Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 29
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 27 Honum fannst hann vera tala við einn skuldunautinn heima á kontórnum sínum. :r;;7 & ástarinnar. Það er talað og skrifað mikið um yður heima, og einn af andans skörungum þjóðarinnar, Sigurpáll þing- maður, sagði: „Þegar maður les kvæði þessa manns, þá finnur maður hve heimskulegt það er að gera lista- og skáldastyrki að fátækraframfærslu. Listastyrki á aðeins að veita sem viðurkenningu til þeirra manna, sem hafa gefið þjóðinni ódauðleg listaverk, en ekki þeirra, sem eru að drepast úr fátækt og ræfilshætti. Jón Jónsson er stór- skáld — hann á að fá sín skáldalaun, ekki sem styrk — því hann þarf hans ekki með — heldur sem viðurkenn- ingu". Þetta sagði Sigurpáll og er það ekki rétt? Mér finnst það rétt. Þeir andlegu jö.tunkraftar sem búa í yður hafa þegar fengið viðurkenningu — og hvað gerir til þó éinhverjir séu á móti yður :— þar er einmitt styrkur — fyrir hinn mikla og stórfellda anda“. Það snarsnérist allt fyrir augum konsúlsins, honum lá við yfirliði, en að síðustu fékk hann krafta sína að nýju. Hann tók Ágúst Albert Júlíuss upp af stólnum, vafði hon- um saman og kyssti hann. Konsúllinn var hátíðlegur, drenglyndi, var það ekki það æðsta sem maðurinn þekkir. Aldrei hafði Jón Jónsson kynnzt manni, er var slíkur — hann dáðist að vini sínum og tilbað hann. Svöna menn bar manni að styrkja, og það borgaði sig, maður lifandi, Ágúst Albert Júlíuss var sá bezti banki sem til var. Það var með söknuði og kveðjutárum að konsúllinn kvaddi, þegar skilnaðarstundin kom. IX. Auðvitað fór ekki hjá því að ýmislegt af því, er Ágúst Albert Júlíuss lék, færi ekki fram hjá mönnum, án þess 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.