Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 46
50 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 Þau lesa undir próf í Þjóðarbókhlöðunni Ekki eru allir á kafi í smáköku- bakstri eöa jólagjafainnkaupum þó að óðum styttist til jóla. Nú er sá tími sem jólaprófin standa yfir í mörgum skólum. Sumir taka fá próf og eru jafnvel búnir um þetta íeyti en margir verða alla næstu viku einnig. Flestir læra trúlega heima hjá sér en í Þjóðarbókhlöð- unni er fullt út úr dyrum þessa dagana. Námsmenn flykkjast þang- að til að lesa. Það er forvitnilegt að vita hvers vegna nemendur kjósa að læra þar. Heigarblað DV hitti nokkra hressa framhaldsskóla- nema að máli í Þjóðarbókhlöðunni í vikunni. Allir voru þeir í próflestri en gáfu sér þó tíma fyrir stutt spjall. Vonandi koma tafirnar ekki niður á árangrinum. -ÞK Meira nammi en venjulega I anddyrinu í Þjóöarbókhlöðunni sat Selma Hafliðadóttir, nemi á þriðja ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og hvíldi sig. Hún tók því vel að vera trufluð dálitla stund. „Þetta er fyrsti dagurinn minn hérna í Þjóðarbókhlöðunni. Ég kom klukkan níu og ætla að vera til klukkan fimm. Þetta er önnur pásan sem ég tek mér í dag. Mér líst bara vel á að vera hérna,“ sagði hún klukkan hálffjögur síðdegis þegar tíðindamenn Helgarblaðsins voru á ferðinni. „Þegar ég er heima fer ég alltaf að gera eitthvað annað en að læra, tala í símann, hlusta á tónlist eða bara taka til í herberginu mínu,“ sagði Selma þegar hún var spurð hvers vegna hún kysi að læra í Þjóðarbók- hlöðunni frekar en heima hjá sér. Selma sagði að frekar margir væru úr hennar skóla í Þjóðarbókhlöð- unni að læra. - Ertu stressuð fyrir prófin? „Nei, ég er ekkert stressuð, þetta er ekkert svo erfitt enda fer ég bara í fiögur próf.“ Hún sagðist vera að læra fyrir þýsku og stærðfræði og það væri nóg að læra. - Borðarðu eitthvað sérstakt með- an þú ert i prófum? „Það er þá helst að mig langi meira í nammi en á öðrum tímum og ég læt það bara eftir mér,“ sagði Selma og brosti. -ÞK Selma Hafliðadóttir, nemi á þriðja ári í MH, sagðist ekkert vera stressuð fyr- ir prófin. DV-mynd BG Frá níu á morgnana til tíu á kvöldin Kristján Örn Kjartansson, nemi í 6. bekk í MR, náttúrufræðideild, var spurður hvers vegna hann kysi að læra í Þjóðarbókhlöðunni fyrir prófin fremur en heima hjá sér. „Mér finnst þægilegt að læra hérna, maður verður ekki fyrir neinum trufl- unum og heldur sig betur að náminu. Ég kom líka hingað í fyrra. Ég kem klukkan níu á morgnana og er tii tíu á kvöldin, það er svo mikið að læra. Mað- ur þarf líka að koma klukkan níu til aö fá sæti. Prófin eru frá níu til hálfellefu þá daga sem þau eru. Það er einn galli við þetta hérna, það er bara opið til klukkan fimm á laugardögum og lokað á sunnudögum. Við þurfum að læra þá daga eins og aðra daga þegar við erum í prófum." - Hvaða námsgreinar finnst þér erfiðastar? „Það er ekki gott að segja, náttúrufræðin er erf- ið og stærðfræðin en hún er ekki verst. Það er mismikið námsefni eftir greinum, t.d. er mjög mikið að lesa í íslensku, sögu og náttúrufræði." - Hvernig finnst þér