Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 20
 - númerið er á „leikfanginu" hans, Suzuki 1100 „Eg starfa hjá Toyota og við vor- um að velja einkanúmer á bílana þar, m.a. TOY1 og TOY 2, og þá datt mér í hug að fá númer á mótorhjól- ið mitt sem á stæði MY TOY. Þetta er, jú, leikfangið mitt,“ sagði Bogi Óskar Pálsson framkvæmdastjóri í samtali við Helgarblaðið. Bogi hefur átt hjólið, Suzuki 1100 árg. ’92, í rúmt ár og notar það ein- göngu til að leika sér á því á kvöld- in og um helgar. Aðspurður sagðist hann ekki hafa leitt hugann aö því hvort það væri óvenjulegt að kaupa einkanúmer á mótorhjól en það hefði hins vegar ekki hvarflað að "sér að fá sér einkanúmer á bílinn. „Mér fannst þetta bara eitthvað sniðugt." Hann sagði að sér fyndist ekki dýrt að greiða 25 þúsund krónur fyrir númerið ef litið væri á það sem aukahlut. „Ef það er skoðað í því samhengi er upphæðin ekki há. Ég held að það sé þannig alls staðar í heiminum aö þar sem boðið er upp á einkanúmer séu þau alltaf tölu- vert dýrari en hin.“ -ingo ,Bogi meö „leikfangiö" sitt Suzuki 1100, árg. ’92. DV-mynd 20 Jjílnúmer LAUGARDAGUR 6. JULI1996 Stefán valdi sér einkanúmeriö 1966 í samræmi viö ártal bílsins. Markmiöiö er aö gera fornbílinn upp svo hann geti notað hann daglega í vinnuna._____________________________ DV-mynd Pjetur Eigandi einkanúmersins MY TOY: Fannst þetta sniðugt „Mér fannst það vel við hæfi að hafa ártalið á Mústanginum. Ég bjó í Bandaríkjunum um tíma og var þá með bílnúmerið STEBBI. Það var alltaf draumurinn að fá það aftur en svo finnst mér svolítið lummó að merkja bUa með nafni á íslandi," sagði Stefán Thorarensen gjaldkeri þegar við spurðum hann um bU- númerið 1966. Hann sagðist tvisvar hafa átt bU- inn, fyrst á árunum 1974-1978 og svo aftur frá árinu 1989. „Ég hef aUtaf verið hrifmn af Mustang og sá eftir að hafa selt hann. Ég leitaði mikið að öðrum eins, auglýsti m.a. 8 sinn- um í smáauglýsingum DV. Svo sá ég einn sem ég gat hugsað mér að eiga og þá reyndist það vera sami bU- inn,“ sagði Stefán. Hann ætiar að gera bUinn upp sjálfur að því marki sem hann ræð- ur við þannig að það verði gott að keyra hann. Markmiðið er að nota hann daglega í vinnuna. „Til þess þarf m.a. að skipta um vél í honum því það er ekki gott að keyra hann í dag. Ég keypti hann fyrir 200 þús- und krónur árið 1989 og er búinn að eyða hundruðum þúsunda í hann síðan og á enn meira eftir. Þetta krefst óhemju vinnu, tíma og pen- inga,“ sagði Stefán. -ingo Einkanúmerið TENNIS prýðir bláan BMW með blæju: Hef óseðjandi áhuga á tennis segir Kristján Baldvinsson, eigandi bílsins „Valið var ofureinfalt, ég elska tennis sem hefur verið mitt aðal- sport í 20 ár. Svo fannst mér þetta líka flott nafn og sportiegt. Það vita allir sem þekkja mig að ég spUa mikið og ég hafði t.d. engan áhuga á því að hafa nafnið mitt á bUnum,“ sagði Kristján Á. Baldvinsson mark- aðsstjóri. Einkanúmerið hans er einfaldlega TENNIS. Kristján sagðist hafa eytt ómæld- um tíma í tennis um ævina og hafa óseðjandi áhuga á íþróttinni. Reyndar hefur hann nú tekið sér hvUd vegna axlarmeiðsla en æfði hiklaust 3 klst. daglega áður. Kristján sagðist eiga marga bUa en hann valdi númerið á einn af uppáhalds bUunum sínum, dökkblá- an BMW ’88 með blæju og kremuðu leðri. „Ég fékk hann í september í fyrra og hann er eini sinnar tegund- ar hér á landi. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að aka um á fal- legum bílum. Þó þetta sé blæjubUl þolir hann öU veður og ég spara hann því ekkert.“ Aðspurður sagði hann það vera einhvers konar hégóma að vilja hafa einkanúmer á bUum. „Ég var með númeradellu áður, þ.e. i gamla kerfinu. Átti t.d. númerin 8310 og 8311. Svo þegar einkanúmerin voru leyfð sá ég mér leik á borði.“ -ingo Kristján hefur eytt ómældum tíma í tennis um ævina og þurfti því ekki aö hugsa sig um tvisvar varöandi bílnúmer- iö. DV-mynd GVA Stefán Thorarensen á bOnúmerið 1966: Nýju einkanúmerin: Fjölbreytnin í fyrirrúmi Fjölbreytni bUnúmera á eftir að aukast verulega á næstu árum ef marka má viðbrögð þeirra bUeigenda sem þegar hafa fengið sér einkanúmer frá því að reglugerð á grundveUi nýrra umferðarlaga tók gUdi. Hvert númer kostar 25 þús- und krónur og er búið að af- greiða 132 einkanúmer. Þau eru allt frá því að vera skammstaf- anir og ártöl upp í það að vera gælu- eða eiginnöfn viðkom- andi. Mörg þessara nafna vekja forvitni og fannst okkur athygl- isvert að vita hvað að baki býr. Við fórum á stúfana og leituð- um uppi þrjá menn sem merkja bUana sína meö MY TOY, 1966 og TENNIS og spurðum þá út í nöfnin. Viðtölin eru birt hér á síðunni. Rómantíkin allsráðandi Sagan segir af ungum manni sem fór fram á það við Bifreiða- skoðun að fá að setja hjarta á bUnúmeraplötuna. Hann fékk leyfið gegn því að hann útveg- aði hjartað sjálfur. Þegar hann var inntur eftir ástæðunni var hann með svar á reiðum hönd- um. Jú, hann ætiaði að gefa eig- inkonunni bU í afmælisgjöf með nafni hennar á númera- plötunni og fannst tflvalið að bæta einu hjarta við! Segið þið svo að rómantíkin sé útdauð! -ingo Fannst ártal vel við hæfi á fornbíl - númerið prýðir rauðan Mustang, árg. '66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.