Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 33
JO-’W’ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
fréttir
Ákveðið tómarúm ríkir vinstra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir
Sameining jafnaðarmanna
er í sömu kreppu og fyrr
- stuðningsfólk Guðrúnar Agnarsdóttur er hugsanlega að mynda stjórnmálaafl
Stuöningsmenn Guörúnar Agnarsdóttur í forsetaframboðinu segjast nú vilja haida áfram aö vinna saman ef Guörún
vill veröa formgi þeirra. DV-mynd GVA
Enn einu sinni eru foringjar Al-
þýðuflokks og Þjóðvaka farnir að
tala um sameiningu. Það er hins
vegar spurning hvort lengur er
hægt að tala um Þjóðvaka sem
stjórnmálaflokk eða afl. Hann
mælist aðeins með 0,5 til 1,0 prósent
í skoðanakönnunum. Einn fyrrum
stuðningsmaður Þjóðvaka hafði
samband við mig á miðvikudaginn
og sagði að fréttamenn ættu að
hætta að tala um Þjóðvaka sem
flokk þegar sameiningarmálin bæri
á góma. „Þið eigið bara að tala um
hann sem þingflokk," sagði maður-
inn.
Nýlega ritaði Margrét Frímanns-
dóttir þessum tveimur flokkum, auk
Kvennalista, bréf. Þar leggur hún til
að flokkamir skipi vinnunefndir til
að ræða frekari samvinnu, jafnvel
sameiningu. Henni hefur ekki einu
sinni verið svarað.
Sagan endalausa
Jóhanna Sigurðardóttir segist í
viðtali við DV vilja sameiningu
jafnaðarmanna en segir svo: „Ég vil
taka það skýrt fram að við erum
ekki á leið inn í Alþýðuflokkinn."
Guðmundur Árni Stefánsson,
varaformaður Alþýðuflokksins,
sagðist líka hlynntur sameiningu en
tekur fram: „Það er ekki verið að
búa til þriðja flokkinn úr þessum
tveimur. Alþýðuflokkurinn, Jafhað-
armannaflokkur íslands, verður
áfram til.
Mörður Ámason í Þjóðvaka segir:
„Þjóðvaki er ekki til sölu, hvorki í
pörtum né í heilu lagi.“
Jón Baldvin talar svo um að sam-
eining geti hugsanlega tekist fyrir
haustið!
Þessi saga er orðin svo gömul og
tilraunin til sameiningar svo marg-
reynd að það hljómar orðið hlægi-
lega þegar fólk imprar á þessu enn
einu sinni.
Og til að rifja þetta allt saman
upp má minna á að Alþýðubanda-
lagið var á sinni tíð stofnað til að
sameina vinstrimenn. Hannibal
Valdimarsson stofhaði Samtök
frjálslyndra og vinstrimanna til að
sameina vinstrimenn. Vilmundur
Gylfason stofnaði Bandalag jafnað-
armanna til að sameina vinstri-
menn og Jóhanna Sigurðardóttir
stofnaði Þjóðvaka til að sameina
vinstrimenn. Ólafur Ragnar Gríms-
son, þáverandi formaður Alþýðu-
bandalagsins, og Jón Baldvin, for-
maður Alþýðuflokksins, fóru saman
í fundaherferð um landið, Á rauðu
ljósi, til þess að sameina vinst-
rimenn.
Forystukreppa
Eftir allt þetta eru vinstrimenn,
jafnaðarmenn eða félagshyggjufólk,
hvað sem menn kjósa að kalla það,
jafnsundrað og fyrr. Það stendur
verr en oft áður vegna þess að for-
ystukreppa ríkir hjá flokkunum.
Fyrst ekki tókst að sameina flokk-
ana meðan sterkir foringjar stjóm-
uðu þeim tekst það varla núna.
Það ríkir forystukreppa í Alþýðu-
flokki með Jón Baldvin við stýrið.
