Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 27
JDV LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
ísland
--------—plötur og diskar—
1
It 1. ( 1 ) Pottþétt 4
Ýmsir
| 2. ( 2 ) Load
Metallica
t 3. ( 3 ) The Score
Fugees
t 4. ( 9 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
t 5. (10) Trainspotting
Ýmsir
t 6. ( 6 ) Paranoid and Sunburnd
Skunk Anansie
t 7. ( 5 ) Oider
George Michael
t 8. ( - ) Stone Free
Leikrit
t 9. (11) Glinggló
Björk og Tríó Guðmundar Ingólfss.
110. (13) íslandslög 3
Ýmsir
111. (- ) Sumar nætur
Stjórnin
112. (- ) Reif í botn
Ýmsir
4 13. ( 7 ) Post
Björk
114. (-) Óskalög sjómanna
Ýmsir
115. (16) A Different Class
Pulp
116. (12) Rokkveisla aldarinnar
Ýmsir
117. (- ) í berjamó
Reggae on lce
118. (- ) Falling Into You
Celine Dion
119. ( 8 ) Ástfangnir
Sixties
120. (- ) Down on the Upside
Soundgarden
London
t 1.(2) Three Lions
Baddiel & Skinner
| 2. (1 ) Killing Me Softly
Fugees
t 3. ( 3 ) Mysterious Girl
Peter Andre Featuring Bubble R....
t 4. (- ) Tattiva
Kula Shaker
t 5. ( 5 ) Because You Loved Me
Celine Dion
t 6. (— ) Oh Yeah
Ash and Keith Allen
t 7. (- ) Jazz it Up
Real 2 Real
f 8. ( 7 ) Don'tStop Movin'
Livin' Joy
t 9. (- ) Where Love Lives (Ramix)
Alison Limerick
4 10. ( 4 ) Always Be My Baby
Mariah Carey
NewYork ^
- -lög-
t 1. (1 ) The Crossroads
Bone Thugs-N-Harmony
t 2. ( 2 ) You're Makin' Me High/Let It Flow
Toni Braxton
t 3. ( 4 ) How Do U Want/California Love
2Pac (Featuring Kc and Jojo)
14 4. ( 3 ) Give Me One Reason
Tracy Chapman
t 5. ( 8 ) Macarena
Los Del Rio
It 6. ( - ) Always by My Baby
Mariah Carey
t 7. (- ) Because You Loved Me
Celine Dion
4 8. ( 7 ) Theme From Mission Impossible
Adam Clayton & Larry Mullen
t 9. (- ) Why I Love You So Much/Ain't N..
Monica
4 10. ( 9 ) Nobody Knows
The Tony Rich Project
Bretland
-plöturogdiskar----
t 1. ( - ) Recurring Dream
Crowded house
4 2. ( 1 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
I4 3. ( 2 ) Mosely Shoals
Ocean Colour Scene
t 4. ( 6 ) Falling into You
Celine Dion
4 5. ( 4 ) The Score
Fugees
4 6. ( 5 ) Older
George Michael
t 7. (-)Naked
Louise
4 8. ( 3 ) Till I Die
Bryan Adams
4 9. ( 8 ) Ocean Drive
Robert Miles
t 10. ( -) The Smurfs Go Pop
The Smurfs
Bandaríkin
— plötur og diskar—
J 1. (1 ) Load
Metallica
J 2. ( - ) New
Toni Braxton
4 3. ( 2 ) The Score
Fugees
4 4. ( 3 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
4 5. ( 4 ) Falling into You
Celine Dion
4 6. ( 5 ) New Beginning
Tracy Chapman
J 7. ( 7 ) 1999 Eternal
Bone Thugs-N-Harmony
t 8. (11) Soundtrack
The Nutty Professor
4 9. ( 8 ) Hootie And the Blowfish
Fairweáther Johnson
410. ( 9 ) Crash
Dave Matthews Band
Nigel Kenneay
- snýr sér að því að hljóðrita eigin tónlist
Nigel Kennedy hefur gerbreytt um stíl og fæst nú í fyrsta sinn við eigin tón-
list á plötunni Kafka.
Platan Kafka hefur að geyma ell-
efu lög sem meistarinn segir að
byggist á keltneskum grunni.
Daginn sem við íslendingar fógn-
uðum því að 52 ár eru liðin síðan
þjóðin öðlaðist sjálfstæði sendi
breski fiðlusnillingurinn Nigel
Kennedy frá sér sína fyrstu plötu
með eigin tónsmíðum. Platan nefn-
ist Kafka og er sú fyrsta sem kemur
út frá meistaranum í fjögur ár. Og
hann lætur sér ekki nægja að spila
á fiðlu að þessu sinni heldur grípur
hann einnig í víólu, selló, saxófón,
píanó og mandólín.
Nigel Kennedy hefur hingað til
getið sér afar gott orð fyrir túlkun
sína á verkum gömlu meistaranna.
