Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1996
Sophia til Tyrklands:
Innst í hjarta
mínu er von
„Ég þori ekki aö gera mér neinar
vonir um að fá að hitta dætur min-
ar í Tyrklandi. En ég viðurkenni að
innst í hjarta mínu er von,“ segir
Sophia Hansen, við DV á Leifsstöð
áður en hún hélt af landi brott í
gær. Hún er á leið til Tyrklands þar
sem hún heldur áfram baráttu sinni
fyrir umgengnisrétti á dætrum sín-
um.
„Ef svo skyldi fara að ég fengi að
hitta þær þá tók ég með uppáhald-
matinn þeirra, íslenskt lambalæri,
hangikjöt og flatkökur. Baráttan
verður sett á fulla ferð þegar ég hitti
lögfræðing minn í Tyrklandi á
mánudag," sagði Sophia. -RR/ÆMK
- sjá nánar á bls. 2
Litháinn
á batavegi
Litháski sjómaðurinn, sem sóttur
var lífshættulega slasaður i fyrri-
nótt, er á góðum batavegi, að sögn
lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Hann átti að fara af gjörgæsludeild í
gærkvöld. Hann missti annan fótinn
við hné í fiskvinnsluvél um borð í
togara og var í lífshættu þar til
þyrla landhelgisgæslunnar flutti
hann til Reykjavíkur. -RR
Lee ómeiddur
eftir bílveltu
Suðurkóreski landsliðsmarkvörð-
urinn Suk Hyung Lee, sem leika
mun með FH-ingum á næsta keppn-
istímabili, slapp ómeiddur úr bil-
veltu ásamt verðandi tengdaföður
sínum fyrir utan Hvammstanga í
gær. Að sögn lögreglunnari á
Blönduósi lenti bíll þeirra í lausa-
möl og við það misstu þeir stjórn á
bílnum sem valt. Þeir sluppu eins
og áður sagði ómeiddir en bíllinn er
mikið skemmdur eftir veltuna. -RR
ISUZU
Crew Cab
verð aðeins kr.
2.410.000.-
með 3.1. túrbó díselvél 109 hestöfl
Bílheimar ehf.
Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000
HANN HEFUR NÁÐ
AÐ VERJAST!
^ Maður réðst inn í söluturn á Snorrabraut:
Ognaði mér með búrhnífi
- segir 18 ára gömul afgreiðslustúlka sem var við vinnu
„Hann réðst inn í sjoppuna með
búrhníf í hendinni og ógnaði mér
með honum. Ég varð auðvitað
skíthrædd en reyndi að halda ró
minni því ég vildi ekki láta hann
sjá hversu hrædd ég var. Hann
ruglaði eitthvað og var með stæla
en virtist ekki ætla að stela neinu.
Hann ógnaði siðan tveimur kon-
um sem voru í sjoppunni og þær
hlupu dauðskelkaðar út. Þá varð
ég svo reið, barði í borðið og sagði
honum að hypja sig út og hann
gerði það. Ég hringdi strax í lög-
regluna og þeir handtóku hann
Ólöf Þorkelsdóttir. DV-mynd KE
skömmu síðar,“ sagði Ólöf Þor-
kelsdóttir, 18 ára gömul afgreiðslu-
stúlka í sölutuminum Ömólfi á
Snorrabraut, í samtali við DV.
Hún varð fyrir þessari óskemmti-
legu lífsreynslu í gærmorgun þeg-
ar ölvaður maður um fertugt ógn-
aði henni með búrhníf á lofti. Ólöf
sagðist kannast við manninn því
hann kæmi stundum í sölututninn
og væri alltaf með vandræði því
hann væri iðulega ölvaður og ætti
aldrei peninga. Hann hefði stund-
um móðgað fólk með dónalegu tali
en aldrei ógnað neinum fyrr á
þennan hátt.
„Mér finnst rosalegur galli að
við skulum ekki fá að hafa táragas
eða eitthvað líkt til að verja okkur
með ef svona kemur upp. Ég held
ég taki með mér baseball-kylfu
næst þegar ég fer að vinna þarna,“
sagði Ólöf, en hún segist aldrei
hafa lent í svona lífsreynslu áður.
