Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 6. JULÍ 1996 25 - nema ág væri Roy Rogers, segir Þorvaldur Ágústsson knapi sem sýndir hesta sína fótbrotinn á Hellu „Þegar ég var lítill vildi ég ekki vera með krökkunum í bófahasar nema ég væri Roy Rogers, enda var hann aðalkallinn í þrjú bíó,“ segir Þorvaldur Ágústsson, hestamaður og kennari á Hvolsvelli, sem sýnir hesta sína fótbrotinn á fjórðungs- mótinu. Það kemur þvi fyrir að kunningj- ar mínir kalla mig Roy eða Valda Roy en annars er ég nú yfirleitt kall- aður Valdi.“ „Ég sýni tvö hross hér á fjórð- ungsmótinu á Hellu, Sögu og stóð- hestinn Smell sem eru bæði undan hryssunni minni, Smellu. Ég var að enda við að sýna Smell og það liggur við að maður verði óhaltur eftir það, hann er svo viljug- ur. Annars finn ég minna fyrir því að vera með fótinn í ístaði heldur en að stíga á jörð. Það er helst að ég finni til á brokkinu. Ég fótbrotnaði síðastliðinn sunnudag er hestur stakk sér með mig og -steig ekki úr stungunni. Læknarnir voru ekki vissir um hvað ætti að gera og ætluðu að biða fram á fimmtudag að ákveða með það. Ég bað þá að bíða með allar ákvarðanir fram á mánudag og það var sett á mig gott teygjubindi. Skiluðu hrossum Sigurðar Ólafs- sonar Ég er búinn að vera í hrossum nánast frá fæðingu. Ég fæddist á Raufarfelli í Austur-Eyjafjalla- hreppi en þar bjó afi minn, Þorvald- ur Ingvarsson. Foreldrar mínir bjuggu í Reykjavík en ég var í sveit á sumrin hjá afa og kynntist hesta- mennskunni þar. Við bjuggum i Vogahverfinu fyrst og svo í Laugamesinu. Reynir Aðal- steinsson og Sigurfinnur Þorsteins- son voru miklir vinir mínir og við vorum vanir að taka hesta Sigurðar ólafssonar, þegar þeir villtust inn í Vogahverfið, hnýta upp í þá snæri og ríða þeim að Karfavogshorninu. Þar var þeim sleppt og þeir fóra yfirleitt heim til sín. Vigfús Þór Ámason, sem nú er prestur í Reykjavik, blessaði þessar gjörðir okkar allar. í þá daga var Erling, sonur Sig- urðar, að rækta dúfur og var með ægifagrar dúfur. Hann var sannkall- aður dúfnahöfðingi. Við Sigurfinn- ur vorum einnig í dúfnarækt. Erling fór svo seinna í hesta- mennskuna og náði skjótt tökum á henni eins og flestu sem hann gerir. Ég fékk minn fyrsta hest þegar ég var fjórtán ára og við Sigurfinnur vorum þá með hesthús niðri við sjó í Vogahverfinu. Ég fór í búfræðinám til Hróars- keldu og kynntist konunni minni, Anne, þar. Svo var það nám á Hvanneyri og loks fór ég að kenna, fyrst á Hólum í Hjaltadal 1970 til 1972 og svo fór ég til Hvolsvallar og hef kennt í Hvolsskóla frá árinu 1973. Á þessum tima hef ég verið með Vestur-íslendingar: Leita ættingja sinna á íslandi Á morgun rætist draumur 38 Vestur-íslendinga þegar þeir stíga í fyrsta sinn fæti á íslenska grund. 1850-1890 yfirgáfu áar þessa fólks föðurland sitt og fluttust til Spanish Fork í Utah. Þeir Vestur-íslendingar sem hing- að koma eiga ættingja hér á landi en vita ekki hverjir þeir eru eða hvar þeir búa. Þeir hafa sett saman lista yfir forfeður sína og vonast til að samband við ættingjana náist. Hópurinn dvelur á Hótel Sögu eina nótt, svo þrjár nætur á Hótel Is- landi. Þau verða í Vestmannaeyjum þann 12. júlí og gista svo úti á landi í nokkra daga en verða á Hótel ís- landi frá 12.-14. júli er þeir halda heim á leið. Ef einhverjir kannast við nöfn þau er fara hér á eftir eru þeir vin- samlega beðnir að hafa samband við viðkomandi. Ólafur Helgason (Ole Helgi 01- son), f. 23. júní 1870 í Holtssókn, Rang. D. 24. apr. 1945 í Spanish Fork. Kona hans var Þorbjörg Hólmfríður Magnússon, f. 6. apr. 1869 i Vestmannaeyjum, d. 5. des. 1947. Faðir Þorbjargar var Magnús Gíslason en móðir hennar hét Ingi- björg Johnson, f. 8. jan. 1841 í Rang., d. 13. nóv. 1868. Eyjólfur Eiríksson, f. 15. mars 1853 í Nýjabæ, Holtss., Rang. Fyrri kona hans var Guðrún Erlendsdótt- ir en sú seinni Jarþrúður Runólfs- dóttir. Hann fór frá Vestmannaeyj- um til Utah 1882. Þórður Diðriksson, f. 25. mars 1828 i Austur-Landeyjum, Rang., d. 