Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Qupperneq 30
38
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 T>V
tónlist
Topplag
Það kemur fáum á óvart að
Michael Jackson skuli ná fyrsta
sætinu á íslenska listanum með
lag sitt, Earth Song, en það hef-
ur undanfarnar vikur trónað á
toppi vinsældalista víða um
heim. Lagið er búið að vera 6
vikur á íslenska listanum.
Hástökkið
Hæsta nýja lag síðustu viku
fer hratt upp listann og er há-
stökkvari þessarar viku, stekk-
ur upp úr 16. sæti í það 6. Það
er hljómsveitin Smashing Pum-
kins með lagið 1979 sem á heið-
urinn af laginu en hún átti
einnig topplagið í síðustu viku
sem er nú fallið niður í annað
sætið.
Hæsta
nýja lagið
Það er ekki oft að nýtt lag á
íslenska listanum kemst svona
hátt inn á sinni fyrstu viku, alla
leið í 7. sætið. Það er hljómsveit-
in Cardigans með lagið Sick and
Tired sem afrekar þetta og lag-
ið hlýtur að gera atlögu að topp-
sætinu á næstu vikum.
Kóngafólkið fær
það óþvegið
Martin Rossiter, liðsmaður
bresku hljómsveitarinnar Gene,
vakti almenna hneykslan fyrir
nokkru er hann fór hinum
verstu fúkyrðum um bresku
konungsfjölskylduna í blaðavið-
tali. Lýsti hann því meðal ann-
ars yfir að þetta fólk hefði leitt
þvílíkar hörmungar yfir bresku
þjóðina að hann myndi glaður
sjá það allt saman hengt. Þá bað
hann drottningarmóðurina í
guðs bænum að fara aö hrökkva
upp af því svo lengi væru Bret-
ar búnir að biða eftir útförinni
að það væri að verða óbærilegt.
Snýr prinsinn
aftur?
Merkismaðurinn sem eitt
sinn kallaði sig Prince heldur
ótrauður áfram baráttu sinni
fyrir því að losna undan samn-
ingi sínum viö Time Warner út-
gáfufyrirtækið. Það nýjasta í
málinu er tilboð frá honum um
að afhenda fyrirtækinu þrjár
plötur, The Vault I, II og III, og
heimild til að gefa þær út undir
sínu gamla nafni, Prince. í stað-
inn krefst merkismaðurinn þess
að samningnum verði rift. Ekki
hafa nein viðbrögð borist frá
Time Warner en plöturnar eru
tilbúnar allar þrjár, að sögn
merkismannsins, enda hann
annálaður dugnaðarforkur.
íboði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
'í s ’! r T: l WS'K! LISTINN NR. 154 viktma 27.1. • 2.2. '96
ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM TOi»l» 4-Jí
G) 4 8 6 ... í. ViKA NR. 1... EARTHSONG MICHAEL JACKSON
2 1 4 4 BULLET WITH BUTTERFLY WINGS SMASHING PUMPKINS
O 8 17 4 DISCO 2000 PULP
4 2 1 11 CRAZY LOVE EMILIANA TORRINI
5 3 2 7 I EMILIANA TORRINI
<3> 16 2 ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... 1979 SMASHING PUMKINS
Q> EE EQ 12 1 ... NÝTTÁ USTA ... SICK AND TIRED CARDIGANS
CD 11 6 FATHER AND SON BOYZONE
9 9 11 7 TOO HOT COOLIO
10 12 15 4 I THINK OF ANGELS KK 8. ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR
(5) 13 22 3 EVERYBODY BE SOMEBODY ~ RUFFNECK
12 6 5 8 ANYONE WHO HAD A HEART PÁLL ÓSKAR
13 5 3 4 SJÁUMST AFTUR PÁLL ÓSKAR
14 7 6 11 WHERE THE WILD ROSES GROW NICK CAVE & KYLIE MINOGUE
1 CACION DEL MARIACHI LOS LOBOS & ANTONIO BANDERAS
16 10 10 6 A WINTER'S TALE QUEEN
C5z) 22 29 8 EYES OF BLUE PAUL CARRACK