Að sögn lögreglu var maðurinn
handtekinn og færður í fanga-
geymslur. Hann var töluvert ölv-
aður og var látinn sofa úr sér.
Maðurinn mun vera góðkunningi
lögreglunnar. -RR
Þeir voru ánægðir með kosningasigur Jeltsíns strákarnir á smíðavellinum á
Sauðárkróki. Þeir voru að Ijúka við smíði forláta kofa sem þeir voru búnir að
nefna Rauðatorg, eftir torginu fræga í Moskvuborg. Strákarnir með húfurnar
eru, frá vinstri, Árni Þór Atlason og Gunnar Smári Reynaldsson og fyrir
framan þá krjúpa, sömuleiðis frá vinstri, Arnar Snær Gunnarsson og Jón
Gestur Atlason, bróðir Árna. -bjb/DV-mynd ÞÖK
Vestfirskur skelfiskur hf.:
Landlæknir kannar
veikindin á Flateyri
„Ég sá umfjöllunina um þetta mál
í DV og hef í kjölfarið beðið einn af
mínum mönnum að kanna þetta
mál og fá nákvæma skýrslu hjá heil-
sugæslulækni á staðnum um ein-
kennin og hve alvarlegt þetta er.
Við munum einnig tcda við forsvars-
menn fyrirtækisins og fá skýrslu frá
þeim. Við munum fara ofan í þetta
mál og sjá hvað er að gerast þarna,"
sagði Ólafur Ólafsson landlæknir
við DV í gær, aðspurður um við-
brögð hans vegna veikinda margra
starfsmanna hjá Vestfirskum skel-
fiski á Flateyri. Eins og fram kom í
DV í gær hefur á annan tug starfs-
manna leitað til læknis á Flateyri
vegna asmakasta. Orsakirnar eru
taldar vera eiturgufur sem myndast
frá sjóðara í vinnusal fyrirtækisins.
Talið er að veikindi starfsfólks fyr-
irtækisins hafi byrjað í mars sl. og
undanfarið hafa margir veikst, sum-
ir mjög illa. -RR
Fyrirhuguð fækkun sjúkrabíla:
Mikil skerðing á öryggi
- segir forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar
„Við munum að sjálfsögðu bregð-
ast hart við þessu. Það er mikil
skerðing á öryggi ef á að taka
sjúkrabíl héðan af Ólafsfirði og
sama má segja um aðra minni staði
á landinu," sagði Þorsteinn Ásgeirs-
son, forseti bæjarstjómar Ólafsfjarð-
ar, við DV um fyrirhugaða fækkun
á sjúkrabílum.
Nefnd á vegum heilbrigðiseftir-
litsins hefur sett fram tillögu um
verulega fækkun sjúkrabíla á land-
inu og sérstaklega á minni svæðum
eins og segir i tillögunni.
„Það er verið að tala um að fækka
um 4-5 bíla hér á Norðurlandi.
Menn horfa bara á landakortið og
setja títuprjón án þess að skoða að-
stæður. Það er alls ekki nóg ef þarf
að fara að keyra fram og aftur að
vetrarlagi í ófærð í neyðartilfellum.
Stjórn heilsugæslustöðvarinnar er
búin að mótmæla formlega og ég á
von á að bæjarstjórnin setji fram
mótmæli sín á næstu dögum,“ sagði
Þorsteinn. -RR
Veðrið á sunnudag:
Suðlæg átt og bjartviðri
Á sunnudag er búist við suðlægri eða breytilegri átt, golu eða kalda,
og bjartviðri um mestallt land. Þó er hætt við síðdegisskúrum, einkum
sunnanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig, hlýjast í innsveitum á
Suðvestur- og Vesturlandi.
Veðrið á mánudag:
Rigning síðdegis
Á mánudag verður hæg suðlæg átt og það má búast við rigníngu við
vesturströndina síðdegis. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig.
Veðrið í dag er á bls. 61