Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 18

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 18
16 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 svefnpokana þetta kvöld. Allir hugsanlcgir farartálmar voru yfirstignir, nema vélabilanir og bensínleysi. Pram- undan voru greinilegar og auðfarnar bílaslóðir niður mcð Jökulsá, allt norður á póstleiðina fornu milii Gríms- staða og Reykjahiíðar. Á HEIMLEIÐ NIÐUR MEÐ JÖKULSÁ Fimmtudagsmorguninn 11. júlí. Hraun og gróðurlend- ur, baðaðar i sól. Líldega er Hcrðubrcið hvcrgi fegurri að sjá, cn úr Grafarlöndum. Fjarlægðin skapar mildara yfir- bragð. I norðri eru hillingar: hraunhólarnir cvífa í lausu lofti á fleygiferð, eitthvað út í buskann. Klukkan tíu f. h. lcggjum við af stað. Förum fyrst yfir Grafarlandaá, og framhjá Ferjufjalli og Fremstafelli. Við göngum á Miðfell og virðum fyrir okkur útsýnið. I norðri, handan árinnar, sjáum við LambafjöIIin. I hlíðum þeirrá hanga gróðureyjar. Austar sjást Víðidalsfjöll. Norðan Kjalfells, í suðaustri, sér á útihús frá Möðrudal. I norðri rís Hrossaborg eins og eyja í úthafi. Benzínið er nú að þrotum komið, og við náum með naum indum niður að brúargerðinni hjá Langavatnslindum við Jökulsá. Löng röð af mjallhvítum tjöldum á grasivaxinni eýri, skáli, vinnuvélar, konur að hengja þvott til þerris, karlar að grafa fyrir brúarstöplum. Hér er unnið að nauð- synlegri samgöngubót, er stytta mun þjóðleiðina til Aust- urlands að miklum mun. Meðan samið er um benzínkaup, notum við tímann til að skoða brúargerðina. Við erum tilbúin að fara, þegar ráðskona brúarsmiðanna birtist allt í cinu og býður okkur kaffi. Auðvitað stöndumst við ekki svo ágætt boð, en göng um i borðsalinn og setjumst að kaffidrykkju. Það er eins og við séum komin á gestrisið sveitaheimili, þar sem eng- um má sleppa frá garði, án þess hann hafi þegið kaffisopa. KLÁUSTRIÐ I BÚRFELLSHRAUNI Frá Jökulsá niður að Reykjahlíð er yfir Búrfellshraun að fara. Á þeirri leið er jarðfall mikið. Nefnast barmar þess Austari - og Vestari - Brckkur. Austarlega í jarð- fallinu er lítill kofi, nefndur Klaustrið. Þar hitturn við vegagerðarmenn og var Pétur bóndi í Reynihlíð við Mý- vatn foringi þeii’ra. Fylgdi Pétur okkur að Klaustrinu, sem til að sjá gæti virst líkara mchrauk en klaustri! Hlaðnir hafa verið upp veggir umhverfis hraungjótu. Dyr eru á móti suðri. Niður á botn í gjótunni er meir en mannhæð, og farið niður í stiga. Þegar ekkert okkar virtist finna hjá sér köllun til að ganga í Klaustrið,var ferðinni haldið áfram til Reykjahlíðar, um Námaskarð. Hjá Námaskarði sýður í leirhverunum án afláts, en hvergi sauð þó út úr „pottunum", enda mun þetta hálfgerð moð- suða hjá því sem áður var. HRINGNUM LOKAÐ Degi var tekið að halla þegar við ókum frá Reykjahlíð. Hjá Garði var lokað hringnum um Dyngjufjöll og Herðu- breið. Voru þá liðnir 4 sólarhringar, 22 klukkustundir og 20 mínútur, frá því við komum hér síðast og bílarnir höfðu keyrt 305,7 kílómetra. Ferðin var í raun og veru á enda. Við stigum af bílunum. Þorsteinn og Páll voru miskunnarlaust þrifnir á loft og „tolleraðir". Það var eina viðurkenningin, sem okkur hug- kvæmdist að veita þeim fyrir að hafa skilað okkur hingað heilu og höldnu. Auðvitað áttu þeir bilstjórarnir, Hólm- steinn og Sigurjón, að hljóta sömu meðferð, en við áttuð- um okkur á því í tíma, að þeir myndu í þyngra lagi, og þess vegna ráðlegast að láta þá kyrra, ef við ættum ekki að verða okkur til minnkunar fyrir kraftaleysi! Fögnuður okkar yfir unnum sigri náði hámarki, er hóp- urinn söng fullum rómi: „Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjarta bundin; Sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín; Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjarta bundin“. Ari Kárason. Stúlkur, sagði forstjóri matsöluhússins, í dag verðið þið að líta óvenjulega vel út, vera glaðlegar og brosa oft til gcstanna. — Hvað er á soyði? — Eklcert — en kjötið 'er óvenjulega seigt núna. ★ — Þjónn! Það er hálftími síðan ég pantaði sníglasúpuna. — Já, en þér vitið hversu hægfara þeir eru. ★ — Eg sá í blöðunum í gær, að þið auglýstuð, að matstofan væri nú undir nýrri stjórn. Hvernig stendur þá á því, að ég sé enn sama forstöðumanninn hér? — I-Iann kvæntist i fyrradag. ★ Sá sköllótti: Ég ætti eiginlega að fá klippinguna ódýrari, þar sem hárið er svona lítið. Rakarinn: Þér borgið ekki fyrir klippinguna, heldur fyrir leitina að hárinti. t V

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.