Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 19
X>V LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
VISA-bikarkeppnin í Kaupmannahöfn:
Mestu tilþrifin í skákum Háðins
- fjórir vinningar skilja að Karpov og Kamsky
íslensku skákmeistararnir voru
heldur mistækir á opna mótinu í
Kaupmannahöfn, sem lauk sl.
fimmtudagskvöld, og náðu ekki að
blanda sér í baráttuna um allra
efstu sætin. Þegar einni umferð var
ólokið voru sex skákmenn jafnir og
efstir með 7,5 vinninga en efstu ís-
lendingarnir, Margeir Pétursson og
Jóhann Hjartarson, deildu 20.-36.
sæti með 6,5 vinninga. Héðinn
Steingrímsson hafði hlotið 6 vinn-
inga, Björn Þorfinnsson 5, Davíð
Kjartansson og Bragi Þorfinnsson
4,5 og Atli Hilmarsson 4 v.
Mótið er liður í norrænu VISA-
bikarkeppninni, sem hófst með
opna Reykjavíkurskákmótinu í
febrúar. Þar voru Norðmenn sigur-
sælir en á Kaupmannahafnarmót-
inu hafa gestir utan Norðurlanda
lengstum barist um efstu sætin.
Efstu menn voru Kortsnoj, Ros-
entalis, Hodgson, Gulko, Kogan og
nokkuð óvænt, Hillap Persson. Mar-
geir og Jóhann áttu því nokkra von
um góða stigagjöf í bikarkeppninni,
en norrænu keppendurnir tefla um
þátttökurétt í lokuðu móti haustið
1997, sem hugsanlegt er að fram fari
hér á landi.
Margeir tapaði óvænt í 6. umferð
fyrir Sune Berg Hansen og Jóhann
varð að sætta sig við ósigur gegn
Peter Heine Nielsen í 9. umferð. Jó-
hann hefur m.a. teflt við Speelman
^ og Hodgson og lyktaði báðum skák-
unum með jafntefli. Jóhann og Mar-
geir tefldu saman í 8. umferð og
voru ekkert að tefja allt of lengi við
taflið - úr varð friðsamleg rimma.
Héðinn Steingrímsson tekur nú
þátt í alþjóðlegu skákmóti eftir
nokkurt hlé en hann leggur stund á
nám við Háskóla íslands og því hef-
ur lítið tóm gefist til að sinna skák-
gyðjunni. Æfingaleysið sagði til sín
um miðbik mótsins er Héðinn varð
að bíta í það súra epli að tapa þrem-
ur skákum i röð. En þá var honum
nóg boðið og í 8., 9. og 10. umferð
hafa andstæðingar hans steinlegið.
Rennum yfir tvær þessara skáka,
sem eru hvort tveggja i senn, stutt-
ar og snaggaralegar:
9. umferð:
Hvítt: Héðinn Steingrímsson
Svart: Ole Bo Andersen
Grunfeldsvörn.
I. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7
< 7. Rf3 c5 8. Hbl 0-0 9. Be2 b6 10.
Bb2?! e6 11. d5?
Nýstárleg hugmynd hvíts stenst
I ekki, eins og Héðinn er fljótur að
sýna fram á.
II. - exd5 12. cxd5 Bf5 13. Hal
Be4! 14. Bc4 b5! 15. Bxb5 Db6 16.
Db3 Bxd5! 17. c4
Ef 17. Dxd5 Dxb5 18. Dxa8 He8+ og
auðvelt er að sjá að skammt er til
leiksloka.
17. - Bxb2 18. Hbl
Einnig er 18. Dxb2 Bxc4 vonlaust.
18. - Bxf3 19. Dxf3 Df6! 20.
Dxa8 Dxc3+ 21. Ke2 Dc2+ 22. Kf3
Dd3+ 23. Kf4
23. - Be5+!
I
- Og hvítur gaf. Ef 24. Kxe5 Dd4
mát!
10. umferð:
Hvitt: Héðinn Steingrímsson
Svart: Gunnar West Hansen
Tískuvörn.
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c3 d5 4. Rd2
e5?! 5. dxe5 dxe4 6. De2 De7 7.
Rxe4 Dxe5 8. Rf3
Hér var 8. Bf4 skemmtilegur
möguleiki - ef 8. - Dxf4 9. Rf6+ og
mát í næsta leik, eða 8. - De7 9.
Bxc7! o.s.frv.
8. - De7 9. Bg5 f6 10. Bf4 f5 11.
Red2 c6
Svartur hefur kastað „tempóum"
á glæ í byrjuninni og liðsskipanin
situr á hakanum. Óhætt er að mæla
með drottningakaupum, nú eða síð-
ar, þótt ekki leysi þau vandann.
12. Rc4 Rd7 13. 0-0-0 Rb6? 14.
Dd2! Rd5 15. Hel Be6 16. Rg5
Rxf4 17. Rd6+ Kf8 18. Dxf4 Bh6
19. Rxe6+ Dxe6 20. Dxh6+!
Rxh6 21. Hxe6
- Hvítur hefur unnið mann og
ekki þarf að spyrja að leikslokum.
Héðinn vann létt.
Karpov nægir vinningur
til viðbótar
Anatoly Karpov hefur fengið 9,5
vinninga gegn 5,5 vinningum Kam-
skys í einvígi þeirra í Kalmikíu.
