Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Qupperneq 51
X>V LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 afmæli 711 hamingju með af mælið 21. apríl 80 ára Þorsteinn Karlsson, Búðardal II, Dalabyggð. Gústaf B. Einarsson, Hverfisgötu 59, Reykjavík. 75 ára Kristinn Guðsteinsson, Hrísateigi 6, Reykjavík. Auður Magnea Jónsdóttir, Víðilundi 18a, Akureyri. 70 ára Jóna María Hannesdóttir húsmóðir, Bröttuhlíð 6, Hveragerði. Eiginmaður hennar er Helgi Jóhannsson, fyrrv. bóndi að Núpum í Ölfusi. Jóna María verður að heim- an. Jóhannes Árnason, Vallarbraut 6, Hvolsvelli. Gísli Berg Jónsson, Silfurgötu 40, Stykkishólmi. 60 ára Halla SofBa Guðmundsdóttir, Byggðavegi 140, Akureyri. Bergsveinn Sigurðsson, Eyrarholti 6, Hafharfirði. Grétar Guðmundsson, Hverfísgötu 13, Hafnarfirði. Hafliði Guðjónsson, Hvassaleiti 34, Reykjavík. Magga Alda Árnadóttir, Núpakoti, Austur-Eyjaíjalla- hreppi. 50 ára Dana Jóhannsdóttir, Hamraborg 30, Kópavogi. Ólöf Friðfinnsdóttir, Kleppsvegi 28, Reykjavík. Helga Garðarsdóttir, Kornbrekkum, Rangárvalla- hreppi. Erlingur Aðalsteinsson, Þórunnarstræti 93, Akureyri. Guðríður Andrésdóttir, Króktúni 4, Hvolsvelli. Friðbjörn H. Guðmundsson, Hauksstöðum, Vopnafjarðar- hreppi. Óskar Benediktsson, Beinárgerði, Valiahreppi. 40 ára_________________________ Ragnar Ágúst Kristinsson, Góuholti 14, ísafirði. yalgerður Kr. Brynjólfsdóttir, Árbakka, Holta- og Landssveit. Sigrún Hilmarsdóttir, Selvogsgötu 26, Hafnarfirði. Gunnhildur Gísladóttir, Hofteigi 12, Reykjavík. Sveinn Bernódus Sveinsson, Búastaðabraut 8, Vestmannaeyj- um. Jóhann Sigurðsson, Hagamel 53, Reykjavík. sviðsljós Alec Baldvin var sýknaður eftir að hafa slegið niður Ijósmyndara sem vildi ná mynd af Kim Basinger og dóttur þeirra Alec þegar mæðgurnar voru að koma heim af fæðingardeildinni um daginn. Alec Baldwin leikari: Sýknaður eftir að hafa lamið Ijósmyndara Það er erfitt að vera heimsfrægur og fá ekki að hafa einkalíf sitt i friði! Þetta fékk bandaríski leikar- inn Alec Baldwin að reyna um dag- inn þegar hann sló niður ljósmynd- ara fyrir utan heimili sitt í San Fernando dalnum í Bandaríkjunum. Ljósmyndarinn vildi ná mynd af Kim Basinger, barnsmóður Alecs, og barni þeirra þegar þær voru að koma heim af fæðingardeildinni. Alec, sem var orðinn pirraður, sló manninn niður og kærði ljósmynd- arinn verknaðinn. Dómarinn komst að þeirri niður- stöðu að Alec væri sýkn saka, en hann átti yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm, og getur hann nú sinnt nýja barninu sínu, henni Ireland Eliesse, og barnsmóð- ur sinni af fullum krafti. Segja má að litla barnið, sem Kim og Alec kalla Addie, sé sannkallað krafta- verk því að Kim Basinger var 41 árs þegar hún átti hana og Alec 37. Sigurvegarar í yngri og eldri flokki ásamt þeim sem lentu í öðru og þriðja sæti, Ein efnilegasta skákkona landsins héraðsskákmeistari DV, Akranesi:________________________ Laugardaginn 13. apríl fór fram hið árlega skólaskákmót Vestur- lands í Grundaskóla á Akranesi. Rétt til þátttöku á mótinu áttu allir skólaskákmeistarar skólanna á Vesturlandi. Sigurvegarar í skóla- skákmóti Vesturlands fá síðan rétt til aðtaka þátt í úrslitum skólaskák- móts íslands sem fram fer dagana 2.