Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Qupperneq 4
4
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
Utandagskrárumræða á alþingi um rússneska togarann sem ekki var tekinn:
Kratar sakaðir um rógburð
- aðgerðaleysið skaðaði orðstír okkar, sagði Lúðvík Bergvinsson alþingismaður
Lúðvík Bergvinsson alþingismaður hóf utandagskrárumræðu á alþingi í gær um málefni Landhelgisgæslunnar.
Hann stendur lengst til vinstri og ræðir við Hjálmar Jónsson. í ráðherrastólunum sitja Þorsteinn Pálsson og Halldór
Ásgrímsson. DV-mynd BG
„Öll skilyrði þjóðréttarreglna
varðandi töku skipa á alþjóðlegu
hafsvæði voru uppfyllt sbr. 111
grein hafréttarsáttmála SÞ,“ sagði
Lúðvík Bergvinsson alþingismaður
en hann hóf utandagskrárumræðu á
alþingi í gær um málefni Landhelg-
isgæslunnar og töku rússneska tog-
arans á dögunum sem ekki varð.
Lúðvík sagði að þrátt fyrir að öll'
skilyrði hefðu verið til staðar til aö
taka togarann fyrir landhelgisbrot
er hann var staðinn að verki við
veiðar innan lögsögunnar við
Reykjaneshrygg og þrátt fyrir að
bæði forstjóri og helstu sérfræðing-
ar Gæslunnar hefðu lýst því yfir að
engin vandkvæði hefðu verið á því
þá hefði það furðulega gerst að yfir-
völd hefðu ákveðið að láta togarann
sigla sinn sjó.
Með aðgerðaleysinu hefðu yfir-
völd skapað fordæmi, skaðað
orðstír okkar meðal erlendra þjóða
og gefið tilefni til að ætla að „íslend-
ingar hefðu hvorki getu, styrk né
kjark til að halda uppi eftirliti inn-
an eigin landhelgi, hvað þá utan
hennar, eins og gerð hefur verið
krafa um á Reykjaneshrygg...Það
sem þjóðin hefur sannarlega ekki
efni á er að lausung og dugleysi ríki
við löggæslu á hafinu," sagði Lúð-
vík.
Lúðvík sagði það ekki einkenni-
legt að þjóðin legði við hlustir þegar
einn reyndasti og virtasti skipstjóri
Gæslunnar um áratugi segði upp
störfum vegna þeirrar niðurlæging-
ar sem Gæslan hefði orðið fyrir í tíð
núverandi dómsmálaráðherra.
Hann vitnaði í orð Höskuldar
Skarphéðinssonar í kvöldfréttum
Ríkisútvarpsins, að Þorsteinn Páls-
son hefði um hánótt hlaupið niður í
sjávarútvegsráðuneyti á náttfótun-
um til að gefa út veiðileyfi aftur í
tímann til skipa sem Gæslan heföi
staðið að veiðum án heimildar.
„Hafi hæstvirtur sjávarútvegsráð-
herra ætt niður í ráðuneyti í nátt-
serk til að bjarga veiðileyfalausum
skipstjórnarmönnum úr klemmu
má öllum ljóst vera að sjávarútvegs-
ráðherrann hefur ekki haft fyrir því
að vekja hæstvirtan dómsmálaráö-
herra heldur farið á bak við hann,“
sagði Lúðvík. Hann sagði að Þor-
steinn Pálsson, sjávarútvegs- og
dómsmálaráðherra, yröi að svara
bæði fyrir það hvers vegna rúss-
neski togarinn var ekki tekinn og
hvort hann hefði stundað það að
veita skipum afturvirk veiðileyfi
eftir að Gæslan hefði staðið þau að
heimildarlausum veiðum.
Höskuldi teflt fram
Þorsteinn hóf mál sitt á því að
saka Össur Skarphéðinsson um að
beita Lúðvík Bergvinssyni fyrir sig
og láta hann opna umræðuna. Varð-
andi rússneska togarann sagði hann
að beita hefði þurft við töku hans
tveimur varðskipum og þyrlu. Tveir
kostir hefðu verið; annar að taka
togarann, hinn að mótmæla athæfi
hans við rússnesk stjórnvöld. Gæsl-
an hefði aðspurð svarað fyrirspurn
ráðuneytis um að taka togarans
væri möguleg en ef síðari kosturinn
yrði valinn þá myndi það ekki
skaða gæslustörf í framtíðinni.
