Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 22
20
ÞJ ÓÐVILJINN
Jólin 1946
ganga, og þar með hefur hann drýgt siðferðilega ranga
athöfn.
I slikum hegðunum má finna stað hinni fasistisku kenn-
ingu um blóð og jörð.
II.
1. Þjóðfélagið er gott, að svo miklu leyti sem:
a) Þa.ð leyfir hið fullkomnasta val einstaklinganna til
að fylgja þeirri köllun, sem þeim hæfir.
b) Það er í stöðugri þróun og finnur nýjar leiðir sem
krefjast meiri krafta.
Grikkir álitu að heimspekilegar vangavcitur væru hin
eina rétta köllun.
Okkur er nú orðið ljóst að þetta á aðeins við um nokk-
urn hluta fólks, önnur áhugasvið eru jafnréttmæt.
Mannlegt eðli er margbreytilegra cn Grikkir héldu.
2. Ekkert þjóðfélag getur verið aigerlega gott. Útópía,
hvort sem hún líkist The Brave New World Huxley’s eða
Paradís Dantes, dregur bara upp myndir af ósjálfráðum
góðleik og ósjálfráðri vonzku.
Einhver, mig minnir, að það væri Landor í Inferno,
sagði um lyndiseinkunnir: ,,Þær þörfnuðust ekki útrásar".
Fólk, sem lifir að lögum og venju, er ekki siðferðilega
gott fólk.
Eins og frjáls athöfn verður að venju með endur-
tekningu, þá er siðgæði aðeins mögulegt í heimi sem er í
stöðugri breytingu með nýju vali og mati.
Þótt ekkert þjóðfélag sé .algjörlega gott, þá eru þau
misjöfn.
Hvenær sem þjóðfélag er grannskoðað kemur það í
ljós að í því eru góðir menn og vondir, gáfaðir og heimsk-
ir, löghlýðnir og ólöghlýðnir, tilfinningasamir menn og
harðjaxlar, ríkir og fátækir.
Pólitík okkar, skoðun okkar á þjóðfélagsformi og
stjórnarfari veltur á:
a) Að hve miklu leyti við höldum, að hið illa sé runnið
frá orsökum, sem hægt sé að hindra.
b.) Hverjar við höldum að þær séu, ef við álítum að
hægt sé að hindra þær.
Ef við tökum sjónarmið mesta bölsýnis mannsins, þá
er það illa ósigranlegt, og það réttasta sem við getum
gert, er að gerast einsetumenn, hverfa öll frá þessari
vondu veröld.
Ef við tökum sjónarmið ívið bjartsýnni manns, þá segir
hann okkur, að vonzka sé arfgeng (þ. e. að góðleiki og
vonzka séu ekki félagslegt fyrirbrigði), — og að við
skulum reyna að koma á fót valdstjórn góðleikans.
Ef við á hinn bóginn erum hreinir bjartsýnismenn, *om
trúum því, að slæmt umhverfi sé höfuð orsök vonzku
einstaklingsins og trúum jafnframt, að hægt sé að
breyta umhverfinu, þá viljum við stefna að einhverskonar
lýðræði.
Eg er bjartsýnismaður, sumpart vegnr-.. þi-ss, sem ég
hef sagt hér að framan og sumpart af því. að hinn hag-
nýti árangur bölsýnismannanna í lífinu, hvetur ma;m ekki
beinlínis til að hallast að þeirra skoðun.
4. Skoðun bjartsýnismannsins.
1 sögu mannsins hafa fundizt fáeinir menntaðir ein-
staklingar en ekki eitt einasta menntað þjóðfélag, aldrei.
Þeir sem tala með gorgeir um okkar miklu menningu,
hvort scm það eru Evrópumenn, Ameríkumenn, Kín-
verjar eða Rússar, gera þjóðum sínum skömm til. Við
erum ennþá barbarar, siðleysingjar. Öll okkar framför í
þekkingu, allt frá Galileó til Freuds og Marx er í brotum,
auðvirðileg.
Þeir byrja á að sýna okkur, að við scum hvorki eins
stór né góð og við héldum, né eins frjáls, og þegar við
höfum áttað okkur á þessu, þá getum við farið að bolla-
leggja um það hvernig við eigum að losna við galla okk-
ar — eitthvað af þeim.
5. Hvað er það þá, sem takmarkar menn og gerir þeim
erfitt að þroska vald sitt og ná æskilegum sviðum?
a) Skortur brýnustu lífsnauðsynja.
Maðurinn er dýr, og meðan efnislegri og starfrænni
þörf hans er ekki fullnægt, getur hann ekki þroskast
meira. Framleiðsluhættir og dreifing er hvortveggja of
frumstætt til að eðlilegu marki í lifnaðarháttum verði
náð, með þessu á ég við fæði, híbýli, heilbrigði, tryggingar
o. s. frv.
b) Skortur á fræðslu.
Ef einstaklingur á ekki frjálsan aðgang að því fyllsta
námi, sem þjóðfélagið á völ á, þá beitir það hann ranglæti.
Með þessu er ekki lagt til, að allir stundi sama nám,
þó væri það æskilegt að háskóla aldri.
Nám innan lýðræðisþjóðfélags verður að hafa tvö aðal-
markmið að finna einstaklingnum veg og varða hann,
(hjá sumum gæti þessu verið lokið um sextán ára aldur)
— og veita nemendanum almenna menntun, hvað sem
starf hans ætti að vera, með það fyrir augum, að hann
gæti af eiginn rammleik gert greinarmun á góðu og illu,
sönnu og lognu, en þetta krefst auðvitað miklu lengri
námsferils en hitt.
Núverandi námsfyrirkomulag er á mjög frumstæðu
stigi. Það er mjög líklegt, að við kennum röngu fólki
ranga hluti á röngum tíma. Svo er því varið a. m. k. í
Englandi, þar sem skólaganga gerir nemandan helzt
færan um að vera skólakennara, þ. e. a. s. að undantekn-
um þeim, sem liafa sérstaka hæfileika. Það er hugsanlegt,
Framhald á bls. 34