Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 sérstæð sakamál Glæpur án refsingar? Elizabeth Brett. Þaö var ljót sjón sem mætti ensku lögreglunni þetta maíkvöld 1984 þegar hún kom á bílastæði fyrirtæk- is eins í Knaphill í Surrey. Sölu- stjóri þess, David Brett, íjörutíu og sjö ára, lá þar látinn viö hlið BMW- bíls síns, og var augljóst að hann hafði verið myrtur. Á höfðinu voru miklir áverkar. Það var frú Elizabeth Brett, fjöru- tíu og fjögurra ára eiginkona hins myrta, sem hafði gert lögreglunni aðvart. Hún var í losti. Var ekki unnt að yfirheyra hana, þar eð hún hafði þarfnast meðferðar á spítala. Það leit út fyrir að David Brett hefði verið myrtur til fjár. Allir fjár- munir og annað verðmætt hafði ver- ið hirt af líkinu. Það var hins vegar eitt sem Kevin Wade rannsóknar- lögreglufulltrúa fannst einkenni- legt. Hvers vegna hafði ræninginn ekki látið sér nægja að rota David Brett og ræna hann svo, ef rán var ástæða morðsins? Wade fór á spítalann þar sem Elizabeth Brett var, og fékk loks að ræða stuttlega við hana. Þá sagði hún honum að maður að nafni Roger Simms hefði hótað að myrða mann sinn. Lengra náði samtalið ekki, því ekki var talið ráðlegt að halda því áfram. Handtakan Um miðnætti þetta sama kvöld hafði Wade fulltrúa tekist að upp- lýsa að Roger Simms bjó í húsinu við Hersham Road 64. Simms varð mjög undrandi þegar hann opnaði dyrnar fyrir lögreglumönnunum, sem komu að honum þar sem hann var að þvo skyrtu í vaskinum hjá sér. Wade spurði Simms hvort hann hefði myrt David Brett. Simms neit- aði því og sagðist ekkert um morðið vita. En grunur féll strax á hann, því í skyrtunni, sem hann hafði ekki lokið við að þvo, voru blóð- blettir, og leit í íbúð hans leiddi í ljós ýmislegt af því sem rænt hafði veriö af David Brett. Simms viðurkenndi síðar um nóttina að hafa staðið í ástarsam- bandi við Elizabeth Brett. Sagðist hann hafa verið með henni á heim- ili systur hennar, Maureen Den- hart, á þeim tíma sem morðið var framið. Maureen hefði verið að heiman, og því hefðu þau Elizabeth getað verið ein i húsinu. Wade fulltrúi trúði ekki einu orði af því sem Simms sagði, og taldi að morðið væri upplýst. Ástarsambandið Nokkrum dögum síðar hafði Elizabeth Brett náð sér það vel að Wade gat rætt við hana í næði. Hún viðurkenndi þá að Roger Simms hefði verið elskhugi sinn um skeið, en sagði að hann hefði ekki látið sér nægja það. Hann hefði lagt til að þau færu að búa saman. „Maðurinn minn var mjög áhuga- samur um vinnuna sína,“ sagði frú Brett. „Þess vegna hef ég átt tvo elskhuga síðustu árin. En þrátt fyr- ir það elskaði ég hann enn, og hefði ekki yfirgefið hann undir neinum kringumstæðum. Ég sagði Roger það, en þá hafði hann á orði að Dav- id stæði í veginum fyrir okkur og yrði að deyja. Þá sagði ég honum að samband okkar væri á enda, og eft- ir það hélt ég að han hefði fallið frá hugmynd sinni.“ Wade fór nú til Maureen Denhart, systur frú Brett, og sagði hún þá að hún hefði aldrei lánað Elizabeth systur sinni og Simms hús sitt, enda hefði hún verið heima með manni sínum og tveimur börnum morð- kvöldið. Málið verður flóknara Eftir að hafa fengið upplýsingar systranna, Elizabeth og Maureen, hélt Wade fulltrúi til Rogers Simms. Hann sagði þá nýja sögu af því sem gerst hefði. Hann kvaðst hafa kynnst Elizabeth Brett fyrir milli- göngu vinar síns, Tonys Croft, sem var þrjátíu og sjö ára. Croft hefði verið elskhugi Elizabeth um hríð, en misst áhugann á henni þegar hún hefði lýst yfir því að hún vildi fara frá manni sínum og giftast hon- um. Roger sagði að sér hefði litist vel á Elizabeth, og nokkru eftir að þau kynntust hefðu þau verið farin að eiga ástarfundi. Roger Simms játaði nú að hafa myrt David Brett, en sagði að um Roger Simms. samatekin ráð hans og Elizabeth hefði verið að ræða. Hún hefði sagt sér að hún vildi fara frá manni sín- um og giftast sér, en hann, Simms, verið atvinnulaus og ekkert fé átt. Hún hefði þá sagt að það væri ekki vandamál, því hún myndi erfa allar eigur manns síns og fá að auki greitt líftryggingarfé, sem væri veruleg upphæð. Hugmyndin hefði verið sú, sagði Simms, að myrða David Brett að kvöldi til þegar hann hefði unnið lengi fram eftir á skrifstofunni og láta líta út fyrir að um ránmorö hefði verið að ræða. Líkið myndi ekki finnast fyrr en næsta morgun, svo nægur tími gæfist til að afmá öll spor. Enn fleiri mótsagnir Roger Simms skýrði enn fremur frá því að þeim Elizabeth hefði kom- ið saman um hvað segja skyldi lög- reglunni þegar ljóst