Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1996
15
Sumarverk í fullum gangi á Bessastöðum þar sem fimmti forseti íslenska lýðveldisins tekur við búi fyrsta dag næsta mánuðar.
DV mynd GVA
Þiónusta við þjóðina
Þá hefur þjóðin kosið sér nýjan
forseta - þann finunta sem gegnir
því embætti frá því lýðveldið var
stofnsett á Þingvöllum árið 1944 -
og það með svo miklum atkvæða-
mun að úrslitin urðu flestum ljós
um leið og fyrstu tölur voru birtar
síðastliðið laugardagskvöld.
Ekki fer á milli mála að vend-
ingarnar í forsetamálunum síð-
ustu mánuðina komu mörgum
verulega á óvart og það jafnvel svo
að sumir virðast vart trúa því enn
aö fyrrum formaður Alþýðubanda-
lagsins • hafi náð glæsilegu kjöri
sem næsti þjóðhöfðingi íslendinga.
Reynslan
frá 1968
Þar kemur margt til. Fram á
miðjan vetur virtust flestir aðhyll-
ast þá skoðun, sem mjög hefur ver-
ið haldið á lofti allt frá því Krist-
ján Eldjám gjörsigraði Gunnar
Thoroddsen í forsetakosningunum
árið 1968, að þjóðin vilji alls ekki
hafa stjórnmálamann á Bessastöð-
um.
Þegar Kristján fór í sitt eftir-
minnilega forsetaframboð hafði
hann um árabil gegnt starfi þjóð-
minjavarðar en var auk þess
kunnur meðal landsmanna fyrir
fræðistörf sín og fræðsluþætti í
sjónvarpi sem þá var nýr áhrifa-
valdur hér á landi.
Gunnar Thoroddsen kom hins
vegar, þrátt fyrir skamma viðdvöl
sem sendiherra í Kaupmannahöfn,
úr innsta hring stjómmálabarátt-
unnar þar sem hann hafði undir
það síðasta lent í kröppum póli-
tískum dansi sem fjármálaráð-
herra.
Þótt margir drægju þá ályktun
af úrslitunum 1968 að þjóðin hefði
hafnað Gunnari Thoroddsen
vegna þess að hann var stjórn-
málamaður mun þó einnig hafa
skipt mjög verulegu máli um úr-
slitin að hann var tengdasonur
fráfarandi forseta. Af andstæðing-
um hans var óspart að því vikið í
kosningabaráttunni að óeðlilegt
væri að forsetaembættið gengi
nánast í erfðir.
Kristján farsæll
Sérhver forseti hlýtur að gegna
embætti þjóðhöfðingjans með sínu
lagi i samræmi við hæfileika sína
og lunderni. Hér á við hið gamal-
kveðna: veldur hver á heldur.
Þjóðinni líkaði ákaflega vel með
hvaða hætti Kristján Eldjám rækti
skyldur sínar sem forseti íslands á
þeim tólf ámm sem hann sat í
þessu virðulega embætti. Hann var
afar farsæll í þjónustu sinni við
þjóðina og stóð fyllilega undir því
einstaka trausti sem landsmenn
höfðu sýnt honum með yfirburða-
stuðningi í kosningunum.
Hann sýndi líka og sannaði í
verki að forseti sem hafði enga
persónulega pólitíska reynslu gat
gegnt skyldum sínum við stjómar-
myndanir að loknum Alþingis-
kosningum án þess að þar félli
nokkur blettur á - en um það var
efast af andstæðingum hans í
kosningaslagnum.
Áhrif Vigdísar
Þegar Kristján ákvað að gefa
ekki kost á sér að nýju árið 1980
fór þjóðin því strax að leita að
heppúegum eftirmanni hans utan
stjómmálaflokkanna.
Þótt einn kunnur stjómmálafor-
ingi, Albert Guðmundsson, byði
sig fram til forseta það ár skiptist
langmestur hluti atkvæðanna á
milli tveggja áhrifamanna í menn-
ingar- og menntalífi landsmanna.
Leikhússtjórinn og háskólarektor-
inn, Vigdís Finnbogadóttir og
Guðlaugur Þorvaldsson, skiptu
með sér tveimur þriðju hlutum
allra greiddra atkvæða - en Vigdís
fékk sem kunnugt er einu pró-
sentustiginu meira.
Kristján Eldjám var afar virtur
og ástsæll með þjóð sinni frá
fyrstu stundu. Slíkan sess í hjört-
um landsmanna ávann Vigdís
Finnbogadóttir sér líka fljótlega
eftir kjörið árið 1980, þótt hún
hefði einungis fengið stuðning
þriðjungs þjóðarinnar á kjördegi.
