Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 2
%éttir LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 Hundrað milljóna króna tölva skemmd - átti að leysa stóru tölvu Reiknistofu bankanna af hólmi Ný tölva Reiknistofu bankanna skemmdist á svæði Eimskips á fóstudaginn. Um er að ræða IBM tölvu sem Nýherji var að flytja inn. „Ég get ekki gert mér í hugarlund hversu mikið tjónið sjálft er en það er ekki neitt gífurlegt,“ sagði Bjami Grétar Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Reiknistofu bankanna. „Það er önnur vél á leiðinni þannig að þetta felst aðallega i töf- inni. Þetta er ný stóra tölva Reikni- stofunnar. Tölvan varð fyrir áfalli og það er nóg til þess að ekki kem- ur til að við tökum við henni.“ Bjami Grétar segir þetta valda einhverjum töfum en muni ekki koma til með að kollvarpa rekstri þeirra. „Tafimar felast í því að það tekur tíma að gangsetja svona vél og þetta raskar tímaáætlunum okkar.“ Hjá Eimskipi fengust þær upplýs- ingar að óhapp hefði orðið þegar brettið með tölvunni hefði verið tek- ið út úr gámi. Ójafnvægi hefði verið og svo farið sem fór. Að sögn Sigurðar Ólafssonar, gæöastjóra hjá Nýherja, kom vélin til landsins síðastliöinn föstudag með Eimskipi. „Málið er komið í hendur trygg- ingarfélaga. Það varð þama tjón og er ekki enn ljóst hversu mikið það verður í krónum talið eða hvernig málið leysist. Búið er gera ráðstaf- anir til að flytja aðra vél hingað. Tryggingarfélögin klára sin mál og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að þjóna viðskipta- vinum okkar." Talið er að vélin kosti um 100 milljónir. -SF Svínakjötsútsalan: Bændur ánægðir - allt uppselt Mikil örtröð myndaðist í verslun- um í gær þegar viðskiptavinir nýttu síöasta tækifærið til að fá svínakjöt á lægra verði en venjulega. Menn höfðu búist við að salan næði fram á helgina en margar stór- verslanir seldu síðasta bitann um kl. 15 í gær. Salan hefur verið gífurleg og svínabændur að vonum ánægðir, enda kjötið allt uppselt. Þeir telja útsölur sem þessa góða leið til að koma fólki á bragðið og auka vinsældir kjöttegundarinnar. -saa Fólk ætlaði ekki að láta svínakjötið ganga sér úr greipum og myndaðist örtröð í mörgum verslunum þegar svína- kjötsútsölunni var að Ijúka í gær. DV-mynd Pjetur Sophia fór til Tyrklands í gær: Skiljum ekki hvað Halim gengur til - segir Sigurður Pétur, stuðningsmaður Sophiu „Staðan er í sjálfú sér óbreytt. Sophia er á leiðinni út til Tyrklands til að skoða þessi mál og sinna þess- um hefðbundna umgengnisrétti. Hún mun hitta lögfræðing sinn á mánudag og fara yfir stöðuna, vita hvort öllum lögformlegum aðgerð- um hefur verið fullnægt. Það er ekk- ert hægt að gera fyrr en við vitum hvort umgengnisrétturinn verður brotinn. Ef Halim ætlar að brjóta hann verður að skoða í framhaldi af því hvað hægt er að gera,“ sagði Sigurður Pétur Harðarson, stuðn- ingsmaður Sophiu Hansen, við DV i gær. Sophia fór til Tyrklands í gær til að vinna í málum sínum en sem kunnugt er fékk hún dæmdan um- gengnisrétt yfir dætrum sínum í júlí og ágúst á hverju ári. Umgengn- isrétturinn átti að byrja 1. júli sl. en þar sem dómarinn sendi ekki frá sér hinn undirritaða dóm fyrr en 24. júní sl. tókst ekki að koma honum í birtingu fyrir 1. júlí vegna þess að stefnufrestur er 7 sólarhringar. Halim A1 segist hafa áfrýjað málinu til hæstaréttar og á meðan geti hún ekki hitt stúlkumar. „Það er ekki rétt að hún geti ekki hitt þær þó að málinu hafi verið áfrýjað. Við skiljum ekki hvað manninum gengur til fyrst hann vinnur málið í undirrétti en segist vera búinn að áfrýja því til hæsta- réttar. Ef maður vinnur mál þá er ekki venjan að áfrýja því nema óá- Sophia í Leifsstöö í gær en þaðan hélt hún til Tyrklands þar sem hún mun vinna áfram að sínum málum. Hún mun hitta lögfræðing sinn í Tyrklandi á mánudag. nægja sé með niðurstöðumar. Sophia hefur lært að gera sér engar vonir í þessu erfiða máli. Hún verð- ur áfram með báða fætur á jörðinni DV-mynd ÆMK enda er þaö betra og þá verða von- brigðin minni. Hún tekur þessu með ótrúlegu jafhaðargeði," sagði Sigurður Pétur við DV. -RR Séra Torfi um hjónavígsluna utandyra á Möðruvöllum: Alveg sama andúðin hjá mér - gildir einu hvort vígslan fór fram utan kirkjunnar eða innan „Það er alveg sama andúðin hjá mér