yrði að David hafði verið myrtur. Þau myndu þá Tonys Croft. segjast hafa verið saman alla nótt- ina í húsi systur hennar, Maureen. Fyrir lá að Elizabeth haföi komið á bílastæðið viö skrifstofu manns síns skömmu eftir að hann var myrtur, séð líkið og gert lögregl- unni aðvart. Eftir að hafa heyrt það og annað sem fram var komið hafði Simms orð á því við Wade fulltrúa að Elizabeth og Tony Croft hefðu Kevin Wade. skipulagt morðið á David og hann, Simms, orðið leiksoppur þeirra. Wade leit svo á að Simms væri að gera tilraun til að koma af sér að minnsta kosti hluta þeirrar ábyrgð- ar sem hann hafði axlað með játn- ingunni. Lögreglufulltrúinn hélt á fund Tonys Croft, og þá hrundi öll röksemdafærsla Rogers Simms eins og spilaborg. Saga fyrri elskhugans Tony Croft játaði að hafa staðið í ástarsambandi við Elizabeth Brett. Hann sagðist hafa orðið ástfanginn af henni, og þar eð fjárhagur hans væri þokkalegur og hann ætti sitt eigið hús hefði hann lagt til að hún skildi við mann sinn og flyttist til hans. Þá hefði Elizabeth hins vegar sagt að þótt hún væri óánægð með hve mikill vinnufikill maður henn- ar væri gæti hún ekki hugsað sér að yfirgefa hann eftir tuttugu og þriggja ára hjónaband. „Ég átti nú aðeins tvo kosti,“ sagði Croft. „Annaðhvort að halda áfram að hitta hana á laun eða hætta að vera með henni og leita mér að stúlku. Ég tók síðari kost- inn.“ Enn var kominn framburður sem gekk þvert á það sem Roger Simms hafði til málanna að leggja. Þegar réttarhöldin yfir honum hófust í október 1984 kom hann með skýr- ingar sínar, en kviðdómendur tóku lítið mark á þeim. Var hann fund- inn sekur um að hafa myrt David Brett að yfirlögðu ráði og fékk lífs- tíðardóm. Þar með var málinu opin- berlega lokið. Grunsemdir Wade fulltrúi fylgdist gaumgæfi- lega með réttarhöldunum. Þótt hann heföi sjálfur borið brigður á það sem Roger Simms hafði sagt um morðið og aðdraganda þess gat hann ekki losnað við grunsendir sem gert höfðu vart við sig og fóru nú frekar vaxandi en hitt. Þegar leið að jólum 1984 ákvað Wade því að kanna hagi Elizabeth Brett og Tonys Croft, ef vera skyldi að þau væru í þann veginn að rugla saman reytum. En sú rannsókn leiddi það eitt í ljós að Elizabeth bjó ein í húsi sínu, og Tony lifði sínu lífi. Virtist hvorugt gera neina til- raun til að hafa samband við hitt. Wade sagði því við sjálfan sig að nú gæti hann loks litið svo á að málið Væri leyst. Rogers Simms hefði fengið þann dóm sem hann átti skil- ið. En með Wade áttu eftir að vakna nýjar grunsemdir, sem hann hefur glímt við til þessa dags. í júlímán- uði tveimur árum eftir morðið á David Brett fór lögreglufulltrúinn með konu sinni og tveimur börnum með leiguflugvél frá Gatwick-flug- velli í London til Torremolinos á Spáni, en þar hugðist fjölskyldan vera í sumarleyfinu. Dag einn fór Wade með konu og bömum í skoðunarferð til Malaga. Þau komu þar á markað, og skyndi- lega gekk kona rétt hjá Wade. Hann bar þegar í stað kennsl á hana, en hún tók ekki eftir honum. Konan var Elizabeth Brett. Og rétt á eftir henni gekk Tony Croft. Um seinan Það sem Wade fulltrúi sá þennan dag eyðilagði næstum sumarleyfið hans, og þegar hann kom heim gat hann ekki látið vera að hefja á ný rannsókn á vissum þáttum málsins. Þá kom í ljós að Elizabeth hafði fengið greitt líftryggingarfé manns síns í mars 1985. Síðan seldi hún all- ar eigur sínar, hús, tvo BMW- bíla og annað, og tók út ailt fé sem hún átti í banka. Skömmu síðar fór hún frá Englandi og settist að á Spáni. Nýja heimilisfangið hennar var í Malaga. Tony Croft hafði farið að á svip- aðan hátt í mars 1985. Hann hafði selt hús sitt, tæmt bankareikning- ana og flust til Spánar. Heimilisfang hans var í Malaga á Spáni. Wade spurði sig nú þeirra spurn- ingar hvort verið gæti að Roger Simms hefði á sinn hátt haft rétt fyrir sér. Var hann fávíst fórnar- lamb Elizabeth Brett og Tonys Croft? Höfðu skötuhjúin skipulagt það sem teljast mætti glæpur án refsingar? Það var staðreynd að Elizabeth hafði vísað á Roger sjálft morðkvöldið, þegar honum hafði enn ekki gefist tími til að þurrka út þau spor sem urðu til þess að bönd- in bárust að honum. Wade er ekki einn um að hafa grunsemdir um að um samsæri hafi verið að ræða. I raun geti því þijár manneskjur hafa komið við sögu morðsins á David Brett. Af þeim sitji ein í fangelsi, en hinar tvær njóti lífsins í vellystingum á Spáni. En Wade getur ekkert frekara að- hafst. Til þess skortir hann sannan- ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.