Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 11
'¥!>‘W LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
11
Islenska landsliöið í stæröfræöi ásamt þjálfara sínum. Þeir eru i efri röö frá vinstri: Rögnvaldur, Sveinn, Kári og Pét-
ur. I neöri röö eru: Stefán, Hannes og Magnús. DV-mynd Pjetur
(slendingar senda landslið á Úlympíuleikana í stærðfræði:
Dauðþreyttir eftir
reikning allan daginn
„Þetta er mjög strembiö og bygg-
ist á því hvað maður vUl leggja mik-
ið á sig. Við komum hingað klukk-
an níu á morgnana fimm sinnum í
viku og erum að reikna hér til þrjú
eða fjögur. Við erum dauðþreyttir
þegar við komum heim. Svo erum
við að reikna til miðnættis ef mað-
ur ætlar að skila dæmunum daginn
eftir en stundum tekst það ekki,“
segja landsliðsmenn íslands í stærð-
fræði.
Það eru þeir félagarnir Stefán
Freyr Guðmundsson og Hannes
Helgason, nemendur í Flensborg í
Hafnarfirði, Magnús Þór Torfason
og Sveinn B. Sigurðsson, nemendur
í Menntaskólanum í Reykjavík, Pét-
ur Runólfsson, úr Ejölbrautaskóla
Suðurlands, og Þórarinn Kári Ragn-
arsson, úr Menntaskólanum við
Hamrahlíð, sem mynda landsliðið.
Eftir helgina fara þeir til Indlands
til að keppa á Ólympíuleikum fram-
haldsskóla í stærðfræði undir farar-
stjórn leiðbeínendanna Rögnvalds
Möller og Einars Arnalds Jónasson-
ar.
Glatt á hjalla
Það er glatt á hjalla hjá liðinu þar
sem það situr við skólaborð og ham-
ast við reikningsæfingar í einni
skólastofunni í húsi Verkfræði- og
raunvísindastofnunar Háskóla ís-
lands, VR, við Dunhaga. Liðsmenn
láta vel af sér, eru ánægðir með að
eyða sólríkum sumardögum við
reikninginn enda hafa þeir fengið
styrk frá ríki og sveitarfélögum til
að bæta sér upp tekjutapið.
Undirbúningurinn undir ólymp-
íuleikana byggist á svokallaðri
stærðfræðigreiningu, að sögn strák-
anna - ekki hefðbundinni stærð-
fræði eins og þeirri sem kennd er í
menntaskólunum og býr nemendur
undir nám í verkfræði. Strákarnir
segjast eyða dögunum í að leysa
flóknar þrautir, nokkurs konar
gestaþrautir, þar sem þeir þurfa að
fá réttar hugmyndir til að geta leyst
þrautirnar. í keppninni sjálfri fá
þeir sex dæmi til að reikna, þrjú
hvorn dag.
Eru ekki
undrabörn
Það eru alþjóðleg samtök, ólymp-
íunefndin í stærðfræði, sem stendur
að stærðfræðileikunum og fara þeir
fram dagana 10. og 11. júlí og keppa
lið frá 75 löndum. í fyrra voru
keppnisliðin 72 og höfðu aldrei ver-
ið fleiri þannig að fjöldi þátttakend-
anna eykst sífellt.
Margir í keppninni eru „undra-
börn“ eins og Rögnvaldur orðar það
en íslensku strákarnir segjast bara
vera venjulegir strákar sem hafi
ákveðið að grípa tækifærið. Þeir
neita því ekki að æfingarnar komi
kannski niður á félagslífinu en segj-
ast vera tilbúnir til að fórna
skemmtunum í einn mánuð til að
komast til Indlands.
íslenska landsliðið flýgur utan á
mánudag og kemur á keppnisstað-
inn á þriðjudag en rúmlega átta
tíma flug er frá Amsterdam til
Bombay. Keppnin fer fram í fram-
haldsskóla í Bombay og stendur í
tvo daga. Formlega séð er hún ein-
staklingskeppni og þykir erfitt að
ná árangri í henni. Bandaríkja-
menn, Kínverjar og Ungverjar eru í
hópi þeirra þjóða, sem oftast hafa
stigið á verðlaunapall. íslendingar
hafa aðeins tvisvar fengið verðlaun
en strákarnir stefna að því að
breyta því núna og koma heim með
fullt af verðlaunum, helst með fang-
ið fullt af bikurum.
Skipuleggjendur ólympíuleik-
anna standa fyrir ferðum og kynn-
ingu á Indlandi fram til 17. júlí.
Fjórir íslensku strákanna ætla síð-
an að framlengja dvöl sína og nota
tækifærið til að ferðast um Indland
í um það bil viku, skoða landið og
kynnast indversku þjóðinni. Þeir
fara meðal annars til Nýju Delhi eft-
ir leikana.
-GHS
Hjartaknúsari í spennumynd
Aðdáendur Brad Pitt og Harrison Ford
geta hrósað sigri, slegið tvær flugur í
einu höggi og séð þá saman í nýrri kvik-
mynd í vetur. Hver getur orðið reiður
við hinn súkkulaðisæta Brad Pitt? Kapp-
inn sem margar konur dreymir um og
einstakur tengdamömmudraumur vinn-
ur um þessar mundir að upptökum á
spennumyndinni Devil’s Own. Mótleik-
arinn hans er enginn annar en Harrison
Ford sem konur hafa ekki síður verið
hrifnar af í gegnum árin. Hann er þó orð-
inn eldri og teknari og Brad óneitanlega
sætari og fær öllu meiri athygli hjá kven-
þjóðinni. í kvikmyndinni Devil’s Own
leikur Ford lögreglumann sem tekur að
sér innflytjanda frá írlandi. Hann kemst
að þvi síðar að fortíð írans er síður en
svo rósum stráð og kemur þeim báðum í
eldlínuna.
Brad Pitt og Harrison Ford saman í Devii’s Own,
Kl LU IWOOD kraftur, gœði, ending
. . UU/f\tZAUU WLU Ármúla 17. Revkjavík. sími 568-8840
Stef numót
við ísland
Njóttu þess að dvelja á Hótel Eddu í sumar og eigðu stefnu-
mót við landið þitt í hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Boðið
er upp á fjölbreyttar veitingar frá morgni til kvölds þar sem
veittur er sérstakur barnaafsláttur. Hægt er að velja milli
gistingar í uppbúnum herbergjum eða svefnpokaplássi.
( næsta nágrenni hótelanna eru ótal möguleikar á skemmti-
legri útivist þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við
sitt hæfi.
Fimmta nóttin er frí!
, Ef dvalið er í uppbúnu herbergi í fjórar nætur
» á Hótel Eddu í sumar er fimmta nóttin án
; endurgjalds sem jafngildir 20% afslætti af
I hverri gistinótt. Tilboðið gildir út árið 1996.
Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 562 3300
Heirriasíða: http://www.artic.is/itb/edda