Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 8
sælkerinn
LAUGARDAGUR 6. JULI 1996
Allir geta töfrað fram góðan mat á grillinu:
Grafinn
Marineraðar lundir og kartöfluspiót
J arfrlinu er sniðugt að n
Allir geta grillað og
töfrað fram góðan mat ef
þeir bara vilja, hafa gott
hráefni við hendina og
hafa náð upp passlegri
glóð í kolunum. Gjaman
má leyfa bragðinu í ein-
íoldu hráefhinu að njóta
sín eða gera það bragð-
sterkara með góðri mar-
ineringu. Meðlætið getur
verið hefðbundið, grænt
salat eða suðrænir ávext-
ir, sem eru hitaðir á grill-
inu. Hér koma nokkrar
hugmyndir að mariner-
ingu fyrir grillmeistar-
ann.
Piparmarinering
j. tsk. rósapipar
1 tsk. græn piparkorn
1 tsk. svört piparkorn
ca 3 dl valhnetuolía
2 msk. sinnep
Piparinn er mulinn og blandað
saman við oliuna. Þessi marinering
hentar vel öllum tegundum af kjöti,
sérstaklega þó svínakjöti.
Hvítlauksmarinering
3 dl ólívuolía
2-4 hvítlauksrif
ferskt rósmarín eða timjan
1 tsk. sítrónusafi
V/2 tsk. sykur
grófmalaður pipar
Lundir með
kartöfluspjóti og
Gaspacho salati
Kjötið er hreinsað og penslað með
marineringunni. Lundirnar eru
lagðar á grillgrind og grillaðar á
miklum hita í 4-5 minútur á hvorri
hlið. Grillgrindin er hækkuð og
kjötið grillað í 6-8 minútur á hvorri
hlið. Saltað.
Kjötinu er pakkað í álpappír og
látið bíla í 15-20 mínútur áður en
það er skorið í sneiðar.
Kartöfluspjót
Nýjar kartöflur eru skornar í
tvennt og settar á spjót. Gjaman má
hafa kartöflur og sveppi eða lauk til
skiptis á spjótinu. Kartöflumar eru
penslaðar með oliu eða grillolíu og
grillaðar í 20-25 mínútur. Einnig má
sjóða kartöflurnar
þanniog að þær séu við
það að verða mjúkar
áur en þær eru penslað-
ar með olíu og grillaðar
í 6-8 mínútur.
Gazpacho salat
3 tómatar
1 laukur
1-2 hvítlauksrif
y2 agúrka
1 rauð paprika
1 tsk. sterk chilisósa eða
1-2 msk. mild chilisósa
2 msk. ólívuolía
salt
grófmalaður pipar
sykur
Kross er skorinn í tómatana og
þeim er dýft í sjóðandi vatn og húð-
in flysjuð af. Laukur og hvítlaukur
er skorinn i báta og afgangurinn af
grænmetinu í stóra bita.
Grænmeti, chilisósu og ólívuolíu
er blandað saman í matvinnsluvél
og bragðbætt með salti, pipar og
sykri.
Sem meðlæti má einnig bera fram
grillaða bananahelminga, ananas-
sneiðar, eplabita, kiwi og jarðarber,
til dæmis á spjóti. Ávextina má hita
ferska eða marineraða á griUinu.
-GHS
Ljúffeng
sinneps-
sósa
Hér kemur uppskrift að
einstaklega ljúffengri
sinnepssósu sem gott er
að bera fram með graflaxi
eða einhverjum öðrum
fiski sem hefur verið graf-
inn.
4 msk. sinnep,
ekki of sœtt
Vrl msk. sykur
y2 msk. edik
4 msk. olía
salt
grófmalaóur,
svartur pipar
fínt skorið dill
Sinnep, sykri og edik
er hrært saman. Olían er
sett saman við og þeytt
vel allan tímann. Saltað,
piprað og fint skorið dill
sett út í eftir smekk. Salt-
og sykurmagn getur farið
eftir smekk. Til að auka
saltbragðið má minnka
sykurinn.
-GHS
matgæðingur vikunnar
Slnnepssósu er gott aö
bera fram meö gröfnum
fiski. Þessi uppskrift er
einstaklega ijúffeng.
ummmmmmammmMíí
Kristín Tómasdóttir, matgæðingur vikunnar:
Lundir og frosin bananakaka
„Ég get aldrei sagt til um magnið á Avaxtasalat
því sem ég læt í réttina því að ég geri
þetta bara eftir hendinni. Ég fer bara
eftir tilfinningunni og á voðalega
erfitt með að hafa nákvæmt magn,“
segir Kristín Tómasdóttir, húsmóðir
á Akranesi, en hún er matgæðingur
vikunnar að þessu sinni.
