Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 7
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 5 jafnskjótt og hann var kominn á bak fyrir aftan hana, varð hún alvarleg í bragði. Þú verður að halda yfrum mig, sagði hún. Annars dett ég kannski í ána! Hann hlýddi henni í leiðslu og hélt var- lega utan um hana, eins og hún væri brothætt. Það hljóm- aði eitthvað fyrir eyrum hans, skært og blítt, glatt og ang urvært í senn, áþekkast dularfullum kliði.á björtum vor- morgni. Hesturinn lagði flipann að straumnum og blakaði oyrunum til málamynda, en þar sem hann þekkti vaðið út í æsar, fannst honum ekki taka því að frýsa, áður en hann óð út i bergvatnið. Hann óð hægt og festulega, en þegar komið var út í miðjan straumstrenginn, tók stúlkan bak- föll og hrópaði: Æ—æ! Haltu fastar utan um mig! Eg er að dctta! Hann hélt fastar utan um hana, þrýsti henni að sér, klemmdi fæturna að síðum hestsins og reyndi að sigrast á einhverri ringlun, sem gagntók hann allan, eins og hann væri að fá aðsvif. Hann fann, hvernig rósótti skýluklútur inn straukst við vangana, hvernig brjóstið hófst og hneig, hvernig hitann lagði gegnum skrautprjónuðu peysuna, en skynjaði allt I þoku, svipulli, ljúfri og regnbogalitri þoku, heyrði ekki skvaldrið í vatninu fyrir hjartslætti sjálfs sín og hrökk við, þegar hesturinn staðnæmdist á bakkanum hinumeginn og hristi hausinn án afláts, eins og hann vildi losna sem fyrst við þessa ósanngjömu byrði. Nú svimar mig elcki lengur, sagði Sigrún María og renndi sér af baki. Skelfing varstu vænn að reiða mig yfir ána! Hann renndi sér líka af baki og tuldraði eitthvað ofan í barminn, þorði ekki að líta upp og fitlaði ákaft við hnútinn á beizlistaumnum. Hélztu að ég myndi detta? spurði hún glettnislega og dustaði hrossamóðuna af pilsinu og sokkunum. Onei, það hafði hann ekki haldið, ekki beinlínis. Þú tókst svo fast yfrum mig, sagði hún. Þú hlýtur að vera alveg fílsterkur! •Hann varð ennþá rjóðari í framan og gerði sem minnst úr kröftum sínum, skoðaði hnútinn á beizlistaumnum að nýju og flutti hann í sífellu milli handanna. Það var eins og titringurinn í brjóstinu ætlaði að bera hann ofurliði og varna honum máls. Hann kom varla upp nokkru orði. Heyrðu, sagði hún, hvað ertu orðinn gamall? Gamall? Hann hafði orðið séxtán ára á laugardaginn. Nei, var það ekki merkilegt! Á laugardaginn ? Þá hafði hún einmitt lagt af stað út að Gili til að hitta hana frænku sína! Hún hafði einmitt hugsað eitthvað á þessa leið þegar hún gekk yfir heiðina: Það skyldi þó ekki vera að einhver ætti afmæli í dag? En hvernig sem hún Orlofsljóð Hve sælt, ó, sælt að sjá í himininn eitt sumar fjarri stassjón gróðavonar og skynja í anda Ólafs Kárasonar hinn æðra hljóm mcð liijublóm við kinn. Þótt vindar feyki fegurðinni út af festingunni og skýin vatni músum, má gista bóndann, Bjart í Sumarhúsum, og.brúka í nef og spá í tóbakskiút. Svo hleypur æskan, Ásta Lilja og ég, tvö ástrík börn á móti degi nýjum og björtum. JökuII jaðrast hvítum skýjum, og ég er fanginn, hún er yndisleg. Sævarins niði sunnanvindur hvíslar í silfurgárum spegildjúpra hylja. Á sumarlandið langa skugga ber. Fióðbáran smá við fjörusteina ríslar og fléttar reipi úr sandi, Ásta Lilja, og feginn vil ég vera kyrr hjá þér. Kvöldsólin rjóða kveðjugeislum hríslar um kólguloft og börn, sem verða að skilja, Hún, Salka Valka vonast eftir mér. KRISTINN PÉTURSSON. -------------------------------------—-í'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.