Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 23
Jólin 1946 ÞJÖÐVILJINN 21 Gmtnimifjur Seheving: DYRLIH I. Það var einu sinni ungur maður af góðri fjölskyldu kominn. Menn sögðu að hann væri mjög gáfaður, og miklu meira en það — hann væri í rauninni eldskarpur, skar- aði fram úr á öllum sViðum vitsmunanna. Eins og stund- um er sagt um sterka menn, að þeir geti varla gengið fyrir kröftum, eins var hægt að segjá um þennan unga mann að hann gæti ekkert gert fyrir gáfum. Þær voru svo miklar að þær voru beinlínis fyrir honum. Hann var settur í skóla, en námið gekk ekki að sama skapi vel sem gáfurnar voru miklar, og svo fór liann úr skólanum án þess að ná þar nokkrum verulegum árangri. En fjölskylda hins unga manns hafði engar áhyggjur út af framtíð hans, allir vissu að hann var sjálfkjörinn með- al hinna útvöldu barna hamingjunnar. Hann var heima hjá foreldrum sínum, hélt áfram að vera gáfaður, safnaði í kringum sig vinum, ók í bíl og drakk súkkulaði. Svo var það einn góðan veðurdag, að hann tilkynnti fjölskyldu sinni að hann væri orðinn rithöfundur. Reynd- ar hafði hann ekkert skrifað, en hann vissi það eins og reyndar allir aðrir sem þekktu . hann, að slíkt mundi ganga betur en í nokkurri sögu. Hann var í rauninni fædd- ur rithöfundur og stórskáld. Drengurinn hélt áfram að aka í bíl, hann rökræddi við gáfaða menn og stundum fór hann á dansleik. Tíminn leið. Fjölskyldan vonaðist eftir sögu, ritgerð, kvæði eða einhverju slíku, en það kom ekki, og svo þegar faðirinn spurði son sinn eitt sinn, hvers vegna ekkert kæmi frá hans hendi, þá var svarið mjög einfalt: Hér var ekkert að skrifa um, landið var svo lítið, fólkið of fátt. Þau efni sem hér kynnu að finnast voru of smávægileg fyrir stóran anda. Nú var haldinn fjölskyldufundur, því eitthvað varð að gera í þessu vandamáli. Svo var það samþykkt með öllum atkvæðum, að sonurinn skyldi fara utan. Það voru lagðir fram ríflegir peningar, eins og vera ber, þegar um stórt andlegt kapítal er að ræða. Og svo fór hinn fluggáfaði Ágúst Albert Júlíuss utan, og liann var — alveg hinn sami, hvort hann var lieima eða erlendis. II. Á morgnana vaknaði hann og drakk súkkulaði m sérstakri tegund af nýbökuðum kruðum og rúnnstykkj- um, ásamt ósöltuðu smjöri. Það sem við köllum „að fara á fætur“ var fyrir honum nokkurs konar dagleg helgi- athöfn ,þar sem hvert einstakt atriði er framkvæmt með vísindalegri samvizkusemi og nákvæmni. Bað með ilm- vötnum, raksturinn var fullkomnari en áður hafði þekkzt í mannkynssögunni, hárburstun og greiðsla var list á æðsta stigi, fötin voru sem þau hefðu verið sérstaklega gerð fyrir hvern einstakan dag, hatturinn var svo fal- legur að vart var hægt að lýsa honum, skórnir höfðu fín- an mattan gljáa. Það tók hann langan tíma að klæða sig, ef maður mátti nota svo gróft orð. Um hádegisbilið vav athöfninni lokið, silkislóbrokkurinn var hengdur upp, það var farið í jakkann, hatturinn settur á sinn stað, hanskar og göngustafur, sem var svo dýrmætur að hann hefði getað verið vafinn saman úr peningaseðlum. Hann gekk í bezta gildaskála borgarinnar. Þar las hann blöð, borðaði miðdegisverð, las aftur blöð, og reykti vind- il. Það komu menn sem hann þekkti, því hann átti alls staðar vini og aðdáendur. Hann rökræddi, talaði um póli- tík, bókmenntir, listir og margt annað. Svo buðu vinirnir upp á te, og það var talað um myndlist. Málararnir Arn- old Böklin og Carl Block voru uppáhalds listamenn rit- höfundarins, en vinir hans hlógu að honum og þá hætti hann að tala um Böklin og Block. Þá var minnzt á Napó- leon og Chevalie, báðir höfðu sína aðdáendur. Svo var talað um nýjan máta að stjórna heiminum upp á, og síðan um margt margt annað. Það var rökrætt af eldmóði. Andríkið og gáfurnar stóðu eins og gneistaflug í gegnum tóbaksreykinn. Það kom glas af góðu víni, svo annað glas, andríkið og gáfurnar komust á það stig að venjulega menn gat ekki dreymt um slíkt. Það var pantaður kaldur mat- ur, ískalt ölsnaps. Þá slcttist úr mestu ójöfnum andríkis- ins, það varð alþýðlegra, áferðarfallegra. Það léttist og varð að hvítum smáskýjum á hinum dimmbláa og heið- ríka sálarhimni þessara djúpvitru og alskynja.ndi manna. Síðan var dan3að, það komu fínar frúr og yndislegar meyjar. Hinn ungi maður var fullkominn meistari í að tala — að segja eitthvað sem vakti gleði og hlátur. Stúlk- urnar voru ánægðar, og gömlu frúrnar alveg í sjöunda himni. Það var dansað og drukkið kampavín, kvöldið leið ðog nóttin kom. Það var farið í bíl á annað veitingahús, l i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.