Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 34
42 itímm LAUGARDAGUR 6. JULI 1996 IT Kraftganga í Öskjuhlíð: Konum kennt að ganga - kraftganga byggir ekki aðeins upp vöðva í fótleggjunum heldur einnig í efri hluta líkamans „Eg var um tíma búsett í borg- inni Hamilton í Kanada og læröi þar íþróttaþjálfun i líkamsræktar- stöð, sem beitti æfingum, sem báru keim af dansi,“ segir Árný Helga- dóttir, hjúkrunarfræðingur og iþróttaþjálfari. Hún stjórnar og stendur fyrir kraftgönguhópum, sem hafa aðstöðu í Perlunni í Öskju- hlíð og iðka sína göngu þar í ná- grenninu. „Kraftgönguna hef ég síð- an þróað hér á landi og þá meðal annars út frá því sem kallað er á ensku speed walking og hikin. En hvað er kraftganga? „Kraftganga er í raun ganga og leikfími í senn, það er ganga ásamt ákveðinni líkamsbeitingu sem stuðlar að aukinni áreynslu og brennslu og uppbyggingu vöðva á líkan hátt og í leikfimi. í kraftgöngu verður fólk að vera beint í baki, halda við með maga- og lærvöðvum og ganga frá hæl og upp á tá í hverju skrefi." En er kraftgangan betri en skokk- ið? „Hún er hvorki betri né verri, þetta er spuming um val. En til þess að geta skokkað þarf maður að vera vel á sig kominn líkamlega þannig að skokkið er ekki fyrir alla. Skokk- inu fylgir nokkurt álag á hné og jafnvel fleiri líffæri svo að vert er að fara varlega. Auk þess virðist mér skokkið oft valda miklu álagi á of stuttum tíma. Mesti vandinn við kennslu í líkamsþjálfun er einmitt að fá fólk til að fara sér hægt í byrj- un,“ segir Árný. „Ég fer afar hægt af stað með byrjendum og hef fyrsta tímann á því að kenna fólki líkamsstöðu, lík- amsbeitingu og öndun. Það hljómar kannski einkennilega að kenna þurfi heilbrigðu fólki að anda og ganga. Tilfellið er þó að margir beita líkamanum ekki rétt við göngu. Sumir ganga með bogið bak, aðrir með axlirnar stffar og dregnar upp að eyrum og algengt er að kon- ur gangi á tánum. Þær hafa vanið sig á að ganga á háum hælum og af- leiðingin er oft sú að hásinin stytt- ist og með tímanum eiga þær erfitt með að stíga í hælinn. Þessum kon- um þarf beinlínis að kenna að ganga frá hæl, rúlla upp á tá og spyrna frá. Sama er að segja um öndunina. > fram undcm Fræ-hlaup hefst 13. júlí nk. hjá Fræöslumiöstööinni, Grensásvegi 16. Þetta er fjölskylduhlaup Fræðslumiöstöövar í fíknivörnum og Vímulausrar æsku. Hlaupnir er 5 km. Allir sem Ijúka hlaupinu fá verö- launapening. Auk þess eru útdrátt- arverölaun. Upplýsingar og skráning alla virka daga hjá Fræöslumiöstöö- inni í síma 581 1817 og Bryndísi Svavarsdóttur í síma 555 3880. Mývatns maraþon: Eina truflunin af kollum með unga sína Bláskógaskokk HSK. Þetta vinsæla hlaup er nú aftur á dagskrá eftir eins árs hlé. Þaö verður 14. júlí nk. og á aö hefjast klukkan 13.00 skammt frá Gjábakka. Vegalengdir: 5 km og 16 km meö tímatöku. Flokkaskipting bæöi kyn: 16 ára og yngri (5 km), 17-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Upplýsingar á skrif- stofu HSK, Engjavegi 11, Selfossi, sími 482 1189 og fax 482 2909 Akureyrar maraþon. Hinn 20. júlt kl. 12.00 hefst Akureyrar maraþon en hluti þess er íslandsmót í hálf- maraþoni. Rásmark er viö íþrótta- völlinn á Akureyri. Vegalengdir: 4 km skemmtiskokk, 10 km og hálfmara- þon meö tímatöku. Heföbundin flokkaskipting beggja kynja. 