(5) 21 28 3 LIQUID SWORDS GENIUS
m NÝTT 1 DON'T CRY SEAL
(2ft> 23 - 2 TIME HOOTIE & THE BLOWFISH
21 15 14 9 ANYWHERE IS ENYA
(5> 29 37 3 LUCKY RADIOHEAD
23 19 19 4 GOLD SYMBOL
24 20 24 3 HEYLOVER LLCOOLJ
25 17 16 7 JESUSTO ACHILD GEORGE MICHAEL
(26) 27 33 4 I DON'T WANT TO BE A STAR CORONA
27 14 7 12 MY FRIEND RED HOT CHILI PEPPERS
28 26 31 3 I GOT l'D PEARL JAM
ds) 1 SPACEMAN BABYLON ZOO
(3Ö) 38 - 2 WONDERWALL MIKE FLOWERS POPS
31 18 9 9 MO BETTER BLUES SÆLGÆTISGERÐIN
(5D 40 - 2 ONE OF US JOAN OSBORNE
33 31 34 6 GOOD INTENTION TOAD THE WET SPROCKET
NÝTT 1 RIDIN' LOW L.A.D. & DARVY TRAYLOR
35 35 - 2 I WANT TO COME OVER MELISSA ETHERIDGE
36 34 - 2 CAN'T HELP FALLING IN LOVE AGGI SLÆ 8. TAMLA SVEITIN
37 24 20 8 YOU'LLSEE MADONNA
NÝTT 1 SOMETHIN' STUPID ALI CAMPBELL
39 28 26 6 BEAUTIFUL LIFE ACE OF BASE
40 32 38 3 WISHES OF HAPPINESS 8. PROSPERITY SACRET SPIRIT
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DVí hverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400. á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum I sumar. Listinn er birtur, að hlufa, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekur þátt i vali "WorTd Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel ólafsson
Kemp
berst fyrir
heilsunni
Martin Kemp, sem eitt sinn
gerði garðinn frægan með hljóm-
sveitinni Spandau Ballet, hefur
lítið getað sinnt tónlist undanfar-
in ár vegna veikinda. Fyrir
nokkrum árum uppgötvuðu
læknar æxli í heila Kemps og var
það fjarlægt. Reyndist það vera
góðkynja og vonuðu menn að
Kemp myndi ná sér að fullu.
Hann varð þó að gangast undir
annan uppskurð fyrir tæpum
tveimur árum og nú fyrir
skemmstu töldu læknar að hann
þyrfti að gangast undir enn einn
uppskurðinn. Enn bendir ekkert
til annars en að æxli þessi séu
góðkynja og standa því vonir til
þess ennþá að Kemp nái sér að
fullu.
Fordómar
Heineken
Forráðamenn hollenska bjór-
fyrirtækisins Heineken urðu sér
heldur betur til skammar á dög-
unum þegar þeir kvörtuðu yfír of
mörgum „negrum" í hópi áhorf-
enda í breskum sjónvarpsþætti
sem fyrirtækið kostar. Þáttur
þessi heitir Planet 24 og það var
sjálfur Bob Geldof sem hrinti
honum af stokkunum á sínum
tíma. Hann brást hinn versti við
skilaboðum Heineken manna og
sagði þeim að fara norður og nið-
ur. Málið fór alla leið inn í þing-
sali breska þingsins þar sem
þingmaður nokkur tók það upp
og krafðist skýringa frá Hein-
eken. Þær bárust ekki en hins
vegar margfaldar afsökunar-
beiðnir og yfirlýsing frá forstjóra'
Heineken þar sem hann harmar
þessa uppákomu.
Plötu-
fréttir
Breskir tónlistarunnendur
bíða nú margir spenntir eftir
fyrstu plötu hljómsveitarinnar
Marion en hún hefur vakið tals-
verða athygli að undanfórnu.
Platan mun bera nafnið This
World And Body og kemur út 5.
febrúar næstkomandi . . . Liðs-
menn Rage Against the Machine
hafa loksins lokið við upptökur á
nýrri plötu en fæðingahríðirnar
hafa verið sérlega erfiðar. Þetta
verður önnur plata sveitarinnar
og á að heita Evil Empire. Hún er
væntanleg á markað um miðjan
mars ...
-SÞS-