Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 28
26 ÞJÖÐVILJINN Jólin 1946 mig- langar svo til að sjá þig. En ég veit að þaö er nauðsyn- legt fyrir þig að vera úti — það er svo mikii list að vera svona mikill rithöfundur — og það iærist aðeins með miklum lærdómi og vinnu. Ég veit að þú ert jafn duglegur og þú ert vel gefinn, elsku drengurinn minn. Ertu annars ekki orðinn breyttur? Manstu þegar þú varst lítill og óg fór með þig í bakaríið, og þú gafst mér köku, sem ég bafði kcypt handa þér_ Mikið varstu nú sætur. Skrifaðu mér nú cinhverntima, ég yngist upp um marga áratugi, ef ég fæ bróf frá þér, það er svo gaman að heyra frá þér. Og síðast, hvenær kemur þú heim, svo ég fái að sjá, hvað þú ert orðinn myndarlegur. Taktu þig nú til og sendu mér nokkrar línur. Þín gamla frænka, Júlía". Ágúst Albert Júlíuss tók bréfiö og lagöi það á sama stað. Svo fékk hann sér göngutúr í einum af skemmti- görðum bæjarins; hann naut sólarinnar og hins ilmandi gróðurs vorsins. VIII. Það liðu margar vikur, lífið gekk sinn venjuicga gang. Ágúst Albert Júlíuss klæddi sig, hann drakk sitt te og sitt súkkulaði, tók ný lán, og var hinn sami kurteisi og ágæti maður, sem vakti alls staðar traust og aðdáun. Svo var það einn inndælan sumardag, þegar rithöfund- urinn sat og naut lífsins, drakk kaldan svaladrykk undir hinum mörgu sólhlífum gildaskálans, að einkavinur hans og sálufélagi, konsúllinn frá Þorskavík stóð allt í einu andspænis rithöfundinum og var allt annað en blíður á svipinn. Það getur komið fyrir að konsúlar, sem líka eru kaupmenn utan af landi, vita það að þeir eiga eitthvað undir sér, ef aðrir eru þeim ekki að skapi. Og nú hafði konsúllinn fengið sendan ritdóm þann, er vinur hans hafði sent heim til birtingar í blaði og það hafði óneitan- lega breytt skapi hins nýviðurkennda skálds til hins verra. Hinn ágæti ritdómur, sem Ágúst Albert Júlíuss hafði lesið fyrir vini sínum, konsúlnum, hafði hvergi verið birtur,. enda var það óþarfi, þar sem þetta stórmerkilega bók- menntaplagg hafði þegar náð tilgangi sínum. Og nú fannst konsúlnum, sem var þéttkenndur að vanda, að hann væri kominn heim á skrifstofuna sína í Þorskavík og væri að ganga frá einum af skuldunautunum, sem ekki hafði sýnt konsúlnum tilheyrandi virðingu og holiustu. ,,Þér eruð sá mesti a-andskotans, sá mesti he-e-e". Hann gat ekki sagt meira. Það stóð heill kökkur af blóts- og fúkyrðum í hálsinum á honum. Kithöfundurinn leit upp, tók vindling úr veskinu sínu og kveikti í honum. „Gerið þér svo vel og fáið yður sæti", svaraði hann. ,,Ha — sæti hjá yður. Þér sem eruð — eruð, ég skal sýna yður, svoleiðis bölvað roðhænsni, o-o-o“. ,,Ég. veit“, svaraði rithöfundurinn, ,,að það sem ég hef gert fyrir yður er lítið í samanburði við það, sem þér hafið gert fyrir mig, en þér eigið mér að þakka, ef ekki bein- línis, þá óbeinlínis, að þér eruð kominn á föst skáldalaun. Það er mikil viðurkenning, og ég óska yður til hamingju með þann heiður, sem ég álít að þér eigið fullkomlega skil- ið. Auðvitað meinti ég ekkert :neð þeirri grein, sem þér sáuð í blaðinu, en hún hefur samt gert sitt gagn“. Konsúllinn gapti. Hann líktist lifandi karfa, sem verið er að innbyrða. Rithöfundurinn hélt áfram: ,,í yðar til- felli var gagnslaust að skrifa lof um bókina.. Þér eruð einn af þessum stóru mönnum, sem þrífast ekki í logn- inu". Konsúlnum svelgdist á, — ha — stam — já — ég vil stam, og þér skuluð fá. „Fljótt sagt", greip rithöfundur- inn fram i, „þér eruð stórskáld og slíkir menn sem þér þurfa að hafa mótstöðumenn. Meðan enginn skrifaði um kvæði yðar, tók enginn eftir þeim, en grein mín licfur vakið andúð, og einnig samúð. Það er þetta sem þér þurf- ið. Þér eruð hinn sanni bardagamaður, jafnframt því að þér eruð hinn innilegi túlkari hinna blíðu tilfinninga og i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.