Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 I )V Ti LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 37 Pabbinn stjórnar liðinu og strákurinn sér um að skora: Hjá okkur snýst líf- ið um knattspyrnu - segja knattspyrnufeðgarnir frá Akranesi, Guðjón Þórðarson og Bjarni Guðjónsson systkinabörn. Að faðir stjórni syni sínum í meistaraflokki er hins vegar ekki al- gengt. Það hefur Guðjón aftur á móti upplifað áður. Elsti sonur hans, Þórður, lék með Skagaliðinu fyrir nokkrum árum og varð þá marka- kóngur mótsins en hann er nú at- vinnumaður hjá Bochum í Þýska- landi. Samanburður á þeim bræðr- um hlýtur því að vera óumflýjanleg- ur. „Það eru nú helst þið fjölmiðla- menn sem eruð með þennan saman- burð og kannski stuðningsmenn liðs- ins líka. Annars skiptir þetta mig litlu máli,“ segir Bjarni og gefur greinilega ekki mikið fyrir þessar vangaveltur. Með hrað- ann að Ef ein- hver ætti að bera saman þá pilta væri það auð- vitað pabbi þeirra sem hefur leikið stórt hlutverk í lífi þeirra, eins og gef- ur að skilja, Með strákana í „láni" Þótt Bjarna kunni e.t.v. að þykja samanburöurinn viö stóra bróður óþægilegur fer ekkert á mílli mála að hann vildi gjaman komast í sömu spor og hann. Atvinnumennskan heillar þennan unga mann og hann viðurkennir fúslega draum sinn um að gera knattspyrnuna að fullu starfi. „Ég hef hugsað um þetta alveg frá því ég man fyrst eftir mér að sparka bolta.“ Bjarni segir að gaman væri að reyna fyrir sér í Þýskalandi og eins er hann spenntur fyrir knatt- spyrnunni i Englandi sem hann telur mjög skemmtilega. En v JÍiZ- w. * Bjarna Sigurðsson, þáverandi mark- vörð Skagamanna og núverandi markvörð Stjömunnar. Þótt flestir strákar á Skaganum smitist af fótboltabakteríunni hlýtur Guðjón og hans iðkun að hafa haft töluverð áhrif á syni hans. „Fótbolti er náttúrlega búinn að vera stór hluti af mínu lífi. Ég spilaði sjálfur i meistaraflokki í fimmtán ár og síðan þegar ég fór að þjálfa gerði ég það að atvinnu minni. Þeir fóm oft með mér á æfíngar og eins fór ég oft með þeim út á blett eftir vinnu. Ég lék við þá og yfirleitt fylltist líka túnið af strákum úr hverfinu. Ég hef hins honum til eftir leiki, eins og kom fram hjá pabbanum. Sögusagnir um klíkuskap kunna samt óhjákvæmi- lega að spretta upp og leikmaðurinn neitar ekki að slíkt hafi borist hon- um til eyma. Eftir frammistöðu stráksins í fyrstu leikjunum voru þær hins vegar fljótar að þagna. „Logi landsliðsþjálfari, sem þjálf- aði liðið í fyrra, var búinn að taka Bjarna inni i meistaraflokkshópinn," skýtur Guðjón inn í og lætur sér þetta tal um að hygla syni sinum greinilega í léttu rúmi liggja. Máli sínu til stuðnings bendir hann á ár- angur sinn sem þjálfara og segist bara láta verkin tala. Ef strákur- inn standi sig ekki verði hann tekinn úr liðinu. Það sé bara einfalt mál. Hann fái enga sérstaka meðferð. En finnst Bjama að hann þurfi að leggja sig enn frekar fram í leikjunum vegna þess að pabbi hans velur liðið? „Ég reyni alltaf að gera eins vel og ég get og ef þjálfaranum líkar það velur hann mig i liðið. Ég hef auðvit- að heyrt þetta tal um klíkuskap en reyni að bægja því Eins og aðra stráka dreymir Bjarna um að komast í atvinnumennskuna en um hvort sonurinn sé á réttum aldri til þess segir pabbinn að það geti nú verið