9. sept. 1894 í Spanish Fork. Faðir: Diðrik Jónsson f. 16. sept. 1794, d. 11. júlí 1841. Erick(Eiríkur) E. Hansen (Eiríks- son), f. 12. mai 1857 í Vestmannaeyj- um. Eiginkona hans hét Jónína Helga Valgarð Guðmundsdóttir, f. 14. sept. 1867 í Vestmannaeyjum. Faðir: Guðmundur Árnason, GÚjum, Vest- ur-Skaftafellssýslu. Móðir: Guðný Ámadóttir, Vestmannaeyjum. Guðný Erasmusdóttir, f. 6. sept. 1794. Maki: Árni Hafliðason, Stóru- Hildisey, Rang. Faðir: Erasmus Ey- jólfsson, Stórumörk, Rang. Móðir: Katrin Ásgeirsdóttir, Teig, Rang. Bóas Arnbjörnsson, f. 7. ág. 1857 í Ytri Kleif, Suður-Múlasýslu. Kom til Utah í júní 1883. Faðir: Ambjörn Sigmundsson. Móðir: Guðný Er- lendsdóttir. Eyjólfur Guðmundsson, f. 11. okt. 1829 á Ulugastöðum, Tjöm, Vestur- Húnavatnssýslu. Kona: Valgerður Björnsdóttir, f. 1, jan. 1828 í Kirkju- hvammi, V-Húnavatnssýslu. Faðir: Björn Sveinsson. Móðir: Rósa Bjarnadóttir. Jóhanna Johnson/Árnason, f. 3. mars 1856 í Rangárvallasýslu, d. 15. júní 1906. Magnús Einarsson, f. 11. feb. í Sauðagerði, Gullbringusýslu. Kona: Guðrún Guðmundsson, f. 13. des. 1845 í Reykjavík, d. 19. ág. 1897. Fað- ir hans: Einar Þorláksson. Móðir: Rannveig Jónsson. Perley Ámi Johnson, f. 22. feb. 1852 í Vestmannaeyjum. Kona: Krist- ín Eiríksson. Faðir hans: Árni Jóns- son. Móðir hans: Björg Árnason. Kristinn Eiriksson Runólfsson, f. 3. des. 1842 í Lágukotey, Meðallandi, V-Skaftafellssýslu. Faðir: Nikulás Tómasson Móðir: Guðrún Jónsson. Árni Johnson, f. 31. jan. 1813 í Teigi, Fljótshlíð. Kona Björg Árna- son í Vestmannaeyjum. Faðir hans: Jón Árnason. Móðir hans: Þorgerð- ur Loftsson. Björg Árnason, f. 1. nóv. 1830 í Rangárvallasýslu. Faðir: Árni Páls- son. Móðir: Ingveldur Ormsson. Ketill (Kelly) Eyjólfsson. (Jame- son), f. 9. okt. 1865 á Eyjabakka. Kona: Sigriður (Sara) Runólfsson. Dó 28. sept. 1917. Runólfur Runólfsson, f. 10. apr. 1852 á íslandi. Kona: Valgerður Nel- son, f. 1. júní 1847. Bróðir: Bjöm Runólfsson f. 7. apr. 1847 í Vest- mannaeyjum. Kona hans var Sigríð- ur Sigvaldadóttir, f. 14. ág. 1851. -gdt marga eftirminnilega hesta, bæði sem ég hef átt sjálfur og frá öðram. Fatímu frá Vatnsleysu var ég með á Hvanneyri og síðan eignaðist ég Loga frá Kirkjubæ en þann hest fór Reynir Aðalsteinsson með á fyrsta Evrópumótið sem var haldið. Logi fór á þrjú Evrópumót. Hann var al- hliða gæðingur, hálfbróðir Núps. Svo eru það Snækoll- ur og Logi í Miðsitju og Hera í Kirkjubæ, hálfsystir Smellu, sem er móðir Sögu og Smells sem ég er með hér á fjórðungsmótinu. Byl frá Kolkuósi sýndi ég lengi og svo tamdi ég Geysi frá Hvolsvelli sem Tanja Gundlach er að gera frægan i Þýskalandi og Sörl I frá Búlandi er úr minni ræktun. Það má segja að hestamennskan hafi snúist um reiðkennslu og sýn- ingar á árunum 1974 til 1987 en þá fór ég að sinna ferðamennskunni og stofnaði hestaferðafyrirtækið Söguhesta sem býður upp á stuttar og langar I framtíðinni ætla ég að einbeita mér betur að kynbótahestum og gæðingum. Af nógu er að taka því ég er með á milli þrjátíu og fjörutíu hross, segir Þorvaldur Ágústsson eða Valdi Roy eftir því hver talar. E.J. ferðir Þorvaldur Ágústsson sýndi stóöhest sinn, Smell frá Hvolsvelli, á fjórðungsmótinu á Hellu og lét ekki fótbrot aftra sér. DV-mynd E.J. Aukablað um Miðvikudaginn 24. júlí mun aukablað um ferðir innanlands fylgja DV. í þessu blaði verður fjallað um útihátíðir um verslunar- mannahelgina. Efni blaðsins verður að öðru leyti tengt flestu því sem er á boðstólum vegna ferðalaga innanlands. Fjallað verður um afþreyingarvalkosti, viðlegu- og annan ferðabúnað og ýmsa athyglisverða staði og ferðamöguleika. Umsjón efnis hefur Ingibjörg Óðinsdóttir blaðamaður. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa íþessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 á auglýsingadeild DV. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 18.júlí. ATH! Bréfsími okkar er 550 5727 Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.