3ja manna sveitakeppni. Allir sem Ijúka hlaupi fá verölaunapening. Innifaliö í þátttökugjaldi er pastaveisla fyrir þá sem skrá sig 15. júlf, frítt í sund- laug. Upplýsingar hjá Jón Árnasyni í símum 462 5279 og 462 6255. Mývatns maraþon- ið, hið annað i röð- inni, fer fram í dag. Skipuleggjendur hlaupsins segjast ætla að tryggja heilt maraþon (42,2 km) í sessi og því er að- eins boðið upp á það og síðan 10 km og 3 km. Sérstaða mara- þonshlaupsins um- hverfis Mývatn er meðal annars sú að hlaupinn er einn heill hringur en ekki tvisvar sami hringurinn eins og til dæmis í Reykja- víkur maraþoni. Kolbrún Ivarsdóttir, sem er í fram- kvæmdanefnd hlaupsins, sagði eyjar- strönd Skútustaöir i Endamark Skráning og Kétfaströnd Maraþon upphitun 3 km okkur að ýmsir teldu heppilegt að hlaupa fyrsta maraþonhlaup sitt við Mývatn. Hæðarmunur væri lítill en þó væri hlaupið í allmikilli hæð miðað við íslenskar aðstæður (280-310 m). Þá væri auðvelt að stjórna bffreiðaumferð og truflun því lítil. Ljóst er að hlaupaleiðin í Mývatns maraþoni er einstök hvað varðar náttúrufegurð. Hlaupaleiðin umhverfis Mývatn liggur meðal annars um Káffaströnd, Höfða og yfir Laxá. Oftlega er hlaupið við vatnssbakkann. Óhætt er að segja að náttúrufegurð leiðarinnar sé ein- stæð og hið eina sem truflað gæti hlauparana væri þá helst kollur á leið með ungana frá hreiðrum sínum. Vorpúttmót eldri borgara Vorpúttmót Hrafnistu í Reykja- vík og Hafnarfirði, Áss í Hvera- gerði og Grundar í Reykjavík var haldið 20. júnl sl. Að þessu sinni fór mótið fram á púttvell- inum við Hranfistu í Reykjavík. Þátttakendur voru fjörutíu bæði karlar og konur. Sigurvegari varð Sturla Pétursson, Hrafn- istu í Reykjavík, á 60 höggum, i öðru sæti Víglundur Kristins- son, Hrafnistu í Hafnarfirði, og þriðji Borgþór Árnason, Ási í Hveragerði. Fjögurra manna sveit Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði bar sigur úr býtum í sveitakeppni. í henni voru, auk Sturlu og Viglundar, Eyjólfur Júlíusson og Salvör Á. Sigurðardóttir, bæði frá Hrafn- istu í Hafnarfírði. 5. vika. 7/7 - _rJ J 3Í fif J3 3J 2J 223 '3 J 2333 10 km 21 km 42 km Sunnudagur lOkmról. 18 km ról. 24 km ról. Mánudagur Hvild Hvild Hvild Þriðiudagur 8 km (Hraðaleikur) 12 km (Hraðaleikur) 12 km (Hraðaleikur) Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og sióan Fyrst 2 km ról. og síðan 4x1 km hratt og ról. til skiplis. 3 km hratt, siðan 2 km ról.3 km hralt, siðan 2 km ról. Að lokum 2 km rólega. og siðan 3 km kralt. og síðan 3 km hratt. 2km ról. ílokin. 2 km rál. i lakia. MiMudogur 6 km ról. 12 km ról. 16 km ról. Fimmtudagur Hvíld 6 km jofnt 8 km jafnt Fösludogur 4 km ról. lOkmról. lOkmról. Laugardagur Hvíld 8 km frisklega 12 km frísklega Saml.: 28 km 66 km 82 km JBH Þvagleki vandi allt að þríðjungs kvenna Flest. öndum við of grunnt og erum því stöðugt að tapa orku. Nauðsyn- legt er að kunna að beita djúpönd- un og nota þindina við kraftgöng- una eigi hún að bera verulegan ár- angur. Hver tími hjá Árnýju hefst með upphitunaræfingum, sem miða að því að undirbúa likamann vel fyrir gönguna. Síðan