Undir hans forystu klauf Jóhanna
flokkinn og Jón tommar ekkert með
Fréttaljós á
laugardegi
Sigurdór Sigurdórsson:
hann í kosningum. Karlinn í brúnni
er búinn að kasta nótinni oft en
hann fiskar ekki. Og í raun vill
hann enga sameiningu vinstri-
manna nema hann fái að vera for-
maður fyrir sameinuðum flokki.
Það ríkir forystukreppa í Alþýðu-
bandalaginu. Margrét Frímanns-
dóttir hefur verið formaður flokks-
ins í um það bil ár og það er alveg
ljóst að hún leiðir ekki flokkinn til
stórra verka. Hún er þar að auki
með lítt reyndan mann sér við hlið
sem varaformann. Það bætir ekki
ástandið. Skarð Ólafs Ragnars er
vandfyllt og Steingrímur J. Sigfús-
son, hæfasti þingmaður flokksins,
stendur til hlés. Þar á ofan bætist að
engu er líkara en flokkurinn finni
sér ekki stað í íslenskum stjórnmál-
um eftir þær miklu breytingar sem
orðið hafa í alheimsstjórnmálum
síðustu árin.
Þjóðvaki hefur í reynd aldrei náð
að verða neitt eftir síðustu alþingis-
kosningar. Jóhönnu tókst að ná með
sér þremur mönnum á þing en síð-
an ekki söguna meir. Nú virðist
flokkurinn vart vera til lengur.
Kvennalistinn viðurkennir sig í
tilvistarkreppu og ekki er talið víst
að samtökin bjóði oftar fram. Samt
sem áður er mikil fyrirstaða hjá
Kvennalistakonum gegn öllu því
sem snertir sameiningu jafnaðar-
manna.
Sjálfstæðisflokkurinn
hagnast
í þeim skoðanakönnunum undan-
farið, þar sem spurt hefur verið um
fylgi við stjórnmálaflokkana, kemur
Sjálfstæðisflokkurinn vel út. Hann
græðir á losinu eða upplausnar-
ástandinu sem ríkir vinstra megin
við miðju. Fólk sem er orðið þreytt
á ástandinu þar skiptir því yfir á
Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknar-
flokkurinn tapar ævinlega á stjóm-
arsamvinnu við Sjálfstæðisflokk-
inn. Stuðningsmenn hans hegna
honum í skoðanakönnunum, ýmist
með því að segjast styðja Sjálfstæð-
isflokkinn eða taka ekki afstöðu.
Framsóknarflokkurinn er með
ráðuneyti þar sem taka hefur þurft
óvinsælar ákvarðanir, eins og heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytið og
félagsmálaráðuneytið. Lögin um
stéttarfélög og vinnudeilur hafa
skaðað Framsóknarflokkinn mjög
mikið, miklu meira en framsóknar-
menn vilja viðurkenna. Sjálfstæðis-
flokkurinn stendur hjá og þykist
saklaus af óvinsælum stjórnará-
kvörðunum og hagnast á öllu sam-
an.
Samtök um Guðrúnu
I þessu mikla tómarúmi sem virð-
ist ríkja í stjómmálunum, annars
staðar en á hægri vængnum, gerist
það svo eftir forsetaframboð Guð-
rúnar Agnarsdóttur að hennar
stuðningsfólk kemur saman og seg-
ist vilja halda áfram að vinna sam-
an. Sé hún tilbúin til að vera leið-
toginn muni það styðja hana.
Það er alveg ljóst á viðtalinu við
Guðrúnu hér á síðunni að hana
langar í slaginn. Guðrún Agnars-
dóttir kann að vinna í pólitík og
hún hefur foringjahæfileika. Það
kæmi ekki á óvart þótt hún slægi til
og gerðist áfram leiðtogi þessa hóps
sem segist tilbúinn að styðja hana.
