Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 21

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 21
Jólin 1946 19 Þ JÓÐVIL JINN Oabriek Mistral: ÞORSTI Af hendi margra manna margskonar drykk ég hlaut. I Hvítárdalnum djúpa, við dalgrasa ilm og skraut, þar bergvatn í flúðum fellur um flughála, grýtta braut, og brotnar við bergegg harða sú bylgja fögur og þekk; af fjölkynngi ótal alda bar iðan svo ramman smekk að svíðandi sár á tungu af svaladrykknum ég fékk. Við sveim af suðandi flugum, og sólskin á dimmri unn, höfuð mitt höndum studdi að hyldjúpum lindarbrunn maður aí ættbálk Mitla og meðan í kverkar rann sitrandi svalkalt vatnið, sá ég og skildi og fann að ættbálkur Mitla einnig mig átti að niðja sem hann. Á hádegi á heitum sandi ég hvíldist við þægan nið af landöldu og laufi pálmans, er lék með hvíslandi klið. Á hnotskel brúnni ég bergði hjá barni sem að mér laut, og gáraoist gulhvít mjólkin af gusti sem íramhjá þaut. Aldrei á ævi minni indælli drykk ég hlaut. Vatnskrukku móður minnar ég minnist, er átti hún; við héldum á henni saman í höndum, en yfir brún stigu fram enni og augu, því ofar, sem vatnið seig dýpra, ég drakk af henni drjúgan minninga teig: augnaráð móður minnar, minningu um vatn, sem hneig. Eilíí er endurminning, eilíf er þorstans veig. Ffiða Einais íslenzkaði. i iiiiiiiiiiiiii 111111111111111111111

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.