Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 19

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 19
Jólin 1946 ÞJÖÐVILJINN 17 Wm If. Auden: Allt er heilagt sem lifír Wystan Hugh Auden er Englendingur og er um fertugt. Hann hlaut menntun sína í Oxford og stundaði um skeið kennslustörf og blaða- mennsku. Hann er mjög víðförull og hefur meðal annars komið til Islands; um þá ferð hefur hann ásamt Louis MacNcicc skrifað bók 1 sem ncfnist Lettei from Iceland. Auden er af flcstum talinn citt af fremstu núlifandi skáldum Breta og löngu heimskunnur maður. I. Það er auðveldara að þekkja góðleikann en að skil- greina hann, aðeins hið mesta skáld getur dregið upp myndir af góðu fólki. Eg myndi skilgreina góðleikann eitthvað líkt þessu: Sá hlutur eða vera er góð, sem fram- kvæmir sitt rétta starf og notar krafta sína út í æsar eins og eðli og umhverfi leyfa. Þó verðum við að hafa í huga, að ,,eðli“ og „umhverfi" eru mjög afstæð hugtök i heimi sem er sífelldum breytingum undirorpinn. Það fólk er gott og satt, sem hefur fundið köllun sína', hvers eðlis sú köllun er byggist á því þjóðfélagi, sem fólkið starfar í. Það eru um tvær tegundir af góðleika að ræða, „ósjálf- ráðan“ og „áunninn" (siðferðislegan). Lífvera er ósjálf- rátt góð, þegar hún fellur inn í umhverfi sitt. Öll heil- brigð dýr og allar jurtir eru góðar í þessum skilningi. Öll þróun til meira frelsis en umhverfið leyfir er áunnin breyting til bóta. Mér finnst leyfilegt að tala um hverja hagfellda breytingu, sem áunna, en áunninn góðlciki fellur í ósjálfráðan góðleik. Um leið og breytingin er orð- in, myndast nýtt jafnvægisástand. Hjá manninum skeður þetta strax, því að breyting til meira frelsis er ekki endurtekin af sömu kynslóðinni. Sið- gæðisþróunin getur haldið áfram stig af stigi með mönn- unum, því að það sem er áunnið „í dag“ vcrður ósjálfrátt á „morgun". Við tölum t. d. um og dáumst oft að „siðgæði" hins ómenntaða bónda i samanburði við ,,siðleysi“ borgarbú- ans. Þetta er rómantískur ruglingur. Siðgæðið sem við dáum þann fyrrnefnda fyrir er ósjálfrátt allt áunnið. Um eina tíð krafðist líf bóndans hins mesta af manninum. Þar átti hin frjálsa athöfn sér mest svigrúm. Nú er þetta hætt að vera svo. Borgarbúinn hefur farið út fyrir það ósjálfráða, hans er að velja og hafna, honum bjóðast tækifærin til þcss að nota kraft sinn. Hann velur oft skakkt og afleiðingin er siðleysi. Við höfurn rétt til að lasta hann fyrir þctta,, en að óska þess að við hverfum aftur aö lífi bóndans, er að neita möguleikanum um áunnar framfarir. Bcrnskudýrk- un er önnur tegund rómantiskrar bölsýni. 2. Á svipaðan hátt og til er ósjálfráður og áunninn góð- leiki þá er til ósjálfráð og áunnin vonzka. Ákveðin og óhjákvæmileg takmörk frjálsræðisins í vali og athöfn, svo sem nauðsyn þess að fyrirkoma lífi til þess að fá fæðu og geta lifað, vcðurfar og slys er allt saman ósjálfráð vonzka. Gefi hins \ egar matsali, í gróða.- skyni eða af leti, matþegum sínum ófullnægjandi sk,ammt af vitamíni í fæðunni, þó að hann viti að vitamínin scu manninum nauðsynleg þá er það áunnin vonzka. Alveg á sama hátt og áunninn (siðferðislegur) góðleiki verður ósjálfráður, verður ósjálfráð vonzka áunnin (sið- ferðileg) um leið og við vitum betur. 3. Saga lífsins á jörðinni er sagc.n um leiðir, scm lifið hefur valið sér, og frelsið, sem það hefur öðlazt innan umhverfis síns. Lífvera verður annað tveggja að hasla sér völl innan sérstaks umhverfis, svo sem kaktusinn lifir í eyðimörkinni vegna hins safamilda stönguls síns — eða þroska þau meðul sem hún hefur yfir að ráða, þar til hún sigrar og yfirstígur umhverfi sitt. T. d. með skipu- lagningu samgangna. I dýra- og jurtaríkinu hefur þessi framför átt sér stað vegna lítilla breytinga á umhverfinu eða með hreinu náttúruvali. Maðurinn einn hefur vegna vitundarlífs síns reynzt fær um að þróast áfram eftir að lífeðlislegri þró- un hans var lokið. Með því að rcnnsaka lögmál efnis- heimsins, hefur hann náð vissum tökum á honum, og að svo miklu leyti, sem hann er fær um að skilja sitt eigið eðli — og þess félagsskapar, sem hann lifir i, — þá nálgast hann það ástand, að vilji hans vcrði allsráðandi. Eins og gömul kennisetning orðar það: „Frelsi er fólgið í vitneskjunni um annmarkana". 4. Aðal mannsins sem dýrs er hið sveigjanlega og margþætta eðli hans. Öll önnur dýr komast fyrr á legg og hverfa fyrr. Með öðrum orðum, arfgengið er veikast hjá manninum. Hann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.