afstætt. Meira skipti hvert sé fariö og hvernig sé búið þar að málum. DV-myndir ÞÖK „Þetta er eiginlega ekkert öðruvísi en venjulega. Ég breytist ekki neitt,“ segir Bjarni Guðjónsson, nýjasta stjaman í íslenskri knattspyrnu, um það hvemig er að vera kominn í kastljós fjölmiðlanna eftir frábæra byrjun á meistaraflokksferli sínum í knattspymu. Leikmaðurinn efnilegi er sonur Guðjóns Þórðarsonar, þjálf- ara Skagaliðsins, og á því ekki langt aö sækja hæfíleikana. DV lék for- vitni á að vita meira um þennan unga markaskorara og samvinnu þeirra feðga í fótboltanum og af því tilefni voru þeir heimsóttir á Akra- nes nýlega. Enginn markvarðaskelfir Bjarni, sem heitir raunur Bjarni Eggerts Guðjónsson fullu nafni, er sautján ára síðan í febrúar og það kemur eflaust mörgum á óvart að vita að hann var enginn sérstakur markvarðaskelfir i yngri flokkunum. Þá lék pilturinn reyndai- yfirleitt’ á miðjunni og segist jafnframt kwnna best við þá stöðu enda meira þar í boltanum. Nú er pabbinn hins vegar búinn að setja strákinn í framlínuna og það hefur heldur betur skilað sér. Sjö mörk litu dagsins ljós í fyrstu sjö deildarleikjunum og þau eiga örugg- lega eftir að verða fleiri í sumar. Bjami er hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður spyr hann út í þetta en leikmaðurinn upplýsir að það sé mikið stökk frá því að spila með yngri flokkunum og svo meistara- flokki, þar sem bæði hraðinn og harkan séu miklu meiri. Bjarni er enn bara á fyrsta ári í 2. flokki og Guðjón er spurður hvort hann ætli að láta son- inn spila með báðum þess- um flokkum í sumar. „Eins og álagið er núna í meist- araflokki sé ég ekki að það sé mikill möguleiki að hann spili líka með 2. flokki. Það má segja að það sé í raun búið að bæta við fimm helg- um í sumarið hjá okkur hvað leiki varðar," segir þjálfarinn en auk íslands- mótsins taka Skagamenn vitaskuld þátt í bikarkeppn- inni hér heima og svo Evr- ópukeppninni. Stóri bróðir atvinnumaður Að synir nánast taki við hlutverki feðra sinna í knattspymuliðinu á Skaganum er velþekkt staðreynd og skyldleiki leikmanna þar væri efni i heila bók, ef út í það væri fariö. Stutt dæmi um það eru Guöjón og Bjami en á meðal frænda þeirra sem hafa gert garðinn frægan með Skagaliö- inu eru Sigurður Jónsson, Ríkharð- ur Jónsson og bróðir hans Þórður, faðir Karls. Til gamans má líka nefna að Bjami og Jóhannes Harðar- son, sem nú er kominn í ÍA-liðið, eru og þjálfað þá báða sömuleiðis. Þótt spurningin kunni að vera óþægileg er samt ekki hægt annað en skella henni á Guðjón. „Það er margt líkt með þeim en samt em þeir ekki sömu spilatýpur að upplagi. Á þess- um aldri má kannski segja að Bjarni sé sterkari en svo verður að koma í ljós hvernig rætist úr og það mun framtíðin skera úr um. Það sem fólk er kannski aðallega að bera saman og hefur gaman af, er að þeir eru báðir fljótir. Þóröur er einn fljótasti knattspymumaður sem við eigum og Bjarni gæti bætt enn þá við hraðann hjá sér með réttri meðhöndlun. Og þetta eru hæfileikar sem öll góð knattspyrnulið þurfa á að halda.