Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Page 32
32*^ %róttir unglinga LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 UV Körfubolti - unglingaflokkur karla: Fylkisstrákarnir skoruðu grimmt á lokamínútunum - og lögðu ÍR-inga, 75-83 - Hrafnkell skoraði 29 stig fyrir Fylki Fylkir vann ÍR, óvænt, 75-83, á ís- landsmótinu í körfubolta unglinga- ílokks karla. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu í Seljaskóla. ÍR-ingar byrjuðu mun betur og allt útlit fyrir stórsigur þeirra. Fyrir leikhlé náðu Fylkismenn þó aö minnkað muninn í 44-38. Umsjón Halldór Halldórsson Tveir efnilegir körfuboltaleikmenn, til vinstri er Hrafnkell Helgason, Fylki, sem skoraði 29 stig, og til hægri er Jassin Dowrch, ÍR, sem gerði 22 stig. Nýtt lið í síðari hálfleik Það var eins og nýtt Fylkislið mætti til leiks í síðari hálfleik og voru ÍR- strákarnir svolítið slegnir út af lag- inu af baráttuglöðu Fylkisliði. Loka- spretturinn var sélega sterkur hjá Arbæjarliðinu sem juku jafnt og þétt á forystuna og þegar dómararnir flautuðu til leiksloka var staðan 75-83 fyrir Fylki. Óneitanlega svolít- ið óvænt úrslit því fyrirfram voru ÍR-strákarnir sigurstranglegri. Hjá Fylki átti Hrafnkell Helgason sannkallaðan stórleik, skoraði 29 stig og hirti óteljandi fráköst. Ljóst er aö mikið efni er hér á feröinni. Einnig voru þeir Ragnar Júlíusson og Víðir Reynisson sterkir. Stighæstir hjá Fylki urðu þessir: Hrafnkell Helgason 29, Ragnar Júl- íusson 20 og Sigurgeir Sigurpálsson 18 stig. Þjálfari Fylkis er Olafur Ein- ar Júlíusson. Hjá ÍR voru bestir þeir Jassin Dowrch, Jón B. Guðmundsson, Gísli Þ. Snæbjörnsson og Steinar Arason. Stigahæstir hjá IR: Jassin Dowrch 22, Jón B. Guðmundsson 15, Gísli Þ. Snæbjörnsson 8 stig. Þjálfari ÍR-liðs- ins er körfuboltastjarnan Herbert Arnarson. Hann átti góðan leik með IR hann Jassin Dowrch (8). Hér snýr hann sig út ur vandræðum og skundar í átt að körfu Fylkis. DV-myndir Hson Ágætir dómarar voru þeir Árni Sigurlaugsson og Rúnar Gíslason. Ánægður með sigurinn Hrafnkell Helgason, Fylki, var mjög sáttur með lokatölur leiksins: „Ég hef átt við meiðsli að stríða undanfariö og er þetta fyrsti leikur minn síðustu þrjár vikur. Þetta er annar sigur okkar í íslandsmótinu, við unnum drengjalandsliðið um daginn," sagði Hrafnkell en hann spilar einnig knattspyrnu með Fylki. Áttum að sigra Jassin Dowrch, ÍR, var að vonum ósáttur með gang mála: „Við vissum að Fylkisstrákarnir voru líkamlega sterkarl, enda eldri - en samt áttum við að geta sigrað þá. Okkur tókst ekki að útfæra þau keríi sem við höfum verið að æfa að und- anförnu og þoldum mjög illa gæslu- vörnina hjá þeim,“ sagði Jassin. Hann hirti mörg fráköstin hann Hrafnkell Helgason, Fylki. Hér verst hann ásókn ÍR-ingsins Markúsar. Körf uboltaáhugi er mikill hjá Fylki Fylkisstrákamir stóöu sig með um aö æfa körfu fyrir þremur miklum ágætum í 2. umferð í B- árum og ætlum að halda áfram af riðli 8. flokks á dögunum: fullum krafti og veröa góðirsögðu „Það er mjög mikill körfúboltaá- Fylkisstrákamir, Magnús