. Eruð þið búin að taka upp kartöflurnar ? Já, við gerðum það núna um helgina. Og hvernig var vöxturinn? Eg held að hann hafi verið með skásta móti. Eg hugsa, að vöxturinn verði líka góður hjá okkur, sagði hún. Það sprettur alltaf svo vel í görðunum fyrir framan bæinn, en rófurnar hafa aldrei þrifizt almenni- lega í gömlu kálgarðsholunni hjá hesthúsinu. Það er ein- hver ódöngun í moldinni. \ Hún leit aftur á skýin uppi á festingunni, sveiflaði pinklinum, steig fram á fótinn, kipraði augnahvarmana lítið eitt og faldi brosið á vörunum. Hvernig leggst haust- ið í þig? spurði hún. Vel eða illa? Hann varð að viðurkenna, að haustið legðist engan veginn í sig, hann hafði í rauninni ekkert hugsað um haustið, honum fannst sumarið drottna ennþá yfir jörð- inni, það hafði bara verið dálítill norðangjóstur undan- farnar nætur. Nú var aftur komin blíða og góðviðri. Ertu ekki klókur að spá? hélt hún áfram. Hverju spáirðu ? Það veit ég ekki, svaraði hann. Eg kann ekki að spá, Ha? kanntu ekki að spá! Eg er svo aldeilis hissa! sagði hún undrandi og hló að fávizku hans, hristi höfuðið og gerði gys að honum. Skelfing ertu bjálfalegur, dreng- ur! Það geta allir spáð, nema þú! Ætli haustið verði ekki gott, tautaði hann kafrjóður og þurfti enn að rannsaka hnútinn á beizlistaumnum. Ætli tíðin verði ekki góð fram að jólum.... Mikið var! sagði hún. Eg vissi alltaf, að þú gazt spáð eins og aðrir. Eg gæti bezt trúað, að þú værir mesti spá- garpurinn hérna í sveitinni! Þú ert bara svo glúrinn og merkilegur! Þú fæst ekki til að segja neitt! Hún strauk lófanum um hnakkann til þess að vita, hvort samnældi fléttuhnúturinn hefði raknað upp eða gengið úr skorðum; en þegar hún hafði sannfærzt um, að hnúturinn fór vel í alla staði og hafði hvorki losnað né Framhald á bls. 44.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.