Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Page 21
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 21 Kortsnoj fórnar á báðar hendur r - Yoko Ono róar hugann með taflmennsku Nú er Viktor Kortsnoj orðinn 65 ára en ekki skortir þó leikgleðina. Á alþjóðlegu móti í New York, sem fram fór skömmu fyrir páska, barð- ist hann til þrautar í hverri skák og uppskeran varð sex vinningar, fjög- ur töp en aðeins eitt jafntefli. Kortsnoj deildi þriðja sæti á mót- inu með stórmeisturunum Valery Salov, Joel Benjamin og Patrick Wolff en allir fengu þeir 6,5 vinn- inga. í 2. sæti varð Bosníumaðurinn knái, Ivan Sokolov, sem fékk hálf- um vinningi meira. Enski stór- Umsjá Jón LÁrnason meistarinn Michael Adams yarð hins vegar ótvíræður sigurvegari. Hann hlaut 8,5 vinninga - gerði fimm jafnteíli en vann aðra and- stæðinga sína. Þetta er með öflugri mótum sem fram hafa farið í New York borg um langt skeið. Borgin hefur þó löngum verið þekkt í skáksögunni, ekki síst fyrir fjörlega taflmennsku. Sigur Adams er glæsilegur en árangur hans telur ein 2750 Elo-stig. Þeir Nigel Short heyja nú óopinbert ein- vígi um það hvor þeirra teljist snjallastur enskra stórmeistara. Áður en við skoðum handbragð sigurvegarans er rétt að líta á snilldarlega fórnarskák öldungsins Kortsnojs gegn stórmeistaranum Georgi Serper frá Úsbékistan. Tafl- mennska Kortsnojs virðist býsna einstrengingsleg en sýnir enn og aft- ur djúpan stöðuskilning meistarans og um leið „takstískf ‘ innsæi. Hvítt: Georgi Serper Svart: Viktor Kortsnoj Enskur leikur. 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bb4 5. Bg2 0-0 6. 0-0 He8 7. Rd5 Bc5 8. d3 Rxd5 9. cxd5 Rd4 10. Rd2 d6 11. e3 Rf5 12. Rc4 a5 13. Bd2 a4 14. b4 Bb6! Kortsnoj kærir sig kollóttan þótt uppskipti á b6 kosti hann tvípeö á b- línunni. Þar með væri hann laus við veikt peðiö á c7 og frekari að- gerðir hvíts á drottningarvæng væru úr sögunni. 15. Ra5 Dd7! 16. Dc2 h5 17. Hacl h4 18. Dc4 De7 19. Dc2 hxg3 20. hxg3 g6! Hvítur hefur sólundað tíma sín- um í óþarfa en á meðan hefur Kortsnoj byggt markvisst upp sókn- cU'stöðu. Nú er áætlun hans einfóld: Hrókurinn skal á h-línuna og síðan skal blásið í herlúðra. 21. Dxa4 Kg7 22. Dc2 Hh8 23. Rc4 Dg5 24. Rxb6 Dh5! 25. Hfel Dh2+ 26. Kfl 26. - Rxg3+! 27. fxg3 Bh3 28. Bxh3 Dxh3+ 29. Kf2 Df5+ - Og hvítur gafst upp áður en Kortsnoj gafst færi á að ljúka meist- araverkinu eftir 30. Kg2 Hh2+! 31. Kxh2 Df2+ 32. Kh3 Hh8+ 33. Kg4 Df5 mát. Skák þessi var tefld í 5. umferð en þann daginn fengu áhorfendur mik- ið fyrir sinn snúð. Adams lét einnig vaða á súðum í skák sinni við Nick de Firmian. Hvítt: Nick de Firmian Svart: Michael Adams Spænski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d5 Marshall-árásin alræmda. Svart- ur fórnar peði fyrir virka stöðu og sóknarfæri. Enn nýtur þetta af- brigði vinsælda, þótt „teórían" spanni 20 leiki eða meira. 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6 13. He2 Dh4 14. g3 Dh3 15. Rd2 Bf5 16. a4 Hae8 17. Hxe8 Hxe8 18. Rfl h5 19. axb5 axb5 20. Ha6? Rc7! E.t.v. hefur hvítum sést yfir þetta einfalda svar. Ekki gengur 21. Hxc6 vegna 21. - Be4 og liðstap blasir við vegna máthótunarinnar. 21. Ha7 h4 22. Re3?! hxg3 23. hxg3 23. - Bxg3! 24. fxg3 Hxe3! 25. Bxe3 Dxg3+ 26. Kfl Ekki verður mælt með 26. Khl Be4+ og mátar. 26. - Bh3+ 27. Ke2 Bg4+ Drottningin er fallin og eftirleik- urinn er auðveldur. 28. Kd2 Bxdl 29. Bxdl Rd5 30. Ha8 Kh7 31. HeB f5 32. Ke2 Dh2+ 33. Kd3 Dxb2 - Og hvítur gafst upp. Víðsýni Yoko Ono Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennons, kvaðst hafa oróið furðu lostin er hún las í dagblaði nokkru í New York að skáksveit Morrow- menntaskólans gæti ekki tekið þátt í bandaríska landsmótinu sökum fjárskorts. Að sögn umboðsmanns hennar fannst henni skondið að skóli hefði ekki fjármagn fyrir skák- listina sem hefði einmitt svo mikið menntunarlegt gildi. Yoko brá skjótt við, afhenti skák- sveitinni ávísun upp á 2.500 dollara (tæplega 170 þúsund ísl. krónur), unglingunum til mikillar gleði sem nú gátu tekið þátt i mótinu. Þess má geta að skólinn er í Brooklyn-hverf- inu þar sem sjálfur Bobby Fischer óx úr grasi. Frétt þessa efnis birtist í víðlesnu blaði í New York en fór þaðan á Int- ernetið þar sem Daði Jónsson fann hana og setti á sína ágætu skáksíðu. Sögunni fylgir að Yoko' Ono teflir skák nánast á hverjum degi. „Það róar huga hennar,“ segir umboðs- maðurinn. Hinn fjallmyndarlegi sjarmör, Pi- erce Brosnan úr James Bond- myndunum, sýndi sig á verð- launaafhendingu í Beverly Hills. Brosnan var að sjálfsögðu spari- klæddur og með heitkonu sína, Keeley Shaye, upp á arminn. Er- lend tímarit velta því fyrir sér hvort komið sé að trúlofun hjá parinu. AÐALFUNDUR Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 20.30. Fundarstaður Sunnusalur (áður Átthagasalur) Hótel Sögu. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 24. apríl nk. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórn Dagsbrúnar \ Er á tali ? Villi karlinn veit ekki að hann þarf aðeins að nýta sér Hann ýtir bara á fær staðfesti ngu, leggur á og notar timann til annars. Þegar hitt simtalið er búið, hringir siminn hjá Villa og brátt er hann kominn i samband. Simtalspöntun kostar aðeins 9,97 krónur. POSTUR OG SIMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.