Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 36
SSi iðsljós 4 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 r>v 44 Sýningar á kvikmyndinni BarbWire með Pamelu Anderson eru nýhafnar: Það er varla til sá karlmaður í heiminum sem ekki þekkir Pamelu Anderson. Hún er hávaxin og ljós- hærð og óhætt að segja að líkamleg- ur vöxtur og útlit séu í ágætu lagi samkvæmt vestrænum stöðlum. Læknavísindin hafa að vísu komið 'henni til hjálpar með hæfilegum brjóstastækkunum en það þykja nú ekki merkilegar fréttir í Hollywood þar sem lýtalækningar kvikmynda- stjama eru daglegt brauð. Pamela er bandariski draumur- inn holdi klæddur. Þegar hún var stödd á ruðningsboltaleik í Vancou- ver í Kanada, þar sem hún er fædd og uppalin, var hún pikkuð út úr fjöldanum af sjónvarpstökumanni og myndinni varpað upp á risa- skerm fyrir enda vallarins. Áhorf- endur voru svo hrifnir að þeir hróp- uðu og klöppuðu og í lok leiksins var henni boðið niður á leikvanginn þar sem hún var kynnt fyrir áhorf- endum. Starfsmaður bjórfyrirtækis, sem staddur var á vellinum, kom auga á að hún var klædd í stutterma bol með nafni fyrirtækisins framan á. Hann hafði samband við Pamelu og henni var boðið að leika í auglýs- ingum fyrirtækisins. Það var nóg til að hún vekti athygi annarra ljós- myndara og eftir að myndir af henni birtust á forsíðu tímaritsins . Playboy fylgdu hlutverk í sjón- varpsþáttum og kvikmyndum í kjöl- farið. Það var hlutverk Pamelu í sjónvarpsþáttunum Baywatch sem færði henni heimsfrægð. Þættirnir eru sýndir í yfír 140 löndum og eru einir af vinsælustu sjónvarpsþátt- um í heiminum. Nýhafnar eru sýningar hér á landi á kvikmyndinni BarbWire þar sem Pamela Ánderson leikur aðal- hlutverk, hennar fyrsta aðalhlut- verk í kvikmynd. Myndin er byggð á teiknimyndasögu sem gerist í framtíðinni og ieikur Pamela kven- skörunginn BarbWire sem rekur bar dagsdaglega en stundar manna- veiðar í frístundum. Síbrosandi v og prakkaraleg Það vakti mikla athygli þegar Pamela giftist trommara rokkhljóm- sveitarinnar Motley Crue Tommy Lee eftir um fjögurra daga örstutt ástarsamband. Flestir spáðu því að samband þeirra yrði ekki langlíft en þau eru enn hamingjusamlega gift og eiga von á barni. Þegar Páll Grimsson hittir Pamelu í Los Ange- les er hún klædd í stuttan bómullar- kjól sem fellur vel að líkamanum. Hún er síbrosandi og freknurnar á nefi og kinnum gera hana svolítið ^ prakkaralega. Það er eitthvaö sak- " laust og stelpulegt við hvemig hún ber sig og svarar spurningum. Það . gerir hana jafnframt mjög aðlaðandi : við fyrstu kynni. j „Já, ertu frá íslandi, segir Pamela eftir að blaðamaður hefur kynnt sig. Afi minn er frá Finnlandi og heitir Hikkianen, því var síðan breytt í Anderson. Og síðan bætir hún við: Pamela Anderson leikur sitt fyrst hlutverk í kvikmynd í myndinni BarbWire. Hún er ánægð með myndina og segir spennandi að vita hvernig fólk bregðist við þeirri kvenhetju sem hún leikur í myndinni. „Ég held mikið upp á Björk, nýja lagið hennar er alveg frábært, ég er alltaf að hlusta á það.“ Tommy dekrar við mig - En hvernig ætli leikkonunni líöi að vera ólétt? - „Að mínu mati eru konur falleg- astar þegar þær eru óléttar. Mér hefur aldrei liðið betur andlega og líkamlega, ég er auðvitað ennþá létt- geggjuð en um leið er ég mjög afslöppuð. Allajafna get ég ekki set- ið róleg í hálfa sekúndu en núna er ég alltaf mjög róleg. Tommy (Lee) dekrar líka við mig og ber á mig kókoshnetuolíu á hverjum degi.