-5. maí. Keppendur voru víðs veg- ar að af Vesturlandi og var keppt í tveimur flokkum, eldri og yngri. Héraðsmeistari í eldri flokki, þ.e. 13-15 ára, vair Berta Ellertsdóttir, Akranesi, sem hefur unnið mörg mót og er orðin ein efnilegasta skák- kona landsins, í öðru sæti varð Sig- urður Már Sturluson, Akranesi. í yngri flokki, 13 ára og niður úr, varð héraðsmeistari Garðar B. Gunnlaugsson. aukaafslátt af smáauglýsingum DV ÍS rr»á- auglýsingar OV Tilkynning frá LAUGAVEGS APÓTEKI vegna verðkönnunar DV á lyfjum sl. föstudag 19. apríl 1996 Verðlisti sá yfir vörur okkar, sem birtur er í DV er mjög villandi og ýmsar upplýsingar um verð okkar sömuleiðis. DV segir að í Laugavegs Apóteki „virðist miðað við lægri gjaldskrá en annars staðar". Þetta er óþarflega ruglingslegt. Hið rétta er að í Laugavegs Apóteki notum við iægri álagningu á allar vörur sem hið opinbera ákveður ekki verð á, og við notum sömu álagningu á all- ar vörur, sem frjáls álagning er á. Við veitum einnig öllum 10% afslátt af vörum sem greiddar eru með peningum, ávísunum eða debetkortum, þ.e. af 85-90% af öllum vörum, sem okkur eru greiddar við sölu. Auk þess fá allir öryrkjar svo og félagar í Félagi eldri borgara (sem allir 60 ára og eldri geta gengið í) 15% afslátt af öllum vörum sem þeir greiða okkur á sama hátt. Vinsamlegast athugið einnig að þetta er ekki nein stuttlíf „afsláttarhrina" í Laugavegs Apóteki. Þetta er okkar fasta verð eins og það hefur verið um langan tíma. Álagning lyfja, sem selja má án lyfseðils, lækkaði í okkar eðlilegu, almennu álagningu um leið og stóri bróðir sleppti taki sínu á þeim vörum. Hér er svo endurbirtur listi DV yfir ýmsar vörur frá ýmsum apótekum og nú með réttu verðui: Laugav. Borgar Lyfja Apótek Rvíkur Apótek Ingólfs Apótek Verð með 10% afsl. Apótek Norðurb Apótek Kópav. Apótek Nicor tygg. 2 mg/30 stk. 533 558 558 698 628 558 698 Nicor plast. 10 mg/7 stk. 1.545 1.746 1.745 2.182 1.964 1.745 2.182 Parkódín, 10 stk. 134 170 169 212 212 170 212 Paratabs, 500 mg/20 stk. 102 142 141 217 177 140 177 „Ein á dag“, fjölv.,100 stk. 476 527 515 513 511 515 498 Lactúlósa, 100 ml 220 254 254 318 318 254 318 Teldanex, 60 mg/20 stk. 508 534 533 667 667 534 667 Hýdrókortísón, 20 g 410 440 440 550 550 440 550 Otrivin 293 326 326 408 408 326 408 Samtals, kr. 4.221 4.697 4.681 5.765 5.435 4.682 5.710 Fólk er vinsamlegast beðið að athuga að vöruverðið í Laugavegs Apóteki í dag er okkar fasta verð 'eins og það hefur verið um lengri tíma. Annað verð hér í listanum er allt meira og minna með bráða- birgðaafslætti inniföldum, sérstaklega frá þeim apótekum sem fjölmiðlar hafa haft sérstakan áhuga á að veita ókeypis auglýsingar. Oddur C.S. Thorarensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.