Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 27
Jólin 1946 ÞJ ÓÐVILJINN 25 inn sýna þeim það öllum, að hann gæti bæði bitið og slcgið. Þegar hér var komið sögu var Ágúst Albert Júlíuss horfinn, enginn vissi hvernig, en konsúllinn varð angur- vær. Hann hafði misst bezta vin sinn, hann var horfinn. Nú stóð konsúllinn einn eftir, og grét yfir fallvaltleik lífsins, en stúlkurnar komu og hugguðu hann, og hann lét huggast —. Svona liðu nokkrir dagar, en svo kom að því að konsúllinn varð að fara. Hann ætlaði til annars lands, og lengra suður á bóginn, en á leiðinni heim aftur lá leið hans um þessa borg, og þá ætlaði hann vitanlega að heilsa upp á vin sinn og sálubróður. En Ágúst Albert Júlíuss varð feginn að losna við kon- súlinn. Honum fannst eftir á að þeir peningar er hánn hefði fengið frá vini sínum væru lítið á móti öllu því ónæði, er hann hafði orðið fyrir. Þar að auki var konsúllin.i sjálfur og öll framkoma hans og sá heimur, er hann lit'ði í, í algerðri mótsetningu við allt það, er rithöfundurinn hafði mætur á. VII. Það kom bréf frá einni af frænkunum heima: „Elsku hjartans frændi minn! Ef þú bara vissir, hvað hefur gengið mikið á utan um þig liérna í henni Reykjavík, en þú mátt trúa því að ég hef ekki legið á liði mínu. Það er nefnilega þannig að einn af þessum strákum, sem þykjast hafa vit á öllu, hefur dreift því út um allan bæ, að þú hafir ekki skrifað greinarnar þínar, heldur væru þær eftir ýmsa aðra menn. Svona sögur er verið að bera út um þig, elsku góða drenginn, þetta geta þeir, þessir labba- kútar. En þú rhátt trúa því að við höfum gengið fram fyrir skjöldu og tekið þínu máli. Og nú veit allur bærinn að það voru þessfr útlendu rithöfundar, sem reyndu að stela þínum greinum, því allir sem skrifa, þeir vildu vera jafnokar þínir, og þeir myndu vera glaðir, þó þeir kæmust ekki nema í liálf- kvist við þig. Elsku Berti minn, mikið ósköp ertu nú búinn að vera lengi í útlandinu og forframa þig. Kemurðu ekki bráðum heim — i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.