Hún hefur hins vegar borið
hróður lands og þjóðar mun víðar
um heimsbyggðina en forverar
hennar á forsetastóli gerðu. Með
Laugardagspistill
Elías Snæland Jónsson
kosningu hennar varð nafh forseta
íslands í fyrsta sinn í sögunni
þekkt viða um veröldina - í upp-
hafl vegna þess að hún var fyrsta
konan sem náði kjöri sem forseti í
almennum kosningum og ruddi
þannig brautina en einnig vegna
glæsilegrar framkomu sinnar.
Enda hefur íslenska þjóðin tví-
mælalaust haft margvíslegt gagn
af þeirri miklu landkynningu sem
tengst hefur nafni Vigdísar síð-
ustu sextán árin.
Þegar ljóst varð að Vigdís Finn-
bogadóttir gæfi ekki kost á sér til
endurkjörs hófst enn á ný leit að
heppilegum eftirmanni utan
stjómmálanna. Að vísu var vitað
að nokkrir stjórnmálamenn höfðu
um árabil rennt löngunaraugum
til Bessastaða en talið sig hafa tak-
markaða möguleika á að ná kjöri
einfaldlega vegna þess að þjóðin
vildi ekki stjórnmálamann sem
forseta íslands.
Á þessu viðhorfi varð hins veg-
ar veruleg breyting á skömmum
tima síðastliöinn vetur. Hvers
vegna? \
Hvað breyttist?
Vafalítið eru skiptar skoðanir á
orsökum þessarar viðhorfsbreyt-
ingar. Sumir afgreiöa málið með
því einu að fullyrða að það hafi
einfaldlega verið kominn tími á
stjómmálamann í þetta embætti.
En slíkt segir auðvitað lítið.
Eitt atriði hafði tvímælalaust
mest að segja í þessu efni. Það er
framganga forsætisráöherra. Nafn
hans kom sem kunnugt er fljótlega
upp í umræðunni um líklega fram-
bjóðendur. Hann tók sér langan
umþóftunartima, nokkra mánuði.
Með því hafði hann afgerandi
áhrif á almenningsálitið. Eftir því
sem leið á veturinn gerðu fleiri og
fleiri sér grein fyrir því að svo
sterkur foringi, formaður stærsta
stjórnmálaflokks þjóðarinnar,
hlyti að fá verulegt fylgi í forseta-
kosningum. Það var þvi ekki leng-
ur óhugsandi, heldur miklu frekar
líklegt, að stjómmálamaður yrði
næsti húsráðandi á Bessastöðum.
Margir trúðu því lengi vel að
forsætisráðherra færi í framboð til
forseta. Á meðan þjóðin beið eftir
ákvörðun af hans hálfu fóm því
pólitískir andstæðingar hans að
velta fyrir sér hugsanlegum keppi-
naut og staðnæmdust brátt við
Ólaf Ragnar Grímsson. Þar með
var hleypt af stað þeirri atburða-
rás sem allir þekkja.
Kristján Eldjám er eini forset-
inn í sögu lýöveldisins til þessa
sem hefur verið kjörinn með
meirihluta atkvæða allra lands-
manna. Sveinn Bjömsson var val-
inn af Alþingi. Ásgeir Ásgeirsson,
Vigdis Finnbogadóttir og Ólafur
Ragnar Grímsson náðu öll kjöri til
þessa embættis fyrsta sinni með
minnihluta greiddra atkvæða á
bak við sig.
Að sætta þjdðina
Eftir forsetakosningarnar 1952
var mörgum manninum heitt í
hamsi, ekki síst í Sjálfstæðis-
flokknum þar sem sár innan-
flokksátakanna voru lengi að gróa.
Almenningur var hins vegar fljót-
ur að sameinast um hinn nýja for-
seta eftir að hann hafði tekið við
embætti, og Ásgeir varð sjálfkjör-
inn í þau þrjú skipti sem hann
bauð sig fram eftir það.
Reynsla Vigdísar Finnbogadótt-
ur var mjög af sama toga. Þótt hún
fengi einungis um þriðjung at-
kvæðanna í fyrstu kosningunum
tókst henni fljótt og vel að afla sér
stuðnings þeirra landsmanna sem
kosið höfðu aðra frambjóðendur.
Hinn nýkjömi forseti hefur þeg-
ar lagt áherslu á að mikilvægasta
verkefni sitt sé að sameina þjóðina
að loknu forsetakjörinu. Hann hef-
ur, eins og Ásgeir Ásgeirsson á
sinni tíð, háð marga pólitíska
hildi. Slik átök hafa að sjálfsögðu
skilið eftir sig sár sem gróa misvel
eins og gengur. En nú heyra þau
fortíðinni til.
Þjóðhöfðinginn er í senn
sameiningartákn þjóðarinnar og
þjónn hennar. Hvort og hvenær
eðlilegur friður ríkir um húsráð-
andann á Bessastöðum hverju
sinni er fyrst og fremst undir hon-
um sjálfum komið. Engin ástæða
er til að ætla annað en að nýkjörn-
um forseta auðnist að fylkja lands-
mönnum að baki sér með svipuð-
um hætti og forverum hans í emb-
ættinu.