G. Sig- hugi í Fylki og þátttakendum fer urðsson, Arnar Jörgensen og Helgi Þrír efnilegir körfuboltastrákar úr 8. flokki Fylkis. Frá vinstrí: Magnús G. Sigurðsson, Arnar Jörgensen og Helgi Bjarnason. DV-mynd Hson Dagurinnsem heimurinn leikur knattspyrnu í tilefni af 50 ára afmæli Sam- einuðu þjóðanna hefur FIFA <A1- þjóða knattspymusambandið) ákveðið að efna til knattspymu- leikja í dag, laugardaginn 9. des., í sem flestum þjóðlöndum. Nú þegar er ljóst að 107 þjóðir munu taka þátt i verkefninu með sértökum leik eða leikjum. Knatt- spyrnusamband íslands gengst fyrir innanhússmóti í Laugar- dalshöll af þessu tilefni. Keppt verður í eftirtöldum flokkum og munu Qögur lið keppa í hverjum þeirra. Karlaflokkar: Spilað verður í öllum flokkum frá 6. flokki og upp í meistaraflokk. - í kvennaflokk- um verður spilað frá 5. flokki í öllum flokkum upp í meistara- flokk. Leikið verður á laugardaginn stanslaust frá klukkan 9.00-19.36 og verður spilað eftur útsláttar- formi. Em þvi úrshtaleikir í gangi meira og minna allan daginn. Borötennis: Grunnskólamótið íTBR-húsinu Hið árlega gmnnskólamót íþrótta- og tómstundaráðs í borð- tennis fer fram í TBR-húsinu 1. desember 1995. Keppt var í fjór- um flokkum, 13-15 ára stúlkur og drengir og 10-12 ára piltar og stúlkur. Um 20 skólar í Reykjavík tóku þátt í mótinu sem var mjög fjölmennt. Úrslit urðu eftirfarandi, Drengir -13-15 ára: 1. sæti..........Hagaskóli (A) 2. sæti.....Árbæjarskóli (A) 4. sæti ....Árbæjarskóli (B) Stúlkur - 13-15 ára: 1. sæti Fellaskóli 2. sæti ...Hvassaleitisskóli 4. sæti DæjarsKoii ííí; ...Árbæjarskóli(A) Piltar- 10-12 ára: l.sæti Ártúnsskóli (A) 2. sæti U ólabrekkuskóli (A) 3.sæti Fellaskóli (A) 4. sæti, Ártúnsskóli (B) Stúlkur -10-12ára: 1. sæti Hlíðaskóli 2. sæti Ártúnsskóli 3. sæti Grandaskóli 4. sæti ...Æfingaskóh KHÍ Karfa - Drengjaflokkur: Grindavík með sterktliðí l.deildinni Grindavík sigraði í öllum leikj- um sínum í 2. umferð 1. deildar í drengjaflokki. Úrslit leikja urðu Haukar-KR................45-50 Valur-Keflavík...........59-54 Tindastóll-Grindavík.....54-84 Haukar-Valur.............46-58 KR-Tindastóll.............72-60 Keflavík-Grindavík........59-87 Tindastóll-Haukar.........63-66 Keflavík-KR..............71-62 Grindavík-Valur..........71-59 Haukar-Keflavík..........68-53 KR-Grindavík..............47-83 Valur-Tindastóll..........55-60 Grindavík-Haukar..........69^8 Valur-KR..................52-66 Keflavík-Tindastóll.......81-67 Lokastaðan: Grindavík....5 5 0 394-267 10 KR...........5 3 2 297-311 6 Valur........5 2 3 283-297 4 Haukar.......5 2 3 273-294 4 Keflavík.....5 2 3 318-343 4 Tindastóll...5 1 4 304-358 2 UMFH gengurvel í minnibolta í körfu 2. deildar, RE-riðli 2. umferðar gekk UMFH vel því strákarnir unnu alla sína leiki. Úrslit urðu þessi. Víöir-Grindavík(B).......42-34 Grindavík(B)-UMFH........46-56 UMFH-Víðir...............48-26 Lokastaðan: UMFH.........2 2 0 104-72 4 Víðir........2 1 1 88-82 2 Grindavik(B).. 2 0 2 80-118 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.