Karpov þarf því aðeins einn sigur
til viðbótar - eða tvö jafntefli - til
þess að standa upp'i sem sigurveg-
ari.
Karpov var nálægt því að tapa 13.
skákinni, sem hann þó átti afar
vænlega um tíma. Þegar skákin fór
1 bið hugðu fáir honum líf - Kams-
ky átti tveimur peðum meira. En
„mislitir biskupar“ voru í stöðunni,
sem Karpov tókst að nýta sér. Eftir
90 leiki var fram komin fræðileg
jafnteflisstaða, þrátt fyrir að Kams-
ky ætti enn peðin tvö til góða.
114. skákinni varð hins vegar hið
gagnstæða uppi á teningnum. Nú
hafði Karpov peði meira en Kamsky
og gat gert sér vonir um jafntefli
vegna mislitra biskupa. En veldur
hver á heldur, segir máltækið. Kar-
pov gerði sér auðveldlega mat úr yf-
irburðum sínum og jók forskotið í
fjóra vinninga.
í 15. skákinni ætlaði Kamsky að
blása til sóknar með svörtu og tefldi
Benónývörnina háskalegu. Karpov
hafði hins vegar engan áhuga á því
að flækja taflið og stýrði í jafnteflis-
höfn.
14. einvígisskákin:
Hvítt: Gata Kamsky
Svart: Anatoly Karpov
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
e3 c5 5. Bd3 Rc6 6. Re2 cxd4 7.
exd4 d5 8. cxd5 Rxd5 9. 0-0 Bd6
10. Re4 Be7 11. a3 0-0 12. Bc2 Dc7
13. Dd3 Hd8 14. Rg5 g6 15. Bb3
Rf6 16. Hdl Bf8 17. Bf4 De7 18.
De3?! Rd5 19. Bxd5 exd5! 20. Rf3
Dxe3 21. fxe3
Það sem á eftir kemur er sígilt
dæmi um baráttu biskupaparsins
gegn biskup og riddara.
21. - f6 22. Hacl Bf5 23. h3 h5
24. Rc3 g5 25. Bh2 h4 26. Rd2 Kf7
27. Rb3 Hac8 28. Rb5 a6 29. Rc3
skák
Jón L. Árnason
b5 30. Re2 b4! 31. a4 He8 32. Kf2
Kg6 33. Rgl Ra7 34. Rc5
Kamsky reynir að blíðka goðin
með peðsfórn.
34. - Hc6 35. Rf3 Hec8 36. b3 a5
37. Ke2 Be4 38. Kd2 Bxc5 39. dxc5
Hxc5 40. Hxc5 Hxc5 41. Hcl Hxcl
42. Kxcl Rc6 43. Bc7 f5 44. Kd2
44. - d4! 45. exd4 f4 46. Ke2 Bd5
47. Kf2 Bxb3 48. Re5+ Rxe5 49.
dxe5 Bxa4 50. Bxa5 b3 51. Bc3
Kf5 52. Bb2 Bc6 53. Kfl Bd5 54.
Kf2 Ke4 55. Ke2 Bc4+ 56. Kd2 f3
. 57. gxf3+ Kxf3 58. e6 Bxe6 59. Bf6
g4 60. hxg4 h3 61. Be5 Bxg4
- og nú gafst Kamsky upp.
Opið mót í Bolungarvík
Um næstu helgi verður haldið
opið atskákmót í Bolungarvík, sem
er liður í afmælishátíð vegna 50 ára
afmælis Bolvíkingafélagsins í
Reykjavík. Mótið hefst kl. 17 á föstu-
dag 12. júlí og verður fram haldið
laugardaginn 13. júlí. Tefldar verða
9 umferðir og verða veitt verðlaun,
kr. 25 þús., 15 þús. og 10 þúsund fyr-
ir þrjú efstu sætin. Skráning á mót-
ið er í síma 456-7120 (Magnús). Mót-
ið er í umsjá Taflfélags Bolungar-
víkur.
I ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJrÆl
Smáauglýsingadeild DV er opin:
• virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 ■ sunnudaga kl. 16-22
Smo- auglýsingar ov 55050$$
JBT
o
STEYPUVIBRATORAR
- Á ÍS7./\ IS/JJ/ / i I IH 40 Án. -
Við bjóðum upp á allargerðir steypuvíbratora
hvort sem um er að ræða fyrir hellugerð eða
fyrir stórframkvæmdir. á hreint frábæru verði.
Verð frá aðeins kr.>72My’Kjstaðgreitt!
Leitið upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
-* ÁRMÚLI 29 108 RVK SlMAR: 553-8640 8.568-6100
KaWenMj
Uði
í tekxtefms ?
Kalodernia!,
*fme- .
Hand-
og naglakrem
fyrir normal húð
Handsápa
með pumpu
Andlitskrem
með Aloe Vera
fyrir normal húð
Body Lotion
(húðkrem)
fyrir normal húð
Body Milk
(húðmjólk)
fyrir þurra húð
Handgel
fyrir þurra húð
Andlitskrem
fyrir þurra húð
HUÐSNYRTIVORUR
frá Schwarzk^f
Ofnæmisprófaðar
Umhverf isvænar
• pH gildi hlutlaust
Umboðsaðili
Schwarzkopf
á íslandi
p B.
tetuissön
etur ]if
Suðurgötu 14 • S: 552 1020
i.