Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 47

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 47
Jólin 1946 Þ JÓÐVIL JINN 45 Hérinn ha£ð£ hvongazt Einu sinni var héri, hann var að spóka sig út um grænar grundir. Hann hoppaði, skoppaði, hrópaði húrra, hopp og hæ, og endaði með því að steypa sér kollhnís og standa upp á aflurfótunum í kafgresinu. Þá rakst hann á tófu, sem var þar að snuðra. „Góðan daginn, góðan daginn,“ hrópaði hérinn. ,,Nú er ég kátur, ég ræð mér ekki fyrir fögnuði. Ég skal segja þér nokkuð, ég hef verið í hjónabandi, skaltu vita“, sagði hann. ,,Ég kalla þú segir gleðitíðindi,“ sagði tófa. „Allt læt ég það vera,“ sagði hérinn. „Hún var nú ekki lambið að leika sér við, þessi, sem ég fékk, hún var kvenskass, kerlingin", sagði hann. „Það var nú alit verra,“ sagði tófa. „Það var nú ekki svo bölvað,“ sagði hérinn, „hún var efnuð, átti meira að segja hús.“ „Það var bót í rnáli,“ sagði tófa. „Það varð nú skammgóður vermir,“ sagði hérinn, „því húsið okkar brann með öllu, sem í því var,“ sagði hérinn. „Það var mikil hörmung," sagði tófa. „Það gat verið verra,“ sagði héri, „því hún brann líka inni, kerlingarskrúnkan mín.“ Norskt æfintýri. Theodóra Thoroddsen islenzkaði. — Það kom hérna bóndi í dag, sem ætlar að höfða mál gegn okkur vegna kúnna sinna, segir lögfræðilegur ráðunautur járn- brautarfélags við forstjórann. — Hefur einhver ekið yfir þær? — Nei, hann segir að lestirnar fari svo hægt, að farþegarnir halli sér út um gluggana og mjólki kýrnar, meöan ekið sé framhjá. ★ Skipstjóri (tekur á móti nýjum léttadreng): Jæja, dreng- ur minn, ég geri ráð fyrir að það sé gamla sagan með þig — sá heimskasti í fjölskyldunni sendur til sjós. Drengurinn: Nei, nei, herra. Þetta er allt orðið breytt frá því að þér voruð ungur. ★ Þjónn stóð við landgöngubrúna og kallaði hástöfum: Fyrsta farrými til hægri, annað farrými til vinstri, Ung kona kom um borð með barn á liandleggnum. Hún hikaði andartak, svo að þjónninn beygði sig að henni og spurði: Fyrs'ca eða annáð? .... Ó, sagði stúlkan og stokkroðnaði, ég á það ekki. i sveit Hver árstími á sitt yndi, en þó er haustið fegurst. Hið hnignandi líf hrópar frá grasi og runnum, en á ekki aft- urkvæmt, og augað horfir ánægjulega á afleiðingar bar- áttunnar, sem gefur þennan litafans. • Bændurnir eru að reka fé sitt af heiðum, niður í byggð. Þeir þeysa um óbyggðir í hópum, brauð og kjöt í malnum, sofa í leitarkofum eða undir berum himni í þessu einskis- mannslandi. Þeir reka féð að fyrsta heiðarbýlinu, þar sem réttirnar eru. Þeir eru ullarklæddir frá hvirfli til ilja, hattarnir slúta yfir veðurbarin andlit, hrufótt, hugsandi, en þeir sjá ekki fegurð haustsins, því að kindurnar upp- fylla allan hug þeirra. Það hefst ægilegur eltingaleikur í almenningnum, þegar dregið er í dilk. Kindurnar þjóta til og frá, anda hratt, ullin þeirra er svo hvít, þær eru flestar feitar og sæl- legar af heiðinni. Brátt mun þruskið heyrast aftur í fjár- húsunum og glóandi augu í dimmunni. Bændurnir standa eða sitja á réttarvegg og tala um leitina, um féð, um býlið sitt, totta pípur, staupa sig, stúta sig. Sumir eru orðnir dálítið hífaðir, aðrir meira, sumir ekkert. Þeir eru að tala um nóttina, sem þeir vöktu uppi á heiðinni. Nokkrir menn, einir á hinum stóru, svörtu söndum und- ir stjörnunum, vakandi yfir fé, stara yfir hin víðu svæði þar til jöklar stöðva augað. Nóttin er gífurleg og dimm og hvítleiki jöldanna gín í fjarska, en féð er svo ljóst og hreyfist, andar, blæs lífsanda í hina svörtu auðu sanda. En guðinn á hinni stóru víðáttu er mikill guð og hjálpar til að reka féð til byggða. Svanurinn syngur málmradd- aður út í auðnina. Bændurnir hafa brátt dregið í dilk. Þeir reka hópana hvern á fætur öðrum. Féð rennur eftir haust- litunum eins og andardráttur hins fjarandi lífs, eins og perluband er féð, þegar það rennur. Bændurnir ríða eftir, og hundarnir lilaupa fram og aftur með hópnum. Svipur smella, hundar geyja, kindur jarma alla leið, jarma eftir lömbunum sínum, eftir grasi, eftir frelsi, eftir öræfunum. Margar þeirra eru á leiðinni í sláturhúsið. Þær eru sóttar af heiðinni, koma lúnar heim og eru drepnar miskunnar- laust eftir hina löngu og þreytandi ferð. Því að yndi haustsins er grimmt yndi. Litirnir eru hins fjarandi sum- ars, féð er sláturhússins og fjárhússins. Þetta iðandi líf, sem er landinu svo dýrkeypt spaug! Það sem er mun hverfa, og það sem verður mun hverfa og allt krefst síns tíma. Hið myndræna og erfiða líf mun hverfa og þægilegra og fyrirhafnarminna koma í þess stað. Fyrir áhorfand- anum er hið erfiða og myndræna jafn fagurt og haustið. D.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.