Og úr gætu orðið einhvers konar R-
lista-samtök á landsvísu. Ef af því
verður má alveg gera ráð fyrir því
að um sterk fjöldasamtök geti orðið
að ræða. Ef rétt verður haldið á
málunum kemur þarna ef til vill
fylkingin, flokkurinn eða samtökin
sem félagshyggjufólk í landinu er að
bíða eftir með sama hætti og það
beið eftir R-listanum við borgar-
stjórnarkosningarnar i Reykjavík.
Guðrún Agnarsdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi:
Það er ákveðið tómarúm í íslenskum stjórnmálum
- það gefur vissulega ákveðna möguleika ef fólk vill nýta það
„Það kom upp þegar við héldum
kosningavökuna, þar sem var
margt fólk og ekki síst ungt fólk,
að það vildi ekki hætta við svo
búið. Það sagði að ef ég vildi gera
eitthvað annað myndi það styðja
mig. Það eina sem ég gerði var að
gefa þessum orðum þeirra vængi.
Ég sagði frá því út á við að fólk
vildi halda áfram, þótt það vissi
ekki nákvæmlega hvað það væri.
Þess vegna ákvað ég að hafa málið
óráðið og opið, eins og það raunar
er,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir,
fyrrum alþingiskona og forseta-
frambjóðandi, í samtali við DV.
Það hefur komið í ljós að margt
fólk sem studdi Guðrúnu í forseta-
kjörinu er með hugmyndir og
væntingar um eitthvert framhald.
í ljós þess tómarúms sem virðist
vera í íslenskum stjórnmálum um
þessar mundir, ekki sist hjá félags-
hyggjuflokkunum, getur þetta hæg-
lega veitt nýrri fjöldahreyfingu
eins og þessari byr undir vængi.
Hér gæti því verið að spretta upp
einhvers konar R-listi á landsmæli-
kvarða.
Guðrún segir að fyrir utan það
fólk sem var á kosningavökunni
hafi fólk líka verið að hringja til
hennar og segjast tilbúið til að
skoða þetta mál og er sjálft með
einhverjar hugmyndir.
„Við hittumst svo á miðviku-
dagskvöldið heima hjá mér, um 80
manns, hópurinn sem var mest í
Guðrún Agnarsdóttir.
undirbúningi forsetakosninganna
með mér. Við hittumst fyrst og
fremst til að gera okkur glaðan
dag. í þessu samkvæmi var auðvit-
aö margt rætt en engar ákvarðanir
teknar, enda komum við ekki sam-
an til þess. Mér hefur alltaf þótt
mikilvægt að nýjar hugmyndir geti
flogið. Ef þær hafa ekki vængi til
þess þá nær það ekki lengra. Ég
treysti mér hins vegar ekki til aö
skilgreina það sem fólk er að tala
um.
Ég vil taka það fram að fólkið
sem ég er að tala um kemur úr öll-
um stjómmálaflokkum og þama er
líka fólk sem aldrei hefur skipt sér
af stjómmálum. Ég tek líka eftir
því, þar sem ég hef farið að undan-
fórnu, að margir eru óánægðir og
vilja breytingar, án þess að vera að
gagnrýna einhvern stjómmála-
flokk eða öfl. Mér finnst fólk vilja
aðrar áherslur í samfélaginu, aðra
forgangsröðun verkefna. Þaö vill
meira jarðsamband stjómmála-
manna og það vill aukna áherslu á
mannlega þáttinn í þjóðfélaginu.
Fólk er að leita og ég held að það
sem stuðningsfólk mitt er að tala
um sé í þessa veru og það vill
vinna að málinu. Það ríkir greini-
lega ákveðið tómarúm í þjóðfélag-
inu og það gefur ákveðið svigrúm.
Það er gerjun í gangi en hvort það
verður eitthvað meira veit maður
ekki um ennþá,“ sagði Guðrún
Agnarsdóttir. -S.dór
■■