Sameiginleg niðurstaða sin, forsæt-
is- og utanríkisráðherra hefði síðan
orðið sú sem raunin varð.
Þorsteinn sakaði Alþýðuflokkinn
að tefla fram skipherra Gæslunnar
og þeirri ákvörðun hans um að fara
fyrr á eftirlaun en hann þyrfti
vegna máls rússneska togarans.
„Það vill svo til að ég hef uppsagn-
arbréf skipherrans undir höndum.
Mál togarans kom upp í aprílmán-
uði en uppsagnarbréf skipherrans
er dagsett og móttekið í Landhelgis-
gæslunni 29. mars, fimm dögum
áður en atvikið átti sér stað með
togarann. Það þarf ekki frekar vitn-
anna við á hvaða grunni þessi mál-
flutningur Alþýðuflokksins er reist-
ur þegar þetta hefur verið upplýst,"
sagði Þorsteinn.
Hann gerði síðan að umtalsefni
veitingu afturvirkra veiðileyfa til að
hygla flokksgæðingum og vinum
sínum. Hann sagði að engin gögn
væru í ráðuneytinu um slík leyfi, né
hjá Gæslunni. Varðandi slíkt leyfi
tÚ Æsu, skips Einars Odds Krist-
jánssonar alþingismanns, væri það
staðleysa. Þorsteinn sagði síðan:
„Var það umræddur skipherra sem
sagði háttvirtum 15. þingmanni
Reykjavíkur (Össuri Skarphéðins-
syni, innsk. blm.) ósatt um þessi
málsatvik eða var það háttvirtur 15.
þingmaður Reykjavíkur sem fór
rangt með þær upplýsingar sem
skipherrann veitti honum? Hvor
þessara heiðursmanna er upphafs-
maður að þessum ósannindum sem
hér hafa verið færðar fram?“
Ódrengileg aðför
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra staðfesti orð Þorsteins Páls-
sonar um samráö ráðherranna
þriggja vegna rússneska togarans.
Þá fordæmdi hann það sem hann
nefndi ódrengilega aðför Alþýðu-
flokksþingmanna að Einari Oddi
Kristjánssyni og kvaðst vona að
hún væri byggð á misskilningi en
ekki ásetningi.
Einar Oddur Kristjánsson kvaðst
hafa verið nauðugur dreginn inn í
þessa umræðu. Hann sagði að aldrei
hefði neitt afturvirkt leyfi verið gef-
ið út á skip sitt, Æsu. Báturinn
hefði veriö færður til hafnar vegna
þess að gleymst haföi að sækja um
veiðileyfi vegna tilraunaveiöa. Mál-
ið heföi farið til saksóknara sem
hefði látið það niður falla. Hann
kvað það undarlegt að Alþýðuflokk-
urinn og málgagn hans héldi áfram
að fara með ósannindi í málinu þótt
öll málsgögn lægju fyrir og sýndu
annað.
Brotinn „mórall“
Össur Skarphéðinsson mótmælti
því að hafa teflt fram Höskuldi
Skarphéðinssyni sem verkfæri í
einhvers konar áróöursherferð og
sagði ódrengilegt af Þorsteini Páls-
syni að halda slíku fram. Hins veg-
ar væri það mjög viðurhlutamikið
þegar gömul hetja úr þorskastríðum
kæmi fram og sakaði ráðherra um
að „brjóta móralinn niður hjá Gæsl-
unni“. Össur vitnaði síðan til frétt-
ar í DV 15. september 1994 um snur-
voðarbát sem tekinn var án veiði-
leyfis og afturvirkt veiðileyfi heföi
fengist eftir að báturinn var tekinn.
