Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 25 Fréttirnar um fyrir- hugaða tónleika með breska tónlist- armanninum David Bowie og félöaum í Laugardalshölí í júní hafa hreyft við mörgum Bowie-að- dáandanum, sem flestir eru kringum fertugt og upp úr. Margir þeirra voru fljótir að festa sér miða þegar miðasal- an hófst í síðustu viku og nú verður ungu kynslóðinni sýnt hvað það er að eiga sér raunveru- legt átrúnaðargoð. Vio ræddum við nokkra aðdáendur um lífið með Bowie. Halldór R. Lárusson auglýsingateiknari: Barði þá sem sögðu að Bowie væri hommi „Þetta byrjaði ’72. Ég las þá grein um Bowíe eftir Ómar Valdimarsson í Vikunni og hlust- aði á Ziggy Stardust. Ég hef fylgst með öllu sem frá Bowie hefur komið og er skrifað um hann. Ég safna bókum og myndum. Á tímabili var ég alveg sjúkur og átti það til að berja menn ef þeir sögðu að hann væri hommi,“ seg- ir Halldór R. Lárusson auglýsingateiknari. Halldór er einn harðasti Bowie- aðdáandinn hér á landi og er sennilega sá sem einna oftast hefur farið á tónleika með honum. Hann fór á sína fyrstu tónleika í Gautaborg 1983, tvisvar þegar hann var að læra úti í Los Angeles árið 1987, þegar Bowie hélt tónleika þar dag eftir dag, og svo fór hann á tónleika í Dyflinni í fyrra. Hann hefði getað farið á tónleika í Los Ángeles í lok maí 1990 en var kominn með svo mikla heimþrá að hann vildi ekki bíða í háif- an mánuð til að komast á tónleikana. „Síðustu tónleikarnir voru bestir, kannski af því að þeir voru haldn- ir í minnsta salnum. Hann spilaði reyndar ekkert af gömlu, þekktu lög- unum enda lagði hann þeim öllum árið 1990 og byrj- aði upp á nýtt, alveg ferskur. í Dublin var þetta al- veg meiriháttar, bara músíkin og engir dansar- ar eða neitt sjóv eins og til dæmis 1987. Þetta var algjör snilld,“ segir Halldór. Bowie var í mikilli lægð frá 1983 þangað til í fyrra en Halldór segist hafa fylgt sinum manni gegnum súrt og sætt og haldi jafnmikið upp á hann nú og áður. Hann viðurkennir þó að hann sé ekki jafn duglegur við að safna 1 úr- klippumöppuna og áður en hún hefur að geyma myndir af Bowie og félögum hans sem Halldór safnaði í ellefu ár eða fram til 1985. Hann var þó byrjaður á nýrri möppu - á bara eftir að líma inn. „Þetta hefur reynt á þolrifin en maður valdi þetta 1972 og verður að standa við það. Það eru náttúrulega til plötur frá þessu tímabili, True Light frá 1984 og Never Let Me Down frá 1987, sem maður hlustar ekki á af neinum áhuga. Þær eru afspyrnu slappar i , báðar,“ Halldór R. Lárusson auglýsingateiknari hefur safnað plötum, diskum, bókum og myndum um Dav- id Bowie auk þess sem hann klippti út myndir af rokkhetjunni og límdi í úrklippubók í ellefu ár. Halldór skoðar hér úrklippubókina og ýmis Bowie-rit ásamt vini sínum og miklum Bowie-aðdá- anda Sæmundi R. Þorgeirssyni. DV-mynd GVA Gunnar Salvarsson skólastjóri er grjótharður Bowie-aðdáandi. Þegar hann frétti af komu Bowies til íslands settist hann niður til að hlusta á Bowie-plöturnar. Hann taldi sig eiga sex eða sjö plötur en komst að raun um að þær voru 18. DV-mynd BG Gunnar Salvarsson skólastjóri: Grjótharður Bowie-aðdáandi Gunnar Salvársson, skólastjóri Vesturhlíð- arskóla og fyrrverandi rokkskríbent, er grjót- harður Bowie-aðdáandi. Gunnar kynntist tón- list Bowie fyrst upp úr 1970 og hefur fylgst með honum alla tíð siðan þó að heldur hafi það minnkað eftir að hann hætti tónlistar- skrifum. Hann segist hafa séð Bowie þroskast og tónlist hans breytast. Hann hafi mikil áhrif á dægurtónlistina í dag. Gunnar segist ekki hafa verið í sambandi við neina aðra Bowie-aðdáendur heldur hafi þetta bara verið „eins manns trúarbrögð", eins og hann orðar það. „Hann er frábær tónlistarmaður og einn af brautryðjendunum í dægurtónlistinni. Hann ér upphafsmaðurinn að því sem kallað hefur verið leikhúsrokk. Hann setti tónleika sína á svið eins og leiksýningar og skapaði persón- ur og var með nokkurn söguþráð á sumum plötunum sinum. Allt var þetta nýtt og raun- verulega einsdæmi að einstaklingur skyldi gera þessa hluti,“ segir Gunnar Salvarsson um Bowie. Gunnar segist hafa kynnst tónlist David Bowie fyrst gegnum Hunky Dory-plötuna, sem var forveri Ziggy Stardust, upp úr 1970 og hann hafi hlustað á Bowie allan áttunda áratuginn. „Það má kannski segja að sá ára- tugur hafi verið hans blómatímabil," segir hann. Heldur hefur dregið úr hlusturi Gunn- ars á tónlist David Bowies en þó segist hann vera harðákveðinn í að skella sér á tónleik- ana með honum í júní. Gunnar segist hafa sest niður og skoðað vinyl-plötusafnið sitt eftir að hann frétti að von væri á Bowie til landsins og talið sig eiga sex eða sjö plötur með honum en komist að raun um að hann ætti 18. „Þégar maður fréttir af komu frægra manna til íslands þá fer maður ævinlega að hlusta á plöturnar aftur og ég hef verið að gera það dálítið upp á síðkastið. Það verður enginn svikinn af tónleikum með David Bowie,“ segir hann. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.