þótt þau séu að gera þetta héma sunnan við kirkjuna, það er alveg sama andúðin. Þau eru ekki að gera þetta með minni þökk,“ seg- ir sr. Torfi Hjaltalín Stefánsson, Þú getur svarað þessari spurningu meö því aö hringja f síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Eiga prestar einir að ráða yfir sinni kirkju? sóknarprestur á Möðruvöllum, í samtali við DV um hjónavígsluna sem framkvæmd var utandyra á Möðmvöllum um síðustu helgi og DV sagði frá sl. þriðjudag. Sr. Torfi telur að prestsverk sem framkvæmt er, ekki bara í hans sóknarkirkju, heldur líka utan hennar, án hans leyfis, sé brot gegn samskiptareglum og siðareglum presta og hefur sagst munu leggja þetta mál fyrir siðanefnd presta. í ljósi þessa almenna álits að kirkjur þjóðkirkjunnar séu fyrir alla meðlimi hennar og öllum prest- um hennar frjálst að framkvæma þar kirkjulegar athafnir, svo fram- arlega sem þær rekast ekki á við al- mennt starf viðkomandi safnaða og safnaöarpresta, og í ljósi þeirra sterku viðbragða sem frétt DV hefur vakið upp, var sr. Torfi spurður hvort hann sæi eftir því að hafa lagt stein í götu brúðhjónanna á Möðm- völlum með þeim hætti að banna þeim afhot kirkjunnar nema hann sjálfúr framkvæmdi hjónavigsluna. „Nei, það geri ég ekki,“ svaraði hann. Hvort þetta mál myndi kynda undir nýjum deilum við sóknar- nefnd svaraði sr. Torfi: „Það verður bara að hafa það. Það er þannig samband milli min og sóknamefnd- ar að það leysist ekkert fyrr en ann- að hvort fer frá. Hún er búin að biðja um það að ég fari frá og ætli það verði þá ekki næsta skref að ég fari fram á það að sóknamefndin verði úrskurðuð vanhæf.“ -SÁ Stuttar fréttir Tekjutap vegna mistaka Vilhjálmur Egilsson telur að ríkissjóður verði af 100 milljóna tekjum vegna mistaka við laga- setningu um endurgreiðslu virð- isaukaskatts af byggingarvinnu. RÚV sagði frá. Næstsíðasti fundurinn Rikisráð hittist á Bessastöðum í gær og var það næstsíðasti fundur Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Síðasti fundur hennar verður 31. júlí. Útvarpið greindi frá. 50 ár frá afhendingu Samgönguráðherra segir að endurbyggingu Reykjavíkurflug- vallar verði lokið fyrir aldamót, að sögn Stöðvar 2. 50 ár em frá því að Reykjavíkurflugvöllur var afhentur. Frestar athugasemdum Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur frestað afgreiðslu athuga- semda íbúa vegna íbúðabygg- inga á Laugamesi, að sögn Út- varps. Þjónusta sameinuð? Lagt er til að öldrunarþjón- usta í Reykjavík verði sameinuð undir einni stjóm. Landakots- spítali verði miðstöð þjónust- unnar og deild í Hátúni lögð nið- ur. RÚV sagði frá. Æfa gleðileik Æfingar að gleðileik, sem unn- inn er upp úr Gunnlaugs sögu Ormstungu, era hafnar, að sögn RÚV. Verkið verður sett upp í Skemmtihúsinu. 15 afmæiisbækur Vaka-Helgafell gefur út 15 bækur i tilefni af 15 ára afmæli forlagsins á þessu ári. Útvai-pið sagöi frá. Pönkað á Ingólfstorgi Pönktónleikar voru haldnir á Ingólfstorgi í gær og verða tón- leikar þar á hverjum föstudegi í júli. Útvarpið greindi frá. Flein' til landsins 5.000 fleiri farþegar komu til íslands í júní í ár en i fyrra. Tæplega 50.000 farþegar komu til landsins, þar af 22.000 íslending- ar og 6.000 Þjóðverjar. RÚV sagði frá. Færri mál í þinglok Jón Kristjánsson vill hindi'a að flókin tolla- og skattamál hellist yfir efhahags- og við- skiptanefnd í þinglok, að sögn Útvarps. Mistök urðu í lagasetn- ingu í vor. Frönsk þingnefnd Sendinefnd frá franska þjóð- þinginu dvelst hér í boði Alþing- is. Tilefnið er aö efla vináttu- tengsl franska og íslenska þjóð- þingsins. Kaupmenn kynni bann Hollustuvemd rikisins vill að Kaupmannasamtökin kynni fé- lagsmönnum bann við innflutn- ingi á kæli- og frystibúnaði með ósoneyðandi kælimiöla. 200 fá vinnu erlendis 200 íslendingar fá vinnu á veg- um Nordjobb á hinum norður- löndunum í sumai'. 100 manns kemur til vinnu hér á landi. -GHS Forvarnir í fíkniefnum Á fundi framkvæmdanefndar reynslusveitarfélaga Reykjanesbaej- ar samþykkti nefndin að kanna hjá verkefnisstjórn hvort sveitarfélagið Reykjanesbær ætti möguleika á að fá verkefni er tengist forvömum í fikniefhamálum. Markmiðið er að samræma fjármagn og krafta ríkis og sveitarfélagsins í þessum mála- flokki. -ÆMK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.