Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 11
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 9 ar og Bárðdælir háð orustu út af fjárskilum; en annar heldur því fram að þetta séu bein eftirleitarmanna, er orðið hafi hér úti. Suðuráin myndast af þremur kvíslum, sem koma upp undan hrauninu og eru töluvert vatnsmiklar. Tungurnar milli kvíslanna nefnast Hrauntunga sú vestari, en Mó- tunga sú austari. Gróðurlendið fram með ánni er ekki víðáttumikið. I Hrauntungu hefur verið búið áður fyrr. Sér þar enn fyrir húsaskipan, og öskuhaug, sem vafalaust gæti margt sagt um lifnaðarháttu Hrauntungubóndans og fóiks hans. I skammdegi vetrarins hefur vistin hér hlotið að vera ömurleg, og aðdrættir erfiðir á öllum tím- um árs. ÞVERT YFIR ÓDÁÐAHRAUN Klukltan um tíu er lagt af stað suður Botnana. Vöru- bíllinn festist tvisvar í leirflögum, en við látum hann draga sig sjálfan upp úr, mcð spilinu. Hjá upptökum kvíslarinnar er stanzað. Okkar árvakri fararstjóri til- kynnir nú blátt áfram, að enn séu um 30 km. til Dyngju- fjalla og hvergi vatn að fá á þeirri leið. Viö svörum þessu með því að svolgra ferslct vatnið úr flóðgáttum Ódáða- hrauns, þar til maginn neitar að taka við meiru. Og áfram er haldið í suðausturátt yfir Útbruna, gam- alt, sandorpið helluhraun. Á hægri hönd rís jaðar Fram- bruna, svart og úfið apalhraun, sem byrgir útsýn til suð- urs. Við þræðum sandrákirnar meðfram apalhrauninu. Göngum spölkorn á undan bílunum og leitum gamalla hjól fara, en öðru hvoru setjumst við á hraungarð og bíðum eftir að bílarnir nái okkur. Hvíiík eyðimörk! Engin hrísla, ekkert lyng, aðcins eitt og eitt melgras á stangli; ekkert dýr, ekki svo mikið sem fluga eða fugl á flugi. Og þó skyldi enginn halda því fram að þetta sé Ijótt umhvcrfi. I suöaustiá rísa Dyngjufjöll upp úr hraunhafinu. Þar ber Lockstind hæst, 865 m. yfir sjávarflöt. Hraunið smáhækkar, eftir því sem nær dregur fjöllunum, en jafnframt eykst sandurinn, og hraunið verður auðveldara yfirferðar. Við áttum nokkra kílómetra ófarna að mynni Dyngju- fjalladals, þegar sandstoi’murinn skall á, og byrgði út- sýn í bili. Dalurinn liggur milli Dyngjufjalla og Dyngju- fjalla ytri. Líkist hann gjá, er myndazt hefur við klofn- un ytri fjallanna frá aðalfjöllunum. Suður úr Dyngjufjalladal er ekið í bcljandi stormi og úrkomu, yfir mishæðótt sandi orpii hraun, og stefnt á Dyngjujökul vestan Holuhrauns. Skammt norðan við Jök- ulsárkvíslar er numið staðar. Ilér er oyöilegt um að litast. Á blásvörtum sandinúm framundan greinast kvíslarnar eins og ormar, sem skríöa undan jöklinum. Yfir þetta allt rís Vatnajökull, bjartur og hrcinn. VIÐ TJÖLDUM Á SANDI Kuldinn af jöklinum er nístandi, þó komið sé bezta veður. Fætur okkar skilja eftir djúp spor í sandinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.