Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 5
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 3 Úlufur Jóh. Sigurðsson: (Upphaí sögu) Fáeinum klukkustundum eftir að undrið hafði gerzt, gat hann engan veginn komið því fyrir sig, hversvegna hann hafði sveigt Grána gamla út af lyngmóágötunni og riðið eftir ógreiðum og krókóttum slóðanum upp með ánni, í stað þess að hafa hraðan á og fara beinustu leið heim til sín. Ef til vill ætlaði hann að svipast eftir kindum, ef til vill langaði hann til að hlusta dálítið leng- ur á niðinn i ánni, ef til vill hafði honum dottið eitthvað nýstárlegt í hug, sem hann vildi brjóta til mergjar í ein- rúmi, — að minnsta kosti svóigði hann Grána gamla út af lyngmóagötunni, skjótt og hvatlega, eins og mikið lægi við, en slakaði síoan á taumnum, blístraði lag eða lag- leysu, sem hann samdi jafnóðum, og gleymdi því alveg, að hann þurfti að hjálpa föður sínum til að flytja nokkr- ar torfur úr mýrinni upp að fjárhúsunum. Því fór fjarri, að hann hefði áformað að draga heim- komuna á langinn og slóra úti í góðviðrinu. En það var enginn hægðarleikur fyrir sextán ára pilt að fjötra hug- ann við torfur og skyldustörf á þessum blíða, lognværa degi, fyrsta degi haustmánaðar, þegar helsingjarnir flugu kvakandi til suðurs einhverstaðar hátt í lofti og sérhvc.rt laufblað andaði að sér hinztu ilmkveöju sumarsins, ljúfri og ölvandi. Slíkur dagur bjó yfir töfrum, sem svæfðu allar hversdagslegar áhyggjur og vöktu þúsund drauma í brjóst inu, vöktu hvikula og viðkvæma drauma, sem flögruðu kringum hjartað eins og gullin fiðrildi, eða svifu á eftir helsingjunum út í geiminn, eða leiddu hugann að myndum jarðarinnar og fylltu hann innilegri, þakklátri hrifningu. Jörðin hafði aldrei verið svona litrík og fögur: Hún var brún og græn, bleik og gul, rauð og Ijós, sumstaðar hálf- sölnuð og falliip en annarstaðar í mildum skrúða og næst- um því óbliknuð eftir kuldann og norðangjóstinn undan- farnar nætur. Hann hætti að blístra, lét Grána gamla ráða ferðinni og horfði á þessa litríku jörð, horfði á ský- in yfir jörðinni, blágrá og kyrrlát, horfði á fjöllin og liæð- irnar, horfði á lyngbreiðurnar og víðiflákana. hinum megin við ána, hlustaði á niðinn í ánni og andaði að sér svölum, haustþungum ilminum frá laufi og grasi. Þannig hélt hann áfram göða stund. Hann tímdi varla að depla augunum og gaf sig í svo ríkum mæli á vald litanna í ruununum liinu megin, að hann veitti því naumast athygli, að götuslóðinn rétti skyndilega úr sér og lagðist sniðhallt upp silfurhvíta, mosavaxna bungu. Hesturinn spyrnti fastar í jörðina og reisti eyrun, niðurinn í ánni þyngdist og dýpkaði, eins og flötum bogum væri strokið yfir dimmtóna strengjahljóð- færi, það blikaði á hvíta sveipi í straumnum og andartaki síðar birtist lítill foss í slakkanum undir bungunni, freyð- andi og bjartur. Því næst hvarf fossinn, niðurinn í ánni varð aftur lágvær og þýður, götuslóðinn snaraðist niður á jafnsléttu og ný útsýn blasti við augum. Þarna voru móarnir, gullinrauðir og mjúkir, eins og skrautlegir dúk- ar, sem fingur grósku og bliknunar höfðu ofið í sam- einingu. Þarna var vagnbrautin uppeftir, holótt og yfir- lætislaus. Og þarna var vaðið á ánni. Iiann rétti úr sér, stríkkaði á beizlistaumunum, danglaði fótunum við síður hestsins og tók stjórn ferðarinnar snögglega í sínar hendur. Það var eins og hann hefði vaknað af dvala. Litirnir í skynjun hans þokuðu til hlið- ar, því að spölkorn framundan sat ung stúlka á bleikri lyngþúfu skammt frá vaðinu á ánni. Hann þekkti hana strax, hún hét Sigrún María Einarsdóttir, seytján ára heimasæta á næsta bæ, lítil og hnellin, kölluð Sigga, Rúna eöa Rúna María, — hún sat þarna álút á lyngþúfunni og hafði farið úr öðrum sokknum, en flett hinum ofan á mjóalegginn. Góðan daginn, sagði hann og renndi sér af baki, en stúlkan leit í kringum sig, hnykkti til höfðinu og varð dálítið forviða, þegar hún sá hestinn og piltinn. Sæll, anzaði hún glaðlega og hætti við að fara úr sokknum, færði sig ofar á lyngþúfuna og kippti í pilsið, sem hafði dregizt upp fyrir hnén, en rétti honum síðan höndina og brosti. Þú sækir aldeilis vel að mér, hélt hún áfram. Mér datt ekki í hug, að ég myndi rekast á þig hérna. Eg hef ekki séð þig síðan einhverntíma í fyrra- vctur. Ilvaðan kemurðu, spurði liann. Eg kem frá Gili, svaraði hún. Eg skrapp út að Gili á laugardaginn til að hitta hana frænku mína. Hún kippti aftur í pilsið sitt, leysti af sér skýluklút- inn, strauk flötum lófanum yfir dökkt hárið og þrýsti á samnældan fléttuhnútinn í hnakkanum, cn slétti þvínæst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.