Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 erlent fréttaljós 51 Rússneskir þingmenn fá ekki fína einkunn í iok fyrsta kjörtímabilsins: Sfðasti þingfundurinn í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, var haldinn í gær. Tveggja ára kjörtímabil er á enda og ganga Rússar til kosninga sunnudaginn 17. desember. Það þykir vægt til orða tekið þegar sagt er að þing- haldið og líf þingmanna hafi ein- kennst af sérkennilegum uppákom- um. í þinginu hafa menn rifist heift- arlega, slegist og mundað byssur. Næturlöng partí og slagsmál hafa séð rússneskum dagblöðum fyrir efni. Fjórir* þingmenn hafa verið myrtir á kjörtímabilinu og sprengja sprakk á skrifstofu eins þeirra í vik- unni. Þegar uppákomur þessar eru hafðar í huga er ekki að furða þó Rússar hafi ekki mikið álit á þing- mönnum sínum. Sjónvarpsfrétta- kona, sem fjallaði um þingstörfin síðastliðin tvö ár, sagði að erfitt væri að finna Rússa sem væri ánægður með sína fulltrúa á þingi. Sagði hún að kannski kæmi sá dag- ur að kjósendur gætu dáð og virt þingmenn en ýmislegt þyrfti að breytast til að svo yrði. En meðan síður dagblaðanna eru fullar frá- sagna af villtum partíum og slags- málum þingmanna þykir vonin lítil. Rifist en ekki sett lög Kannski er til of mikils ætlast af hinu unga lýðræðisríki sem Rúss- land er. Boris Jeltsín forseti beitti skriðdrekum til að berja niður valdaránstilraun harðlínumanna úr röðum kommúnista í október 1993. í desember sama ár var efnt til kosn- inga og þingið varð til. Umbóta- flokkurinn Valkostur Rússa fékk flest hinna 450 þingsæta sem voru til skiptanna. Fjöldi þjóðemsissina og kommúnista náði einnig kjöri. Þeir hafa síðan gert Jeltsín og ríkis- stjórn hans lífið leitt. Lögmenn hafa margir kvartað yfir því að í stað þess að setja lög hafi þingmenn eytt tíma þingsins í að halda ræður sjálfum sér til dýrð- ar eða til að úthúða ríkisstjórn og andstæðingum sínum. Þó þingmenn hafi sumir hverjir hegðað sér skynsamlega og sam- staða hafi náðst um sum málefni, til að mynda fjárlögin á dögunum, þá hefur almenn hegðun þingmanna verið langt frá því til fyrirmyndar. Tók starfssystur sína hálstaki í september kom hægri maðurinn Nikolai Lysenko af stað heiftarlegu rifrildi og slagsmálum í þinginu. Hann þreif krossmerki úr siifri af hempulausum rétttrúnaðarpresti og þingmanni fjálslyndra, Gleb Yakun- in. Þjóernissinninn og samkvæmis- ljónið Vladimir Zhirinovsky var ekki lengi að blanda sér í málin. Hann þreif gleraugun af einni starfssystur sinni sem reyndi að skakka leikinn, tók hana hálstaki og hárreitti. Myndir af þessari upp- ákomu voru sýndar í sjónvarpi um heim allan og Rússar voru frá sér af skömm og hneykslun. Zhirinovsky var ekki kjaftstopp frekar en fyrri daginn og sagði sigri hrósandi: „Því meira hneyksli, því fleiri atkvæði". Forseti þingsins, Ivan Rybkin, neyddist til að gefa þingmönnum ákúrur í síðasta mánuði þar sem þeir komu vopnaðir til vinnu. Hann sagði engan vera hrifinn af slíkum tilburðum. En þingmönnunum er kannski vorkunn enda