þessi tími sem prófin standa yfir? „Mér finnst þetta góður tími, ég er náttúrlega stressaður eins og allir en það er ekkert verra. Ég fer í göngu- ferðir annað slagið. Þetta er samt mjög erfitt og maður verður auðvit- að þreyttur." - Ertu með einhverja sérvisku eða fastar venjur í prófum? „Ég er alltaf með sama hálsmenið," sagði hann „ég hef það bara undir peys- unni." - Nú ert þú i sjötta bekk, ertu búinn að ákveða hvað tekur við? „Já, ég ætla í arkitektúr í Danmörku," sagði Kristján Örn og þar með var pásan búin. -ÞK Kristján Orn Kjartansson með hálsmenið góða sem hann hefur í prófunum. DV-mynd BG Ekki hægt að fá tíu í félagsfræði Ámundi Óskar Johansen sagð ist vera á fyrstu önn í Menntaskólanum við Hamrahlíð. - Kemur þú oft hingað að læra? „Ég kom hingað fyrst þegar ég var í samræmdu prófunum og finnst þægilegt að læra hérna, núna kem ég á hverjum degi,“ sagði hann og fannst ekkert mál að gefa sér tíma fyrir örstutt spjall. „Ég fer í sjö próf og fyrsta prófið er í félags- fræði. Hún er erfið, það er ekki hægt að fá tíu í henni. Það eru að mikið að læra að það veitir ekki af.“ Kvíðirðu fyrir prófun- um? „Nei, ekki mikið, ég kvíði svolítið fyrir fé- lagsfræðinni, hún er fyrst.“ Ámundi Óskar sagði að bestu íogin sín væru danska og enska en það var ekki að sjá á honum að hann tæki þetta nærri sér. Hann sagðist ' eyndar stefna að góðum árangri og það sást á honum að það gengi - eftir. I ”Ég K reyni m að II fara á Ámundi Óskar Johansen sagðist kvíða svolítið fyrir félagsfræðinni. DV-mynd BG minnsta kosti 160 blaðsíður sem þarf að lesa og svo glósurnar. Það geta verið fiórar blaðsíður af glósum úr einum tíma.“ - Ertu lengi í einu hérna að læra? „Svona tólf tíma á dag, það er svo sund annað slagið,“ sagði hann þegar hann var spurður hvort hann gerði eitt- hvað sérstakt fyrir sjálfan sig meðan hann væri í prófunum. -ÞK Eg kem hingað daglega „Ég kem hingað daglega meðan ég er í próf- unum. Það er mjög gott að læra hérna, góð að- staða, maður verður heldur ekki fyrir truflun- um. Það er vinsælt hjá krökkum í prófum að fara að taka til i herberginu sínu til dæmis," sagði Sigríður Pétursdóttir, nemi á fyrsta ári í Menntaskólanum i Kópavogi, sem tók því ljúf- mannlega að vera trufluð. „Prófin byrjuðu síð- asta mánudag og eru búin mánudaginn 11. des- ember.“ - Er ekkert erfitt að fá sæti hérna? „Ég fékk ekki sæti áðan, það eru svo margir hérna. Ef maður hefur sæti þarf maður að fá miða ef maður skreppur frá, annars missir maður sætið." Þggar Sigríður var spurð hvernig henni liði í prófunum sagðist hún vera frekar stressuð. „Ég fer í göngutúra annað slagið og ætli ég læri ekki svona 3-4 tíma á dag. - Vantar þig ekkert að heiman þegar þú ert að læra hérna? „Jú, núna vantar mig til dæmis enska orða- bók. Ég er einmitt að fara að athuga hvort mamma getur komið með hana, hún ætlaði að koma hingað á eftir. - Eru margir úr þínum skóla hérna? „Ég hef séð einn en þeir eru örugglega fleiri.“ -ÞK .4; V Lv siííittiW Sigríður Pétursdóttir sagði að sig vantaði enska orðabók að heiman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.