Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 15
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 13 Fossarnir í Jökulsá norðan Hlaupfells. ferðinni áfram daginn eftir. Það var þriðjudaginn 9. júlí. Fyrst er ekið til baka áleiðis að Vaðöldu, en þaðan í norður, milli Upptyppinga og Miðfells. „Vegurinn" er mishæðalítill vikursandur, enda förum við hratt yfir. Það er dýrðlegt veður. Kyrrt og bjart. Herðubreið dregur að sér athygli okkar meir og meir. Þessi „drottning" íslenzkra fjalla, með jökulfaldinn, birt- ist framundan til vinstri. Skammt norðan við Upptypp- inga er Hlaupfell. Austan þess fellur Jökulsá fram af lágum hraunstalli og dreifist um sandinn, en sameinast fljótlega aftur í þröngu gljúfri. Við komum að gljúfrinu, þar sem kvíslarnar renna saman og mynda dálitla fossa Við höfum haft auga með þessum kvíslum frá því þær siluðust undan jöklinum. Séð þeim smávaxa ásmegin, þar til þær byltast nú mórauðar og fyssandi við fætur okkar. VEGARBÆTUR í ÖDÁÐAHRAUNI Frá Hlaupfelli í Herðubreiðarlindir eru um tíu kíló- metrar. Á þeirri leið er yfir mishæðótt helluhraun að fara, þar sem aðeins einu sinni áður hefur verið ekið um í bíl, Við erum ekki viss um að okkur takist að koma vöru- bílnum þessa leið, nema gera fyrst einhverjar vegabætur. Nú eru vegagerðarverkfærin tekin fram: skóflur, sleggja, járnkarl, og við skálmum á undan bílunum norð- ur hraunið, albúnir að mölva það mélinu smærra, ef þess gerist nokkur þörf! Nú sem áður keyrir Páll á undan, en það var einmitt hann, sem hafði faVið þarna með bíl sum- arið áður. Við ökum ýmist uppi á hraunhryggjunum eða þræðum dældirnar á milli þeirra. Á nokkrum stöðum verð- um við að breikka skörðin á milli hraunhólanna eða fylla upp í þau með sandi og grjóti, cn stórvægilegar vegabætur eru það ekki. HERÐUBREIÐARLINDIR — VIÐ KOFA FJALLA-EYVINDAR Klukkan langt gengin 8 koraum við í Herðubreiðarlindir Eftir þriggja daga ferð yfir hraun og sanda erum við komin í einhvern gróðursælasta og veðursælasta stað öræf anna. Fram undan hrauninu streyma lindir, er renna í smáfossum, bláum hyljum og silfurtæru straumkasti milli grasivaxinna bakka, þar sem hraun og víðir skýla öðrum lágvaxnari gróðri. Til suðurs og norðurg byrgja hraun- hóiarnir útsýn að mestu. í austri sézt Jökulsáin hraða sér norður sandana. En í vestri rís Herðubreið (1682 m) og kastar skugga á allt umhverfið. Við tjöldum á lindarbakka, mcð hraun og víði að ná- grönnum. Á hraunkambinum þar sem Lindaáin nær lengst til vest urs, áður en hún beygir í norðaustur, er lítil varða. Hér var Fjalla-Eyvindur einn vetur, eftir að hann strauk frá Reykjahlíð við Mývatn. Yfir upptök lítillar lindar er hlað inn kofi úr hraungrýti, og fyllt upp í rifurnar með mold. Þakið er úr hellum, og farið þar ofan í kofann um þröngt op, sem hægt er að byrgja. Kofinn er lágur og samlitur umhverfinu, og því erfit.t fyrir ókunnuga að koma auga á hann. Undir opinu er hægt að standa uppréttur, en lægra er undir hraunveggnum. þar nem lindin seitlar fram undir gólfhellunum. Á gólfinu er skininn hrosskjálki. Ömurlegri vistarveru getur varla. Árbakkarnir eru vaxnir hvönn, alveg niður að lygnum, spegilsléttum vatnsfletinum. Hér hefur Eyvindur grafið I Herðubreiðarlindum. — Herðubreið í baksýn. (Ljósm. Þorbergur Guðlaugsson). i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.