Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
sviðsljóé 45
andi Pamelu fyrir að hafa svikið
munnlegan samning fyrir um þrem-
ur árum. Ákæran hljóðaði upp á
fimm milljónir dollara.
„Ég veit ekki hvað ég á að þora að
segja mikið um þessa ákæru þvi
málið er enn fyrir rétti. í stuttu
máli þá las ég kvikmyndahandrit
fyrir þremur árum og sagðist hugs-
anlega geta leikið í myndinni. Ég
dró það síðan til baka því ég var
upptekin í öðrum verkefnum.
Myndin var framleidd og gekk víst
ekki vel og núna vill framleiöand-
inn meina að ég hafi lofað honum
hinu og þessu og slæmt gengi mynd-
arinnar sé mér að kenna. Það eru
svo margir sem reyna að svíkja þig
og græða á þér á allan hugsanlegan
máta. Hvers kyns ákærur eru
þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og ekk-
ert skrýtið því hér eru helmingi
fleiri lögfræðingar en í öllum öðrum
löndum heimsins samanlagt. Þegar
ég kom fyrst til Bandaríkjanna frá
Kanada þá var ég alveg ein og eigin-
lega enginn sem hugsaði um mig.
Ég var mjög óreynd og saklaus i við-
skiptum og það er hreint ótrúlegt
hvað margir hafa svikið mig og
stolið peningum frá mér, sérstak-
lega þessi fyrstu ár.“
Pamela nefnir til sögunnar óheið-
arlega lögfræðinga, umboðsmenn og
bókhaldara sem gerðu samninga án
hennar vitundar og sýsluðu með
hennar peninga á meðan hún vann
átján tíma í sólarhring og hafði ekki
neinn tíma til að hugsa um fjármál-
in. Hún segir að meira að segja Pía-
yboy hafi notfært sér reynsluleysi
hennar í viðskiptum.
Treysti fólki
„Það er ekkert leyndarmál að ég
fékk ekki borgaða krónu fyrir
myndbandið sem Playboy gerði með
mér og var í fyrsta sæti i sölu í ein-
ar 15 vikur. Þetta er að mínu mati
ósanngjarnt, ekki svo að skilja að ég
sé svakalega peningagráðug heldur
finnst mér bara að ég eigi rétt á að
fá alla vega einhverja sanngjarna
þóknun fyrir. Ég treysti því bara í
sakleysi mínu að fólk væri heiðar-
legra í viskiptum en hef þurft að
læra af reynslunni að það er langt í
frá.“
Pamela er eðlilega mjög spennt að
eignast barnið og segist ekki geta
beðið eftir að geta tekið það með í
tónleikaferðalag með Tommy Lee og
Motley Crue. Þau hjón ætla að leigja
stóra rútu með leikherbergi fyrir
barnið og öðrum nútíma þægindum
og ferðast síðan með hljómsveitinni
um Bandaríkin.
Páll Grímsson
Pamela segist vera mjög ánægð
með BarbWire. Hún sé gerð í teikni-
myndasögustíl þannig að litimir
séu sérstakir. Kvikmyndatakan sé
hröð og klippingar mjög snöggar,
svolítið eins og á tónlistarmynd-
bandi. Bardagasenurnar og tækni-
brellurnar séu líka mjög flottar.
Hún telur að það hafi heppnast
mjög vel að gera nútímalega og
spennandi afþreyingarmynd. Kven-
hetjur séu ekki mjög algengar í
kvikmyndum þannig að nú komi í
ljós hvort fólk sé tilbúið að meðtaka
kvenhetju sem stenst öllum karl-
mönnum snúning.
- Ef þú eignast stelpu og hún seg-
ir þér einn daginn að hún ætli að
sitja fyrir hjá Playboy, heldur þú að
þú munir samþykkja það?
„Já, ég er viss um að ég mundi
standa með henni í því ef hún hefði
áhuga á því að sitja fyrir. Playboy
tímaritið og eigandinn Hugh Hefner
hafa hjálpað mér mikið og ég væri
ekki stödd þar sem ég er í dag nema
fyrir þeirra hjálp. Tímaritið útveg-
Mikið er af bardagasenum og hasar í BarbWire, klippingar eru hraðar og myndin er öll í teiknimyndastíl. Óvenjulegt er að sjá Pamelu í þessum stellingum.
Pamela hefur vakið athygli karlmanna um heim allan fyrir kynþokka sinn sem þó er ekki náttúrulegur nema að hluta til heldur búinn til með aðgerðum lækna.