“ Pamela segir að eðlilega hafi hún miklu meiri matarlyst en venjulega og að henni sé í raun alveg sama þó að hún bæti við sig einhverjum kílóum, það sé sannarlega þess virði þegar barnið sé annars vegar. - En þarf hún ekki að taka sér hlé frá sjónvarpsleik eftir fæðinguna? „Ja, ég ætla að taka mér þriggja mánaða frí frá tökum á Baywatch en geri ráð fyrir að halda áfram á fullu eftir þann tíma. Ég vona að sá tími nægi mér til að ná aftur sömu þyngd og koma líkamanum í sama form og áður. Mamma mín þyngdist töluvert þegar hún gekk með mig en léttist síöan strax aftur í sömu þyngd og áður. Við erum alveg eins vaxnar og jafn þungar þannig að ég er að vona að það verði eins með mig. Ég hef aldrei átt í vandræðum með aukakilóin og á ekki von á því að það breytist neitt,“ segir hún. Fær eðlilegt uppeldi - Hefur þú eitthvaö velt því fyrir þér hvemig það verður fyrir barnið að eiga heimsfræga foreidra og alast upp í Hollywood? „Já, ég hef nú velt því fyrir mér en ég hef ekki miklar áhyggjur af því á þessari stundu. Við Tommy eigum hús í Malibu sem er eigin- lega hálfgerð sveit og sannarlega ekkert eins og Hollywood. Ég ólst upp í sveit þannig að mér líður mun betur þar en í borginni. Mamma og pabbi ætla líka að flytja hingað til að geta hjálpað mér með bamið svona fyrsta árið alla vega. Þannig að við gerum allt til að barnið fái eðlilegt uppeldi með fjölskylduna, afa og ömmu, á staðnum," segir hún. Þegar er búið að ákveða nöfn á bamið. Pamela segir að ef það verði stelpa þá muni hún heita Brianna Deniese og ef það verði strákur þá muni hann heita Brandon Thomas. „Þetta eru nöfn sem mér finnast falleg og kjarngóð, Brianna merkir til dæmis kraftmikil. Flestir vinir okkar vildu að við veldum einhver tískunöfn eins og Zoe, Boe eða Zac en það kom aldrei til greina af minni hálfu. Það kom þeim held ég á óvart þegar ég sagði þeim þessi ósköp venjulegu nöfn,“ segir hún. - Heldur þú að fólk geri ráð fyrir aö þið Tommy séuð alltaf léttgeggj- uð og gerið óvenjulega hluti? „Ég veit það eiginlega ekki. Þeir sem þekkja okkur vel vita auðvitað alveg hvernig við eram. Við erum held ég ósköp venjulegt fólk, mér líður best heima hjá mér með vin- um og fjölskyidu. Við Tommy förum t.d afar sjaldan út á lífið á skemmti- staði, við erum oftast bara heima að skemmta hvort öðru.“ Viðkvæmur og rómantískur Pamela bætir síðan viö að þau hjónakorn lesi aldrei kjaftablöðin eða fylgist með slikum þáttum í sjónvarpinu vegna þess að það geri þau svo reið. Kjaftablöðin flytji aldr- ei neinar jákvæðar fréttir heldur reyni að draga fram allt það versta og mjög oft séu þessar fréttir hreint út sagt upplognar og ekki eitt sann- leikskom i þeim. „Við Tommy þurf- um meira að segja að skiptast á að fara í gegn um allt rasl sem við hendum út til að vera viss um að þar sé ekki eitthvað bitastætt fyrir þá sem vilja koma einhverjum frétt- um af stað um okkur. Þetta er hrein og klár sorpblaðamennska," segir hún. - Hvað er það sem hefur sært þig mest af því sem kjaftablöðin hafa birt? „Það kom mjög illa við mig þegar fréttir um það að Tommy væri að berja mig voru í öllum blöðum. Ég varð sérstaklega reið því að Tommy er ljúfasta manneskja sem ég hef Rólar nakin meðan Tommy spilar á flygil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.