Kristín kynnir hér uppskrift að
grilluðum svínalundum og athyglis-
verðum eftirrétti, frosinni banana-
köku.
y2 kantalópumelóna
1 appelsína
1 kiwi
jarðarber
vínber
1 lítill haus kínakál
Grillaðar lundir
Svínalundir eru kryddaðar með
salti og pipar og grillaðar í tíu mínút-
ur á hvorri hlið. Bakaðar kartöflur
eru bornar fram með.
Avextimir
og græn
metið er
skorið
niður
Dressing
y2 litil dós majonnes
M sýrður rjómi
y2 blaðlaukur
y2 rauð paprika
y3 agúrka
Majonnesi og sýrðum rjóma er
blandað saman. Blaðlaukur,
paprika og agúrka eru skorin
smátt og sett út í.
Gott er að skera kross í kart-
öflurnar og smyrja dressingunni
þar á áður en kartöflurnar eru
vafðar í álpappír.
Rjómasveppasósa
ferskir sveppir
2-3 msk. hveiti
smjör
vatn
1 peli rjómi
sveppateningur
Sveppir eru
steiktir upp úr
smjöri og settir
til hliðar.
Hveiti og smjör
er bakað upp og vatni og
sveppatening síðan bætt út í og
látið sjóða í 20 mín. Rjóma er
hellt út í og svo sveppum og síð-
an er sósan smökkuð tU.
Frosin bananakaka
200 g hafrakex
3-4 bananar
2 1 vanilluís
2 dl saxaðar hnetin-
100 g suðusúkkulaði
75 g smjör
2 dl flórsykur
1 dl rjómi
1 tsk. vanilludropar
2!4 dl þeyttur rjómi
hnetvu- tU skrauts
Kexið er mulið i skál og bananar
skornir í sneiðar og raðað ofan á. Is-
inn er skorinn í sneiðar og þeim er
raðað ofan á bananana og hnetun-
um er svo stráð yfir. Kakan er fryst.
Súkkulaði og smjör er brætt sam-
an við vægan hita. Flórsykri og 1 dl
af rjóma er bætt út í, soðið í 5-10 mín.
á meðalhita og hrært vel í á
meðan. Potturinn er tek-
inn af hellunni og
vanilludropamir
settir í. Kælt og svo
hellt yfir ísinn og
fryst.
Kakan er
skreytt með
rjóma, hnetum
og fryst aftur.
Svö er kakan
látin þiðna til
hálfs áður en
hún er borin
fram.
-GHS
Kristín Tómsdóttir
matgæöingur kynnir
hér uppskrift aö grill-
uöum svínalundum
og frosinni banana-
köku.
DV-mynd DÓ
Þégar vel hefur fiskast í sum-
arfríinu er sniðugt að nota tæki-
færið og grafa fiskinn og búa
þannig til gómsæti til að hafa
ofan á brauð eða bera fram þeg-
ar gesti ber að garði. Gott er að
frysta fiskinn í einn sólarhring
áður en hann er grafinn og skal
gæta fyllsta hreinlætis við verk-
ið. Hér kemur prýðileg aðferð
við að grafa hvaða fisk sem er.
Fiskurinn er skorínn í flök og
snyrtur. Gæta veröur þess að
fjarlægja öll bein og svo er fisk-
urinn þurrkaöur vel.
V%
'Á
Sykri, saiti, pipar og ef til vill ein-
hverju ööru kryddi er blandaö
saman og sett í fat.
Kryddblöndunni er nuddaö inn í
fiskflökin báöum megin og þau
eru lögö í fatiö. Afganginum af
kryddinu er dreift yfir.
Álpappír er settur yfir fatiö og létt
pressa lögð á fiskinn, til dæmis
fjöl meö hálfs kflóa pressu.
Fatið er sett f ísskáp eöa kalt
kjallaraherbergi. Fiskfiökunum
er snúiö á morgnana og kvöldin.
Pressan er fjarlægö eftir tvo sól-
arhringa og fiskurinn látinn
standa í 1-2 sólarhringa í viöbót.
Gott er aö bera grafinn fisk fram
meö sinnepssósu.
Hægt er að frysta grafinn fisk
og geymist vel feitur fiskur þá í
2-3 mánuði.
-GHS