“ væri Guðjón tilbúinn að horfa á eftir öðrum syni sínum í atvinnumennsk- una? „Ég er bara með þessa stráka í „láni“ upp að ákveðnum aldri og mitt hlutverk er fyrst og fremst að gera þá að mönnum, leiðbeina þeim og reyna að hjálpa þeim inn í fram- tíðina, hvort sem það er atvinnu- mennska, nám eða eitthvað annað." Æfingar úti í garði Rétt eins og aðrir strákar á Akra- nesi byrjaði Bjarni ungur að sparka bolta og hans fyrstu minningar þessu tengdar em frá því að hann var ekki nema 3-4 ára gamall. Þá var Bjarni út í garði að skjóta á nafna sinn, vegar látið strákana alveg ráða þessu sjálfa. Ég bara aðstoða þá eins og ég sagði áðan,“ segir Guðjón og bætir við að hann hafi ekkert haft með þjálfun þeirra í yngri flokkunum að gera. Að sjálfsögðu reyndi hann samt að segja þeim til og mætti til að horfa á þá keppa. Sögusagnir um klíkuskap Sjálfsagt hefur það bæði kosti og galla að faðir skuli stjóma liðinu sem sonur hans spilar í. Að mati Bjama getur það bæði verið gott og slæmt en það fyrrnefnda eigi þó miklu frekar hér við. Það er heldur ekkert nýtt að Guðjón fylgist með syni sínum frá hliðarlínunni og segi frá mér,“ segir Bjami en eftir mörk- in hans þrjú í fyrsta leiknum hafa væntanlega allir slíkar raddir þang- að. Tilraunin heppnaðist „Ég gerði mér ekki neinar vænt- ingar um það að Bjarni yrði í liðinu í sumar en hann lagði geysilega hart að sér í vetur eins og hinir ungu strákarnir sem hafa verið að spila þessi leiki. Grunnvinnan var góð og þeir em að njóta þess núna. Ég velti því fyrir mér að eiga Bjarna svona frekar í bakhöndinni," segir Guðjón þegar talið berst að því að velja strákinn í byrjunarliðið. En pabbinn Guöjón og Bjarni voru kátir þegar DV heimsótti þá á heimavöll þeirra og vinnustað á Akranesi á dögunum. Skagamenn hafa líka haft ríka ástæöu til aö brosa á knattspyrnuvellinum t gegnum árin og allt eins er líklegt aö Islandsbikarinn veröi þeirra í sumar, fimmta áriö í röö. Ýmsar ástæöur liggja aö baki þessum góöa árangri og eina þeirra má sannarlega heim- færa á Guöjón og hans fjölskyldu. gerði meira en að veita stráknum tækifæri þvi Bjami er nú líka kom- inn í framlínuna fyrir tilstilli Guð- jóns. Það var í vorleikjunum sem þjálfarinn gerði fyrst þessa „tilraun" sína og ekki verður annað sagt en hún hafi gengið upp. Bjarni er að minnsta kosti búinn að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sumir fóru í fýlu Þegar talið berst að þjálfun er greinilegt að Guðjón er á heimavelli. Árangur hans á þeim vettvangi er lika einstakur. Ekki bara hjá ÍA heldur líka með KR og KA. Það þóttu mikil tíðindi þegar hann ákvað að gerast þjálfari þeirra röndóttu í vest- urbænum enda er KR í hugum margra „erkióvinur" Skagamanna. Guðjóni líkaði dvölin vel og segist eiga þar góða vini. Ekki vom þó all- ir sáttir við þá ákvörðun hans en þjálfarinn segir að ekkert af því fólki hafa verið það sem hann umgekkst. Þeir sem fóru í fýlu mega bara vera í fýlu. Nú er Guðjóri hins vegar kom- inn heim aftur og kann því vel. „Það hefur auðvitað margt breyst. Liðið hefur elst um tvö ár og á því hafa orðið meiri breytingar en ég átti von á. Það gerir það að verkum að ég þarf kannski að vinna öðruvísi," seg- ir Guðjón og bætir því við að aðstað- an fyrir fótboltann á Skaganum sé mjög góð. Undir það er vissulega hægt að taka og útsendarar DV geta ekki annað en dáðst að þeirri upp- byggingu sem átt hefur sér stað á svæði ÍA. Viðtalið fór þar reyndar fram og það var létt yfir þeim feðg- um þennan dag enda hefur gengi liðsins verið með ágætum i