Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 34
32
ÞJÓÐVILJINN
Jólin 1946
Fimuur Kristinsson:
Civicóperan í
Cliicago. Eitt
stærsta og
fullkomnasta
jperuhús vcr-
aldarinnar.
Klukkan um það bil 4 að morgni laugardaginn 29. apríl
1944 stóð ég ásamt þrem kunningjum mínum á brautar-
stöðinni í Iowa-City og beið eftir hraðlestinni, sem átti
að flytja okkur inn til Chicago. Markmiöið með þessari
ferð okkar var fyrst og fremst að fara í Civic óperuna í
Chicago og hlusta þar á söng ópcrusöngvara frá Metro-
politan cperunni í New York. Af fjárhagsástæðum var
Civic óperan ekki starfrækt þcnnan vetur, en þessa viku
höfðu söngvarar frá Metropolitan óperunni sungið þar
sem gestir, og ætluðum við að hlusta á tvær síðustu óper-
urnar sem þeir sungu, cn það voru La Boheme eftir
Puccini, sem sungin var kl. 1,30 e. h. og Rigoletto eftir
Verdi, sem sungin var um kvöidið kl. 8.
Lestin rann inn á stöóina í Iowa-City stundvíslega kl.
4, stöðvaóist aðeins örfáar minútur og hélt síðan áfram
ferð sinni til hinnár frægu borgar við Michiganvatn.
Klukkan um 8 rann lestin inn á La Sall brautarstöoina í
Chicago, og við flýttum okkur á gistihúsið, þar scm við
ætluðum að gista, fengum okkur morgunverð og fórum
svo út að skoða bæinn og kaupa ýmislegt, sem okkur
vanhagaði um. Er við höfðum snætt hádegisverð héldum
við af stað í óperuna, þvi ekki vildum við koma of seint.
Kunningjar minir höfðu allir komið í óperuna áður, en
ég ekki, svo ég var óneitanlega dálítiðforvitinn, bæði að
i fyr
sjá þcssa miklu byggingu og svo að sjá óperu í fyrsta
sinn.
Óperan í Chicago er rekin á nokkuf) svipuðum grund-
velli og Tónlistarfélagið hér í Reykjavík. Einstaklingar,
sem eru áhúgasamir um sönglist hafr, myndað með sér
félag og annast það allan rekstur óperunnar með frjáls-
um peningaframlögum. Eins og nærri má geta er oft
þröngt i búi hjá þeim, því það er eklci svo lítill kostnaður,
sem slík starfsemi hefur í för mcð sér. Á þcnnan sama
hátt er hin fræga Metropolítan ópera í Ncw York rekin.
Félagsskapur þessi var stofnaður árið 1910. Árið 1915
var hann endurskipulagður og síðan aftur árið 1921 og
á þeim grundvclli er hann rekinn nú.
Óperuhúsið stendur í miðhluta borgarinnar, stórt og
fagurt hús, á að gizka 20 hæðir. Áhorfendasalurinn er
7 hæðir (6 svalir), og þegar maður er kominn upp á
cfstu svalirnar lítur leiksviðið út eins og leiksvið í brúðu-
lcikhúsi. Það þurfa því að vera kraftmiklir söngvarar,
scm eiga að heyrast um allan þennan mikla geim.
Á eftirmiðdagasýningunni áttum við sæti uppi á fimmtu
svölum. Við vorum rét.t búin cð hagræða okkur í sætun-
um, þegar hljóm.'v.utii byrja'i ið spila t^rleikinn að La
Lawrence
Tibbett
sem
Rigoletto í
samnefndri
óperu eftir
Verdi.