Pamela er þekktust fyrir dúkkuleik sinn í sjónvarpsþáttunum Strandverðir þar sem hún hefur verið óspör á að sýna líkamann. Hér glittir líka í vörumerki
hennar.
kynnst. Það má vel vera að á yfir-
borðinu líti hann ekki út fyrir að
vera ljúfur en það hefur auðvitað
ekkert með það að gera hvernig
manneskja hann er. Mér flnnst það
einmitt vera mjög skemmtileg sam-
setning að hann er harður rokkari á
yfirborðinu en viðkvæmur, rómant-
ískur og ljúfur sem lamb undir
niðri. Ég eyðilegg örugglega ímynd-
ina og feril hans sem rokkara með
því að segja þetta en þetta er alveg
dagsatt."
Pamela elskar rólur og segir að
hún hljóti að hafa verið api í fyrra
lífi. Þegar hún var krakki dreymdi
hana að vinna sem loftfimleikakona
í sirkus. Þau hjónin keyptu stóra
rólu og hengdu hana upp fyrir ofan
flygilinn í stofunni.
„Flygillinn er sérhannaður fyrir
Tommy með eftirlíkingar af öllum
tattóveringunum hans á hliðunum,"
segir Pamela. „Og lappirnar eru úr
járni sem er beygt á ákveðinn hátt.
Hann er mjög goðsagnakenndur í
útliti. Fyrir ofan flygilinn hangir
rólan mín og ég er vön að sitja nak-
in í henni og róla mér fram og til
baka á meðan Tommy spilar á
flygilinn og semur ný lög. Tommy
segir að þetta hjálpi honum við að
semja lög, sé eins konar vítamín-
sprauta fyrir sköpunargáfuna."
aði mér atvinnuleyfi í Bandarikjun-
um og það hefur verið mjög ánægju-
leg lífsreynsla að vinna fyrir Play-
boy. Fæstir vita að ég hef bara setiö
fyrir hjá þeim nokkrum sinnum en
tímaritið hefur síðan verið að birta
gamlar myndir sem voru teknar um
leið og fyrstu forsíðumyndirnar sem
það birti af mér. Ég er alltaf svolítið
hissa en jafnframt montin þegar
Playboy birtir myndir af mér. Les-
endur hljóta að vera orðnir ansi
þreyttir á að sjá mig aftur og aftur,
það er kominn tími á að skipta mér
út fyrir einhverja aðra fyrirsætu."
Pamela segir að fólk hafi miklar
ranghugmyndir um hvernig það er
að vera heimsfrægur. Frægðin hafl
í för með sér marga galla sem ef-
laust margir gætu ekki hugsað sér
að eiga við. Aðdáendur hafa reynt
að brjótast inn til hennar, sent hót-
unarbréf og gert símaat. Henni er
líka tiðrætt um ljósmyndara sem
sitja fyrir henn hvert sem hún fer
og oft stökkvi þeir út úr runnum og
þeir séu ófáir innkaupapokarnir
sem hún hafi misst úr höndunum
því henni hafi brugðið svo mikið.
Tommy er
sterkur
„Eg er viss um að einn daginn á
ég eftir að sparka einhvem niður í
misgripum fyrir ræningja eða eitt-
hvað álíka. Samkvæmt lögum þá
mega þessir ljósmyndarar. stunda
sína vinnu á þennan hátt af því að
þeir eru með myndavélar um háls-
inn. Án hennar væru þeir að brjóta
lög og ég gæti kært þá fyrir ofsókn-
ir. Ég er alveg hætt að fara út alein,
annað hvort eru lífverðir með mér
eða þá að við Tommy erum saman.
Ég er mjög örugg með Tommy við
hliðina á mér því hann er sterkur
og hikar ekki við að berja frá sér.
Það liggur við að ég þurfi að ráða
einhvern til að passa að Tommy
lemji ekki einhvern í köku. Þetta
eru aðeins nokkrir hlutir sem eru
óhjákvæmilegir fylgifiskar frægðar-
innar. Maður á nákvæmlega ekkert
einkalíf lengur og það er mjög erfitt
að lifa þannig lífi og'læra að sætta
sig við þá staðreynd.“
Eftir að Tommy Lee og Pamela
giftu sig hefur sögunum í fjölmiðl-
um fjölgað um allan helming.
Pamela segist ekki vita af hverju
kjaftasögurnar eru svona margar en
segir að þau sé bæði mjög opin og
hreinskilin og reyni ekki að fara
leynt með hvað þeim finnst um
þjóðfélagið í heild eða persónulega
hluti sem tlestir haldi leyndum. Ný-
lega lögsótti kvikmyndaframleið-
Ánægð með
BarbWire