Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 56
60 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 JjV ARM0RC0AT-0RYGGISFILMAN ER LÍMDINNAN Á VENJULEGT GLER • Breytir rúðunni í öryggisgler (innbrot, fárviðri, jaröskjálftar) • Sólarhiti minnkar um 75% • Upplitun minnkar um 95% • Eldvarnarstuðull F-15 ARMORCOAT SKEMMTILEGT HF. SÍMI587-6777 BÍLDSHÖFÐA 8 Ny'r umboðsmaður l/laarud er RydenskafFi hf. st'mí S68 7510 - Fax 568 0939 Vinningshafi 8. des. 1995: Axel Þórsson Kambaseli 48 - Reykjavík VINNINGUR DAGSINS: YOKO YPR-200 FM-STEREO ÚTVARPSTÆKI með segulbandi að verðmæti 3.990 kr. frá Bónus Radíó Grensásvegi 11 Þú getur telgð þátt í jólaleik Bónus Radíó á hverjum degi til 23. des. með því að hringja í síma 904 1750 og svara þremur spurningum. Verð 39,90 mínútan. Glæsilegir vinningar eru í boði: 20 YOKO útvarpstæki með segulbandi sem eru dregin út frá mánudegi til föstudags að verðmæti 3.990 kr. 3 öflugir Affinity GSM símar sem dregnir eru út á laugardögum, að verðmæti 54.890 kr. Á Þorláksmessu verður dregið úr nöfnum allra þátttakenda um aðalvinninginn sem erfullbúin CMC margmiðlunartölva að verðmæti 202.804 kr. Jólaleikur Bónus Radíó er í síma 904 1750 Verð 39,90 mínútan J skólagarðinum í Edinborg vorið 1960. Gunnar sýnir Filippusi drottningarmanni, hertoga af Edinborg, töltgang íslenskra hesta. í miðið með hatt er Stuart Mclntosh, þá hertoginn, Gunnar og skólastýra kvennaskólans þar sem sýningin var haldin í garðinum. Ur ævisögu Gunnars Bjarnasonar hrossaræktarráðunautar - Kóngur um stund: Leiðrétting hálfrar aldar blaðafregnar Bókin Kóngur um stund eftir Örnólf Árnason segir frá ævi og starfi Gunnars Bjarnasonar, fv. hrossaræktarráðunautar ríkisins, sem var upphafsmaður að kynningu og sölu íslenska hestsins um allan heim. Sagt er frá æsku Gunnars á Húsavík, menntaskólaárunum á Ak- ureyri, búnaðarnámi á Hvanneyri og í Kaupmannahöfn og síðan störf- um hans sem ráðunautar hjá Bún- aðarfélagi íslands og „sendiherra hestsins" á erlendri grund. Það gu- staði um Gunnar því hann er ákafa- maður og fer ekki með löndum. Gunnar tók við embætti hrossa- ræktarráðunautar þegar helst leit út fyrir að vélar tækju við hlutverki hestsins. Bókin lýsir því m.a. hvernig þró- unin snerist við og hafin var stór- felld reiðhestarækt á íslandi og út- flutningur gæðinga til annarra landa. í sérstökum bókarauka er að finna val Gunnars á 40 bestu stóð- hestum tuttugustu aldarinnar ásamt upplýsingum um afkvæmi þeirra. Þessa stóðhesta kallar Gunn- ar guUklumpana í genabankanum eða burðarása íslenska gæðinga- kynsins. Hér á eftir fer bútur úr kafla sem segir frá fyrsta hrossasöluleiðangri Gunnars til útlanda. Það var árið 1946 og voru íslendingar þá að selja Norður-Evrópuþjóðum dráttarhesta Erindrekar sletta úr klaufunum í Svíþjóð Ákveðið var að ég færi til Varsjár i viðskiptaerindum, áður en ég færi til Hvanneyrar, og leitaði fyrir um frekari sölu á hrossum þangað í kjölfar hrossasölunnar sumarið áð- ur. En ferðin þangað var tafsöm. Ég fór fyrst