hafa fjórir þingmenn verið myrtir frá því í des- ember 1993. Glæpaflokkar eru taldir bera ábyrgð á morðunum enda fyr- irferðarmiklir í rússnesku þjóðlífi. Margir þingmanna hafa valið að Þjóðernissinninn Vladimir Zhírinovskí, leiðtogi frjálslyndra demókrata, faðmar hér tvo flokksfélaga sína á þingfundi í gær, síðasta fundi fyrir kosn- ingar. Eftir margar makalausar uppákomur í rússneska þinginu þykir. ekki furða þó Rússar hafi ekki mikið áiit á þingmönnum sínum. Zhírinovksf hefur látið að sér kveða í þessum uppákomum. Símamyndir Reuter koma vopnaðir til vinnu en skilja vopnin þó eftir við innganginn í þingsalinn. Sprengingin á þing- mannsskrifstofu Lysenkos í vikunni var síðan ekki til að sefa ótta þing- manna um öryggi sitt. KOSNINGAR 17/12 Flokkarnir verða að fá 5 prósent fylgi til að vinna sæti í neðri deild rússneska þingsins, Dúmunni, 17. desember. Alls bjóða 43 flokkar fram í kosningunum. FLOKKAR SEM NÁÐU KJÖRi 1993 <?AP* V«#ro* *** poc Kvenna- Kommúnista- Valkostur Frjálslyndir flokkurinn flokkurinn Rússlands* demókratar 8,2% 11,9% 15,7% 23,2% KOMMÚNiSTAFLOKKURINN: Til vinstri. Mælir fyrir efnahagsumbótum og endurreisn Sovétríkjanna. Nýtur fortíðarþrár og leiðir i skoðanakönnunum. Leiðlogi: Gennady Zyuganov Horfur: Ætti að bæta við núverandi fylgi, 45 þingsæti, en fær varla hreinan meirihluta. BÆNDAFLOKKURINN: Á vinstrivængnum, mikið dreifbýlisfylgi. Er á móti einkavæðingu í landbúnaði og vill 3-5 ára efnahagsáætlanir. Leiðtogi: Mikhail Lapshin Horfur: Ætti að ná þingsætum. KVENNAFLOKKURINN: Flokkur vinstri sinnaðra kvenna, flestra fyrrum kommúnista. Stefnir að auknum áhrifum kvenna. Vill sameina efnahagsumbætur og áætlunarbúskap. Leiðtogi: Alevtina Fedulova Horfur: Nær inn á þing. RÚSSNESKA FÖÐURLANDIÐ: Hægri/miðjuhreyfing sem Jeltsín forseti styður. Margir ráðherrar og oddvitar landssvæða á framboðslistum auk iðnjöfra. Styður markaðsumbætur ríkisstjórnarinnar. Leiðtogi: Viktor Chernomyrdin forsætisráðherra. Horfur: Fær þingmenn kjörna en fagnar varla kosningasigri YABLOKO: Frjálslyndur flokkur. Lofar meiri umbótum og styður einkavæðingu. Hefur gagnrýnt mjög hernaðarumsvif ITsjetseníu. Leiðtogi: Grigory Yavlinsky Horfur: Fær mest fylgi Irjálslyndra flokka. „rpp RÚSSNESKIHÉRAÐA- FLOKKURINN (KRO) Þjóðernissinnar sem vilja sterkari heh aðstoð við innlend fyrirtæki og cku\ 06«'- miðstýrða verðmyndun. Leiðtogi: Yuri Skokov Horfur: Gæti fengið mikið fylgi. FRJÁLSLYNDIR DEMOKRATAR: (LDPR) Þjóðernisöfgaflokkur. Vill stöðva sundrun ríkis og elnahags. Leiðtogi: Vladimir Zhirinovsky Horfur: Fær ekki eins mikið fylgi og í síðustu kosningum. ‘Ekki er búist við að PRES og V alkostur Rússlands táimeiraentimmprósenttylgi. REUTER o JtóJlOKO Þingfundurinn í gær og formleg þingslit 22. desember verða síðustu fundir margra þingmanna. Meöan þeir undirbúa starfslok sín berjast aðrir um að komast á þing. Þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Alls bjóða 43 flokkar fram til þings en fimm prósent fylgi þarf til að fá mann kjörinn. Búist