„Mér sýnist af þessu að hæstvirtur
ráðherra sé ekki bara á náttfötun-
um heldur sé hann með allt niðrum
sig í þessu máli.“
Aðrir þingmenn, sem til máls
tóku i umræðunni, tóku í sama
streng og Þorsteinn Pálsson og sök-
uðu Alþýðuflokksþingmenn og mál-
gagn þeirra um ósannindi og jafnvel
rógburð, sérstaklega á hendur Ein-
ari Oddi Kristjánssyni. Guðni
Ágústsson sagði m.a. að sér kæmi
nú orðið fátt á óvart hjá Alþýðu-
blaðinu og skoraði á Jón Baldvin
Hannibalsson að taka til máls. Þing-
forseti upplýsti að Jón Baldvin hefði
beðið um orðið en tími sem umræð-
unni væri ætlaður væri útrunninn.
Þorsteinn Pálsson bauð honum þá
þann tíma sem honum var ætlaður
til að ljúka umræðunni en Jón Bald-
vin afþakkaði og sagöi ráðherra
ekki veita af honum. -SÁ
Höskuldur Skarphéðinsson skipherra:
Hafði sagt upp áður
„Ég sagði í viðtalinu við DV að ég
hefði verið búinn að segja upp áður
en atvikið með rússneska togarann
gerðist, það má ekki blanda því
neitt saman við þessa umræðu í
þinginu," segir Höskuldur Skarp-
héðinsson skipherra.
Höskuldur segist hins vegar
standa við það sem hann hefur sagt
um að hann telji það hneyksli að
láta rússneska togarann sleppa með
landhelgisbrot sitt. „En það atvik
var ekki kornið sem fyllti mælinn
hjá mér,“ sagði Höskuldur þegar DV
spurði hann um ummæli Þorsteins
Pálssonar í utandagskrárumræð-
unni um Landhelgisgæsluna á Al-
þingi í gær um að honum væri teflt
fram sem peði Alþýðuflokksins.
-SÁ
Rússneskur herforingi
hjá Varðbergi og SVS
Dmitri Trenin, sérfræðingur við
Carnegie Endowment for
International Peace í Moskvu, flytur
í hádeginu í dag erindi á sameigin-
legum hádegisverðarfundi Samtaka
um vestræna samvinnu, SVS, og
Varðbergs í Grillinu á Hótel Sögu.
Er þetta í fyrsta sinn sem háttsettur
rússneskur herforingi flytur erindi
hjá samtökunum. Hann mun fjalla
um öryggis- og utanríkismál séð frá
sjónarhóli Rússlands.
Dmitri stundaði nám við Vamar-
málastofnunina í Moskvu og gekk
að því loknu í sovéska herinn þar
sem hann varð herforingi i utanrík-
isdeild.
Á árunum 1978 til 1983 starfaði
hann sem samskiptafulltrúi sovéska
hersins hjá herjum vesturveldanna
í V-Þýskalandi. Árið 1993 var hann
fyrstur manna valinn í Nato
Defence College í Róm frá ríki utan
Atlantshafsbandalagsins. Dmitri
hefur lokið doktorsgráðu í sögu ut-
anríkismála. Hann er nú lektor við
Varnarmálaháskólann í Moskvu.
Allir nema íslandsbanki lækka vexti
Landsbankinn, Búnaöarbankinn
og sparisjóðirnir tilkynntu í gær
lækkun á óverðtryggðum útlánsvöxt-
um sínum um allt að 0,75 prósentu-
stig. íslandsbanki lækkaðkekki sína
vexti en vaxtabreytingardagur er á
morgun. Lækkanimar taka gildi á
mánudag. Óverðtryggðir innláns-
vextir lækka sömuleiðis hjá þremur
fyrsttöldu bönkunum. -bjb
Vetur konungur hefur orðið að sætta sig við skert völd í vetur og hefur m.a. ekki náð að svæfa svefninum langa ýms-
an jarðargróða sem menn tengja jafnan sumri og sól. Svo er um þetta litla kálhöfuð sem nú í vor hefur sprottið upp
í skólagörðunum í Hafnarfirði. Teitur Arnarson var með jurtir í ræktun í þessum sama garði í fyrra en í ár er hann
vaxinn upp úr svoleiðis barnaskap. DV-mynd BG