til Stokkhólms og átti að hitta þar Helga Pétursson, fram- kvæmdastjóra hjá Sambandinu. Var ætlunin að við færum saman til Pól- lands. En Helgi hafði farið í við- skiptaerindum með fleiri íslending- um til Moskvu og tafðist hann svo lengi þar að ég fékk því til leiðar komið að Finnbogi Kjartansson, konsúll í Reykjavík, sem talaði pólsku, kæmi til Stokkhólms og færi með mér til Varsjár. Áður en Finnbogi var kallaður til beið ég í Stokkhólmi í þrjár vikur og hafði ekkert að gera nema slæp- ast. Allur innflutningur til íslands var háður leyfum og fjör í tuskun- um hjá þeim pólitísku nefndum og ráðum sem skömmtuðu viðskiptin. Kratarnir voru á tímum Stefaníu að komast á bragðið með bitlinga handa sínu fólki, eins og þeir hafa síðan verið frægir fyrir. Einn þeirra, Friðfinnur Ólafsson, vinur minn úr innflutningsnefndinni, kom til Stokkhólms meðan ég beið brottfarar til Varsjár. Friðfínnur var manna skemmti- legastur, greindur vel og hvers manns hugljúfi. Það var gott að slæpast með honum. Fleiri voru reyndar liðtækir, meðal annarra gamall kunningi minn frá Akur- eyri, kaupmannssonurinn Alli i París, öðru nafni Sigvaldi Sigvalda- son, fulltrúi í sendiráði íslands í Stokkhólmi, og kollega hans við sendiráðið, Geir Stefánsson, sem síðar varð meðal annars frægur fyr- ir að eiga afspyrnufagrar dætur sem ævinlega voru dæmdar í heiðurs- flokk á kvennaræktarsýningum um allan heim. Ábyrgir menn á ferð Eitt sinn sem oftar sátum við að sumbli í Óperukjallaranum, Alli, Friðfinnur og ég. Geir hlýtur að hafa verið eitthvað vant við látinn því að hann var ekki með að þessu sinni. Þá kom upp úr kafinu að eng- inn okkar nema Alli hafði komið til Uppsala. Ákveðið var að bæta strax úr þessu. Það var strangt með brennivín í Svíþjóð, óvíða deigan / dropa að hafa, en okkur tókst að ná í leigubílstjóra sem bæði gat ekið okkur til Uppsala og útvegað flösku af ákavíti í nesti. Svona menn voru ekki á hverju strái enda hlaut Alli vinur okkar mikið lof fyrir frammi- stöðu sína. Á bílferðinni til Uppsala hljóp galsi í okkur. Friðflnnur var eitt- hvað að stríða mér og ég honum. Allt í einu tekur hann af mér hatt- inn og hendir honum út um bíl- gluggann. Ég svaraði með því að rifa af honum annan skóinn og senda út í sænska skógarjaðarinn sem var á harðaspani framhjá aug- um okkar. Þá tekur Friðfmnur af mér gleraugun og þau fara sömu leið. Ekki þótti okkur nein hemja að leyfa Alla að hafa allt sitt í friði svo að við reyttum af honum nokkrar skrautfjaðrir og hentum út í vegar- skurði til að ekki hailaðist á með okkur félögum. Brátt vorum við all- ir þrir orðnir skólausir og höfuð- fatslausir. Ég var auk þess gler- augnalaus. Þegar líða tók á ferðina fór örlítil skynsemi að láta á sér kræla. Það leið að miðnætti og vegna þess hvernig útgangurinn var á mann- skapnum ákváðum við að fresta strandhöggi íslensku víkinganna til morguns en reyna að fá að hvíla lúin bein á litlu og yfirlætislausu hóteli í útjaðri borgarinnar. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.