sumar. Þekkja sigurtilfinninguna Guðjón, sem er í fullu starfi hjá ÍA, segir margar ástæður að baki góðum árangri knattspyrnumanna á Akra- nesi. Þeir þekki sigurtilfinninguna mæta vel og er komnir á bragðið. Stuðningur bæjarbúa og bæjaryfir- valda er líka mjög mikill og það ger- ir þetta ekki síst kleift. Áhuginn hefur líka smitað út frá sér og snjallir knattspyrnumenn hafa komið frá hverri kynslóðinni af annarri. Oft hefur þetta byrjað með sparki heima í garði og Bjarni þekk- ir það vel. Yfirleitt gekk þetta áfalla- laust en Guðjón minnist þess að ein og ein rúða í bílskúrnum hafi nú orð- ið undan að láta. Tré og runnar hafa því vafalaust líka átti undir högg að sækja en Bjarni man enn eftir þeim skelfilega atburði þegar einhverjum datt í hug að gróðursetja tré í garðin- um, einmitt þar sem strákamir höfðu annað markið! Ungi markahrókurinn er ekkert sérstaklega spenntur að rifja upp viðureignir sínar við Þórð í garðin- um heima en blaðamáður getur al- veg rétt ímyndað sér hvernig þær fóru. Það er heldur ekkert að marka þegar annar leikmaðurinn er miklu eldri! Húsgögn í hættu Annar bróðir Bjarna, sem hugsan- legcm á eftir að banka á dymar hjá meistaraflokki ÍA á næstu árum, er Jóhannes. Sá er árinu yngri og Bjarni segir að samkeppnin á milli þeirra hafi verið mjög mikil. Oft hafi þeir verið eins og hundur og köttur á æfingum og samkomulagið heima á milli þeirra hafi stundum verið stirt. Þetta hefur nú lagast að mati Bjarna en Guðjón laumar því inn að strák- arnir séu loksins að þroskast, og glottir viö. Eins og gefur að skilja þurfa ungir knattspymumenn líka að æfa innan- dyra heima hjá sér og þótt Bjarni vilji ekki kannast við að neinar mublur hafi goldið fyrir það finnst blaðamanni þetta nú heldur ósenni- legt. Þjálfarinn kemur líka hér til skjalanna og varpar ljósi á málið og skýrir jafnframt frá því að afinn á Skólabrautinni hafi stundum fengið að kenna á þessu. Það bjargaði hins vegar málunum aö þar var finn gang- ur til fótboltaæfinga. Fótboltamenn á skíðum Þótt tilvera þeirra feðga snúist að stórum hluta um knattspymu gefa þeir sér tíma stöku sinnum til að sinna öðrum áhugamálum. Guðjón segist t.d. kunna á skíði fyrir tilstilli konunnar sinnar og geta farið I sæmilegustu fjöll og rennt sér skammlaust niður og það þyki bara nokkuð gott af Akumesingi að vera. Aðspurður hvort þetta sé ekki stór- hættulegt og varasamt fyrir fótbolta- stráka sem gætu brotið á sér lappirn- ar segir þjálfarinn það ekki vera. Að- alatriðið sé að vera sæmilega þjálfað- ur og þá á þetta að vera í lagi. Nokk- ur undrunarsvipur kemur á Bjarna við þessa yfirlýsingu pabba hans og strákurinn segist ætla að muna þessi orð. Við frekari eftirgrennslan kem- ur reyndar á daginn að Guðjón bann- aði Bjama að fara á skíði um pásk- ana. Þjálfarinn er líka áhugasamur um að komast í golf og segist stefna á það í framtíðinni. Best af öllu þykir honum samt að komast í veiði en það reynir hann að gera á hverju sumri, hvort heldur í lax eða silung. Bjarni segist hins vegar ekki vera áhuga- samur um veiðiskap. Núna er það bara fótboltinn sem kemst að og meira að segja ballferðir um helgar verða að bíða betri tíma. Þar kemur reyndar líka til að slíkt er ekkert mjög ofarlega á vinsældarlistanum hjá þjálfaranum! í bakarann eða boltann