Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 20
18 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 hefur mest val freisi, að því er tekur til umhverfis síns og í staðinn hafa allar breytingar, livort sem er í félagslífi eða náttúrunni mest áhrif á hann. 5. Gagnstætt keppinauti sínum í lífeðlislegu ágæti, skordýrunum, þá hefur maðurinn einhæfa aðaltaugastöð og fjölhæf ytri líffæri, þ. e. hvatir lians ákveðast í einu líffæri. Um vit og val er aðeins að ræða, þegar meir en ein hvöt vaknar á sama tíma og sama stað. 6. Maðurinn hefur alltaf verið hópdýr og lifað í þjóð- félögum. Að hugsa sér einstaklinginn einangraðan er mjög óraunveruleg hugmynd. Einstaklingurinn er af- leiðing af félagslífinu, án þess væri hann óskapnaður. Menn eru hvorki fæddir frjálsir eða góðir. 7. Félagslíf og menning eiga sér margar myndir, og yfirleitt virðist mér Marx hafa rétt fyrir sér, þar sem hann kennir, að landfræðilegar og starf- rænar aðstæður hafi ráðið formi þjóðfélaganna, t. d. skópu fjallgarðar Grikklands hins forna smá borg- arríki, en afturámóti urðu fljótríkin Egyptaland og Meso- potamía stór keisaradæmi. 8. Við þekkjum sjálf okkur sem samsafn, heild, af hugsunum, tilfinningum og vilja, og þetta er eina heild- in, sem við höfum beina vissu um, og það markar hugs- analíf okkar. Eg get ekki séð hvernig við getum talað um aðrar heildir, svo sem fjölskyldu,-, stétt, ríki, þjóð öðru vísi en í táknrænum skilningi. Við sjáum ekki ríkið. Við sjáum einstaklingana. Mannfræðlegar rannsóknir eins og verk dr. Benedicts um frummenning Ameríku, hafa sýnt hið ákaflega vald sem ákveðið menningarform, hefur á myndun einstakl- ingsins sem lifir innan þess. Hin ákveðna menningarlega fyrirmynd sníður lund- einkennum og hegðun manna stakk, sem ákveður per- sónuna. En þetta réttlætir ekki að eigna menningunni æðri persónuleika, sem sé sér meðvitandi um einstaka hluta sína, eins og ég er mér meðvitandi um hendur mínar og fætur. Þjóðfélögin eru mynduð af ákveðnum fjölda ein- staklinga, sem lifa á mismunandi hátt, á mismunandi stöðum á mismunandi tíma. Ekkert annað. 9. Markalinan sem Locke dró millum þjóðfélags og Stjórnar er mjög mikilvæg, og enn virðist mér Marx hafa rétt fyrir sér, þegar hann segir að stjórn sé ekki árang- ur af samningi, sem þjóðfélagið hafi gert sem heild, heldur sé stjórnin mynduð af þeim hluta þjóðfélagsins, gem á framleiðslutækin. Réttindakröfurnar komu fram sem verkfæri til þess að ráðast á eða réttlæta ákveðið þjóðfélagsform og bera vott um félagslega ólgu. Burke og seinni tíma hugsuðir, sem endurbættu fræði idealistanna um ríkið, fara með rétt mál, þegar þeir benda á, að þjóðfélög eru vaxandi lífsheildir, en þegar þeir skilgreina samband. þjóðfélags og stjórnar, þá ganga þeir framhjá getu stjórnarinnar til að vera Þrándur í Götu eðlilegrar þjóðfélagsþróunar og neita þar af leið- andi þjóðfélaginu um réttinn til byltingar en það hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér status quo. 10. Ein tíðasta skýring pólitískra loftkastalafræðinga á ríkinu er samanburður á því og mannslíkamanum, en slík skýring er auðvitað eins og hver önnur endileysa. Starfsemi frumanna í líkamanum eru miklar hömlur settar, taugafrumur geta t. d. einungis af sér aðrar tauga- frumur, vöðvafrumur aðrar vöðvafrumur, en hjá hlið- stæðunni foreldrar og barn getur allt upprunalegt ætt- gengi ruglast, kóngurinn getið af sér námamann og náma- maðurinn kóng. Þannig víxlast gáfur og hæfileikar með kynslóðunum. 11. Önnur álíka hugtakafölsun er samanburðurinn við dýraríkið. Hvaða augum skepnurnar líta á sitt ríki verður ekki vitað, en frá okkar bæjardyrum séð, þá virðist hinu einstaka dýri vera fórnað til viðhalds tegundinni, og þessi skoðun á lífinu innan dýraríkisins er síðan notuð til að neita rétti einstaklings gagnvart ríkinu. En það er sá grundvallar munur á manni og dýri, að dýr, sem hefur náð að roskna, hættir að þroskast, en það gerir maðurinn ekki. Að svo miklu leyti sem við erum dóm- bærir um þessi mál, þá virðist hin eina krafa sem heimur dýranna gerir til þegna sinna, vera líkamleg, en hjá manninum kemur vitanlega margt annað til greina. Hvað er lífinu dýrmætt verður aldrei ákveðið, en maðurinn hefur lifað sem tegund vegna baráttu ein- staklingsins, sem virðist stundum hafa haft mjög lítið af lífeðlislegu ágæti. 12. Barátta mannsins til þess að ná yfirráðum yfir umhverfi sínu, er að gera honum erfiðara og erfiðara að vera ósjálfrátt góður, en afturámóti auðveldara að vera siðferðilega vondur, a. m. k. er þetta svo í hinum miklu iðnaðarríkjum, þar sem kröfur eru miklar til lífsins. Við skulum hugsa okkur t. d. að það sé stundum gott að fá sér göngu. Áður en farartæki komust í það horf sem nú er, þá gengu menn, af því að þeir gátu ekki annað, þ. e. þeir gerðu ósjálfrátt það, sem var þeim fyrir beztu. Nú á tímum getur maður valið um, hvort hann vill heldur ganga eða aka, og er það ekki ólíklegt, að maður- inn noti heldur vagninn, þegar honum væri betra að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.