er við að kommúnistar og þjóðernissinar komi sterkir út úr kosningunum og muni verða ráðandi afl á næsta kjörtímabili. En þó ný andlit komist á þing sjá fáir ástæðu til að fagna sérstaklega og eða vonast eftir sið- bót. Margir þingmenn óttast að menn með tengsl við glæpaflokka nái kjöri. Þá hryllir ófáa við þeim upplýsingum aðalkjörnefndar Rúss- lands að um 80 prósent frambjóð- enda til þings eigi vafasama fortið, séu skráðir fyrir lögbrot af einu eða öðru tagi. „Þetta kastar rýrð á þingið og allt stjórnkerfi landsins og veldur glundroða í stað stöðugleika," segir formaður kristilegra demókrata. Kosningabarátta í sjónvarpi En það þarf meira en tengsl við undirheimana til að komast á þing. I Rússlandi beita frambjóðendur sér í auknum mæli í fjölmiðlum. Treysta þeir sérstaklega á áhrifa- mátt sjónvarpsins til að koma skila- boðum sínum áleiðis til kjósenda. Kosningabarátta að amerískum hætti er nýjung fyrir flesta rúss- neska kjósendur sem þekktu ekki annað en eins flokks kerfi fyrir fimm árum. Ekkert er til sparað í auglýsinga- herferðum þar sem flokkarnir reyna að ná til 105 milljóna kjós- enda um allt Rússland sem aftur velja milli 43 framboðslista. Barátt- an er mjög dýr, kostar hundruð milljóna króna. Slagorð eins og stöðugleiki, rétt- læti og regla koma oft fyrir í auglýs- ingum flokkanna og margir leggja ríka áherslu á baráttuna gegn glæp- um. Sumir flokkanna höfða mjög til þess að fólk þrái hið liðna, hina ör- uggu daga Sovét-tímabilsins. Ólíkur boðskapur Til að undirstrika þörf fyrir breytingar birtir einn flokkur aug- lýsingu þar sem umkomulaust barn sést ráfa framan við sundurpsrengd- ar íbúðablokkir. í annarri auglýs- ingu eru maður og kona uppi í rúmi og í þeirri þriðju er spilltur kerfis- karl gripinn með lúkurnar í pen- ingakassa. Kvennaflokkurinn, sem höfðar sérstaklega til kvenna yfir fertugt, horfir til fortíðar. Hefur hann fengið myndir úr safni komm- únista þar sem brosandi og rjóðar konur byggja járnbrautir, plægja akra og setja púður í byssukúlur. Almennt er álitið að persónur verði ofar í hugá kjósenda en flokk- arnir og stefnur þeirra þegar kosið verður 17. desember. Þá er búist við að tilfinningaleg viðbrögð við þró- uninni síðastliðin tvö ár ráði miklu. Þjóðernissinninn, samkvæmis- ljónið og kvennamaðurinn Vladimir Zhirinovskí nýtti fjölmiðla til hins ýtrasta í kosningabaráttunni 1993 og uppskar 23 þingsæti. í þetta sinn berst boðskapur hans úr svefnher- bergi pars. Konan verst ástleitnum og áköfum manninum sem verður ekkert ágengt. Hann spyr síðan í öngum sínum: „Dusya, hvern ætlar þú að kjósa?“ Hún leggst á koddann, svífur með sælusvip inn í svefninn um leið og hún segir: „Auðvitað HANN. Hinir eru allir hræðilegir.“ Russneskir frambjóðendur reiða sig á áhrifamátt fjölmiðla i kosningabaratt- unni og láta ekkert tækifæri til að komast í sjónvarpið ónotað. Hér er leiðtogi flokksins, Yabloko, að boða stefnuskrá sína. Hann spáir kommúnistum sigri í kosningunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.