Bjarni segir að það hafi verið dálít- ið sárt fyrst að undirgangast þennan aga knattspymumannsins. Nú skilji hann þetta hins vegar fullkomlega og vonandi eigi þetta eftir að skila sér síðar. Það bjargi samt einhverju að nú stendur yfir Evrópukeppnin í knattspyrnu og em flestir leikirnir sýndir beint í sjónvarpinu. Hann seg- ist eyða miklum tíma í að horfa á þessa leiki en tekur líka fram að hann sé samt enginn sérstakur gleði- maður. í vetur var leikmaðurinn í Fjöl- brautaskóla Vesturlands sem er á Akranesi. Þar var Bjarni á íþrótta- braut en segist ekki ætla að halda áfram því námi. í haust stendur hug- ur hans til að fara að læra til bakara en pabbi hans grípur hér fram í og segir að strákurinn viti ekkert hvað hann vilji! Atvinnumennskan er að sjálfsögðu efst í huga Bjarna en hvort eða hvenær það verður að veruleika verður tíminn að leiða í ljós. Bjarni er aftur á móti tilbúinn að fóma náminu fyrir knattspyrnu. Aðspurður um réttan aldur í því sambandi segir Guðjón að það sé af- stætt en meira máli skipti hvert sé farið og hvernig sé staðið þar að mál- um. Gott íhaldsfólk Þjálfarinn segir að samskipti sín við Bjarna hafi gengið ágætlega og getur þess að þeir feðgar allir eigi það sameiginlegt að vera miklir keppnismenn. Þeir taki það nærri sér aö tapa en gera sér samt grein fyrir að það er einn af frumþáttun- um. Hann er ekkert að minna þá á færin sem þeir klúðra en segist kannski bara minnast á það að sjálf- ur hefði hann gert betur! Bjarni segist hafa lært mjög mikið af því að vinna með pabba sínum og að þeir ræði mjög mikið um knatt- spyrnu. Lífið hjá þeim snúist að stór- um hluta um knattspymu og pabbi hans er fljótur að taka undir það. Fjölskylduboðin fara líka í það að ræða um fótbolta en einnig komast veiðisögurnar og pólitíkin töluvert að, segir Guðjón. Bjarni er ekki kominn með kosn- ingarétt og hefur t.d. ekkert sérstak- lega velt fyrir sér komandi forseta- kosningum en þar vonar Guðjón að Pétur Hafstein komist sem lengst. Fjölskylda Guðjóns hefur töluvert tekið þátt í stjórnmálum en stærsti hluti hennar er gott íhaldsfólk, að sögn þjálfarans. I tveimur landsliðum Rétt eins og aðrir sautján ára ung- lingar er Bjarni kominn með bílpróf upp á vasann en þegar talið berst að ökumannshæfileikum hans má jafn- vel skilja það svo að hæfileikar hans nýtist betur inni á knattspyrnuvell- inum. Það kemur reyndar á daginn að Bjarni lenti í óhappi í vetur en betur fór en á horfðist og enginn slasaðist. Ungi leikmaðurinn er á sínum eigin bíl og er reynslunni rík- ari eftir þetta og ekki þarf að efast að nú fer hann mun varlegar en áður í umferðinni. Bjarna líkar annars mjög vel að búa á Akranesi og segir það sérstak- lega gott fyrir þá sem eru í íþróttum. Fyrir skemmtanafíkla kunni heldur minna að vera að gerast. Sjálfur nefnir hann kvikmyndasýningar sem eitt af áhugamálum sínum en í sumar gerir hann væntanlega ekki mikið af því. Skagaliðið leikur að jafnaði tvo leiki á viku út keppnis- tímabilið og því til viðbótar hefur Bjami fengið að spreyta sig með bæði U-18 og U-21 árs landsliðunum. Það er því meira en nóg að gera hjá þessum unga og ólofaða strák á Akranesi sem er greinilega heltek- inn af knattspyrnubakteriunni, rétt eins og pabbinn. -GRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.