Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Side 59
IjV LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995
63
Þrjár útstillingardömur í Ikea:
Störfuðu a framandi slóðum
„Það koma stundum óskir um að
fá starfsfólk til starfa tímabundið í
öðrum löndum. Ég var beðin að fara
til Dubai og starfa þar við útstilling-
ar i sex vikur í nýrri verslun sem
verið er að opna. Mér fannst það
spennandi og sló til,“ segir Bryndís
Sævarsdóttir, útstillingarmaður í
Ikea, sem er nýkomin heim frá
Dubai þar sem hún kynntist
annarri menningarveröld.
„Verslunin sem ég var að starfa í
er svipuð að stærð og þessi hér í
Holtagörðum. Hún er í raun mjög
lík henni,“ segir Bryndís. Með
henni störfuðu Norðmenn og Svíar.
í Dubai búa margir útlendingar,
þ. á m. Bretar, og hafa Ikea-vörur
verið mjög vinsælar þar. Dubaibúar
höfðu fyrir minni Ikea-verslun en
henni var lokað þegar sú stóra var
opnuð. „Það var mjög skemmtilegt
að koma til Dubai og kynnast allt
öðrum menningarheimi. Konurnar
ganga með blæjur og andrúmsloft er
allt mjög ólíkt því sem maður þekk-
ir. Hins vegar fór mestur tími minn
í vinnu þannig að ég gat ekki kynnt
mér nægilega vel hvernig lífið geng-
ur fyrir sig,“ segir Bryndís.
Hún hitti þó einn íslending, Pál,
sem starfar hjá eiganda Ikea-versl-
unarinnar en þó í öðru vöruhúsi.
Bryndís lærði gluggaútstillingar í
Danmörku og hóf störf hjá Ikea fyr-
ir fimm árum. Sjö manns starfa nú
við útstillingar í Ikea. Bryndis er
ekki sú eina sem hefur fengið tæki-
færi til að starfa fyrir Ikea á fram-
andi slóðum því Drífa Hilmarsdóttir
fór tO Hong Kong í sömu erinda-
gjörðum og Inga Árnadóttir til
Singapore.
íslendingar hafa þótt snjallir í
uppsetningum á Ikea-verslunum því
ungur íslendingur sá um þá hlið
mála í London.
Fyrsta Ikea-verslunin leit dagsins
ljós árið 1948 en hún var þá nær ein-
göngu póstverslun. Fyrsta Ikea-
verslunin var opnuð í heimabæ eig-
andans, hins sænska Ingvars Alm-
hult, í Smálöndum í Svíþjóð árið
1958 og var þá stærsta húsgagna-
verslun Evrópu. Árið 1963 var
fyrsta Ikea- verslunin opnuð utan
Svíþjóðar, í Noregi. í dag eru þær
orðnar 125 í 26 löndum og fjölgar að
meðaltali um 5 á ári. Árið 1994
komu rúmlega 116 milljón gestir í
Utstillingadömurnar í Ikea, Inga, Bryndís og Drífa.
verslanir Ikea og keyptu fyrir 334 Fyrsta Ikea-verslunin á íslandi
milljarða. var opnuð í ágúst 1985. -ELA
dúkkurnar
fyrir stráka og stelpur.
Þær eru hreint ótrúlega sætar.
3 Stœrðlr:
24cm kr. 33cm kr. 45cm kr.
580,- 980,- 2.180,-
Jólagjöfin mín fæst í Magasin.
Maenstn
Husgagnahöllinni
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 587 1410
Ronald Reagan bregður
á leik mefl bömum
Ronald Reagan, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, er orðinn 84 ára
gamall og er haldinn Alzheimer-
sjúkdómnum. Nýlega, er hann var á
göngu í Beverly Hills, hitti hann
nokkra hressa stráka í fótbolta.
Hann sýndi þá að hann er enn ung-
ur í anda og tók þátt í stuttum leik
með þeim. Drengirnir urðu mjög
upp með sér yfir að hinn aldur-
hnigni, fyrrverandi forseti skyldi
leika sér við þá og munu trúlega
seint gleyma þessu. Reagan sjálfur
skemmti sér augljóslega konung-
lega.
Þegar leikurinn hafði staðið
stutta stund virtist forsetinn fyrr-
verandi orðinn þreyttur en gaf sér
þó tíma til að taka í höndina á
hverjum og einum áður en hann
fór.
Reagan kvaddi alla með handa-
bandi eftir leikinn.
Hreint frábært jólatilboð
w ■ r
fjölskyldunnar!
eaeiPfej 28" twín tli
Fullkomin fjarslýring meS öllum aSgerðum á skjá.
íslenskt textavarp (Upplýsingar á skjá).
Myndllampi (BLACK MATRIX) flatur.
HljóSmagnari Nicam víSóma (STERIO)
2x15W eSa 30W. Tveir hátalarar eru í tækinu.
Hægt er aS tengja heyrnartól og auka hátalarasett
viS tækiS.
Beint inntengi (SCART) sem gerir mynd frá
myndbandstæki og/eSa afruglara mun skarpari.
Afborgunarverö kr. 77.666,
VISA
Lágmúla 8, Sími 553 8820
Umbobsmenn um allt land
VISA í 24 mánu&i 3.790,- (pr. mánuS)
EURO í 36 mánuSi 2.685,- (pr. mánuS)
Reykjavík: Heimskringlan. Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, K(. Borgfirðinga, Borgamesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vesttirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði.
Rafverk.Bolungarvfk.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. HJjómver, Akureyri. KEA.Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavík.
Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn.
Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.