er gengið rösklega. Bakinu er haldið beinu og haldið við með maga og lærvöðvum. Axlir eru hafðar afslappaðar, handleggj- um haldið í vinkil og með hnefa kreppta og spennta vöðva eru oln- bogar færðir niður og aftur með hliðum á vixl. Þannig vindum við upp á bolinn svipað og þegar gengið er á skíðum. Þetta göngulag gerir það að verkum að gangan byggir ekki aðeins upp vöðva í fótleggjum heldur einnig vöðva í efri hluta lík- amans að meðtöldum mittis- og magavöðvum. Það er einfalt og auð- velt að iðka kraftgöngu eftir að mað- ur er búinn að læra réttu aðferðina. Til þess að ná góðum árangri er æskilegt að ganga að minnsta kosti þrisvar í viku i allt að klukkustund í senn,“ segir Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþrótta- fræðingur að lokum. Að þora að tala um eðlilega lík- amsstarfsemi" nefnist bæk- lingur sem þýddur er úr sænsku á veg- um hjúkrun- ardeildar fyr- irtækisins Rekstrar- vara. Á forsíðu bækl- ingsins segir enn fremur að þetta sé upplýsingabæklingur um vandamál og viðhorf, hjálp og hjálpargögn í sambandi við þvag- og hægðavandamál. Einnig segir að þúsundir íslendinga eigi við þvagleka að stríða. Að sögn Ágústu Sigfúsdóttur sjúkraþjálfara er talið að allt að þriðjungur kvenna þurfi að glíma við þvagleka í það minnsta hluta ævi sinnar. Orsakir er oft vegna þungunar eða jafnvel slys, sem valda skaða á grindarbotni. Konum hættff þá til að missa þvag þegar þrýstingur verður á grindarbotninn, til dæmis vegna hoppa eða annarra hreyfinga við íþróttir. Einnig getur þetta orðið við erfið störf þegar lyfta þarf þungum hlutum. Margar konur hliðra sér hjá að taka þátt í íþróttum vegna þessa. Þvagleki er oft mikið feimnismál þeirra sem við hann þurfa að fást. Reynslan sýni hins vegar að oft- ast er hægt að lagfæra þvagleka með fræðslu og sérstökum æf- ingum. Hægt er að fá upplýsing- ar þar að lútandi m.a. á stofum sjúkraþjálfara. í áðumefndum bæklingi er m.a. sagt að brýn þörf sé á að búa fólki með þennan kvilla mann- sæmandi tilveru. Tímaritið Heilsuvemd: Aðventistar lifa lengur en aðrír Heilsuvemd — Heilsa og sport, tímarit Nátt- úralækningafé- lags íslands er nýlega komið út. Af efni blaðsins má m.a. nefna að borið er sanian heil- brigði kjötæta og þeffra sem neyta grænmetis. Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna lækna, þá fær hefðbundið vestrænt mataræði laka eink- unn. Þá er sagt frá niðurstöðum rannsókna, sem benda til þess að aðventistar lffi lengur að meðaltali en fólk af öðrum trúflokkum. Af einhverjum ástæðum munu aðventistar leggja meiri áherslu en aðrir á að borða fjölbreytt grænmeti, ávexti, gróft kom og fitulitlar mjólkurafurðff. Lögð er áhersla á bindindi á vín og tóbak, mælt gegn kaffi og kjöti og gildi hreins lofts og gönguferða talið mikið. Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna í Bandarikjunum, en þar eru um 750 þúsund aðventistar, þá lffa þeir að meðaltali þremur til sjö árum lengur en aðrff vestra. Karlmenn, sem fara ná- kvæmlega eftff öllum reglum að- ventistakirkjunnar, lffa allt að 12 árum lengur en aðrir banda- riskir karlar. f I i er styrktaraöili Reykjavíkurmaraþonsins FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.