Plata hans með Árstiðunum eftir
Vivaldi, sem út kom seint á síðasta
áratug, hefur slegið öll met í sölu
klassískra platna. Eftir að hún kom
út sendi hann frá sér tvær til við-
bótar, með verkum Brahms og Beet-
hovens, en síðan kom fjögurra ára
hlé.
„Mér fannst ég hafa náð hátindin-
um í túlkun klassískrar tónlistar og
hvenær á maður að snúa sér að ein-
hverju öðru ef ekki á hátindinum?"
segir Kennedy. „Ég hef alltaf haft
þörf fyrir að skapa mína eigin tón-
list. Mér fannst vera búið að setja
mig á einhvern afmarkaðan hás og
það fannst mér hamla tónlistarlegri
þróun minni. Ég ákvað því að snúa
mér að öðrum hugðarefnum."
Dauði tíminn á tónlistarferli
Kennedys kom meðal annars til
vegna þess að hann varð að gangast
undir aðgerð á hálsi. „Það atvik gaf
mér kærkomið tækifæri til að stíga
út úr frægðarfarinu sem mér fannst
ég vera fastur í og hugleiða í ró og
næði hvað mig langaði til að gera,“
segir listamaðurinn. „Ég hefði svo
sem getað farið að framleiða ein-
hvers konar listapopp. En ég hef
aldrei leikið tónlist í því augnamiði
að hún slægi í gegn. Fyrst hef ég
spilað og haft svo áhyggjur af því
eftir á hvort einhver vildi hlusta á
hana. Ég held ekki að tónlistin komi
að neinu gagni nema einhver vilji
hlusta á hana. Það er álíka og að
uppgötva afbragðs veitingahús og
segja engum frá því hvilíkir eðal-
réttir séu á matseðlinum."
Hendrix-áhrifin
Þegar Nigel Kennedy kom hingað
til lands á Listahátíð fyrir nokkrum
árum var ferill hans á tímamótum.
Hann hafði þá orð á því að hann
langaði til að spila tónlist Jimis
Hendrix i framtíðinni.
„Kafka varð til upp úr þessum
Hendrix-pælingum," segir hann.
„Það voru hins vegar alls konar
leiðindi i gangi í tengslum við erf-
ingja Hendrix. Endalaust rifrildi og
fullt af fólki sem sagði að það væri
erfingjar hans. Mér sýndist því að ef
ég gerði plötu með lögum Hendrix
kæmist hún aldrei í búðarhillurnar
vegna deilna og lögfræðinga og þess
háttar vesens.
Kannski er ein ástæða þess að
mig langaði til að gera plötu með
Hendrixmúsík sú að þótt ég hafi
haft það í huga í ein tíu ár að gera
plötu eftir mínu eigin höfði skorti
mig sjálfstraust til að hijóðrita eigin
lagasmíðar," bætir Nigel Kennedy
við. „Á endanum ákvað ég þó að
láta Hendrix róa í bili og snúa mér
að öðru. Ég get snúið mér að tónlist-
inni hans aftur þegar ég verð átt-
ræður því að Jimi er sígildur laga-
höfundur rétt eins og Bach og þeir
hinir.“
Fjöldi samstarfsmanna
Nigel Kennedy segist hafa ákaf-
lega gaman af keltneskri tónlist.
Músíkin hans á Kafka hljómar
óhefðbundin en Kennedy telur að
bakgrunnur hennar sé samt kelt-
neskur. Hann fékk David Bottrill til
að stýra upptökum plötunnar með
sér. Og síðan flutti hann nánast inn
í Rockfield hljóðverið í Monmouth í
fjóra mánuði og vann sleitulaust að
plötunni. Fjöldi tónlistarmanna
kom við sögu. Fyrst skal frægan
telja Manu Katché sem hefur meðal
annars unnið með Sting og Peter
Gabriel. Kennedy neitaði að kalla til
menn sem höfðu unnið sér það helst
til frægðar að vinna með frægum
tónlistarmönnum en gerði undan-
tekningu með Katché.
Úr sinni eigin hljómsveit valdi
Nigel Kennedy gítarleikarana Doug
Boyle og John Etheridge og Rory
McFarlane kontrabassaleikara. Aðr-
ir sem koma við sögu eru Pino
Palladino og Danny Thompson
(bassar), Stephane Grappelli (fiðl-
ur), David Heath (flauta), Nana
Vasconcelos (ásláttur) og söngvar-
amir Stephen Duffy, Jan Siberry,
David Roscarrick-Wholey og Brix E.
Smith. Fleiri listamenn leggja Nigel
Kennedy lið á plötunni, þeirra á
meðal gamla poppgoðið Donovan.
Kennedy segist ekki vera hættur
að hljóðrita sígilda tónlist þótt hann
sé farinn að fást við sína eigin. „Mig
langar til að skapa minn eigin tón-
listarheim sem ég get unnið í,“ seg-
ir hann. „Sígild plata öðru hverju,
síðan ein eins og þessi eða þá að ég
fer og spila spunatónlist einhvers
staðar. Ég vil bara ekki að neinn ýti
á eftir mér. Eðlisávísunin á að fá að
ráða því við hvað ég fæst næst.“