Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Qupperneq 20
 - númerið er á „leikfanginu" hans, Suzuki 1100 „Eg starfa hjá Toyota og við vor- um að velja einkanúmer á bílana þar, m.a. TOY1 og TOY 2, og þá datt mér í hug að fá númer á mótorhjól- ið mitt sem á stæði MY TOY. Þetta er, jú, leikfangið mitt,“ sagði Bogi Óskar Pálsson framkvæmdastjóri í samtali við Helgarblaðið. Bogi hefur átt hjólið, Suzuki 1100 árg. ’92, í rúmt ár og notar það ein- göngu til að leika sér á því á kvöld- in og um helgar. Aðspurður sagðist hann ekki hafa leitt hugann aö því hvort það væri óvenjulegt að kaupa einkanúmer á mótorhjól en það hefði hins vegar ekki hvarflað að "sér að fá sér einkanúmer á bílinn. „Mér fannst þetta bara eitthvað sniðugt." Hann sagði að sér fyndist ekki dýrt að greiða 25 þúsund krónur fyrir númerið ef litið væri á það sem aukahlut. „Ef það er skoðað í því samhengi er upphæðin ekki há. Ég held að það sé þannig alls staðar í heiminum aö þar sem boðið er upp á einkanúmer séu þau alltaf tölu- vert dýrari en hin.“ -ingo ,Bogi meö „leikfangiö" sitt Suzuki 1100, árg. ’92. DV-mynd 20 Jjílnúmer LAUGARDAGUR 6. JULI1996 Stefán valdi sér einkanúmeriö 1966 í samræmi viö ártal bílsins. Markmiöiö er aö gera fornbílinn upp svo hann geti notað hann daglega í vinnuna._____________________________ DV-mynd Pjetur Eigandi einkanúmersins MY TOY: Fannst þetta sniðugt „Mér fannst það vel við hæfi að hafa ártalið á Mústanginum. Ég bjó í Bandaríkjunum um tíma og var þá með bílnúmerið STEBBI. Það var alltaf draumurinn að fá það aftur en svo finnst mér svolítið lummó að merkja bUa með nafni á íslandi," sagði Stefán Thorarensen gjaldkeri þegar við spurðum hann um bU- númerið 1966. Hann sagðist tvisvar hafa átt bU- inn, fyrst á árunum 1974-1978 og svo aftur frá árinu 1989. „Ég hef aUtaf verið hrifmn af Mustang og sá eftir að hafa selt hann. Ég leitaði mikið að öðrum eins, auglýsti m.a. 8 sinn- um í smáauglýsingum DV. Svo sá ég einn sem ég gat hugsað mér að eiga og þá reyndist það vera sami bU- inn,“ sagði Stefán. Hann ætiar að gera bUinn upp sjálfur að því marki sem hann ræð- ur við þannig að það verði gott að keyra hann. Markmiðið er að nota hann daglega í vinnuna. „Til þess þarf m.a. að skipta um vél í honum því það er ekki gott að keyra hann í dag. Ég keypti hann fyrir 200 þús- und krónur árið 1989 og er búinn að eyða hundruðum þúsunda í hann síðan og á enn meira eftir. Þetta krefst óhemju vinnu, tíma og pen- inga,“ sagði Stefán. -ingo Einkanúmerið TENNIS prýðir bláan BMW með blæju: Hef óseðjandi áhuga á tennis segir Kristján Baldvinsson, eigandi bílsins „Valið var ofureinfalt, ég elska tennis sem hefur verið mitt aðal- sport í 20 ár. Svo fannst mér þetta líka flott nafn og sportiegt. Það vita allir sem þekkja mig að ég spUa mikið og ég hafði t.d. engan áhuga á því að hafa nafnið mitt á bUnum,“ sagði Kristján Á. Baldvinsson mark- aðsstjóri. Einkanúmerið hans er einfaldlega TENNIS. Kristján sagðist hafa eytt ómæld- um tíma í tennis um ævina og hafa óseðjandi áhuga á íþróttinni. Reyndar hefur hann nú tekið sér hvUd vegna axlarmeiðsla en æfði hiklaust 3 klst. daglega áður. Kristján sagðist eiga marga bUa en hann valdi númerið á einn af uppáhalds bUunum sínum, dökkblá- an BMW ’88 með blæju og kremuðu leðri. „Ég fékk hann í september í fyrra og hann er eini sinnar tegund- ar hér á landi. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að aka um á fal- legum bílum. Þó þetta sé blæjubUl þolir hann öU veður og ég spara hann því ekkert.“ Aðspurður sagði hann það vera einhvers konar hégóma að vilja hafa einkanúmer á bUum. „Ég var með númeradellu áður, þ.e. i gamla kerfinu. Átti t.d. númerin 8310 og 8311. Svo þegar einkanúmerin voru leyfð sá ég mér leik á borði.“ -ingo Kristján hefur eytt ómældum tíma í tennis um ævina og þurfti því ekki aö hugsa sig um tvisvar varöandi bílnúmer- iö. DV-mynd GVA Stefán Thorarensen á bOnúmerið 1966: Nýju einkanúmerin: Fjölbreytnin í fyrirrúmi Fjölbreytni bUnúmera á eftir að aukast verulega á næstu árum ef marka má viðbrögð þeirra bUeigenda sem þegar hafa fengið sér einkanúmer frá því að reglugerð á grundveUi nýrra umferðarlaga tók gUdi. Hvert númer kostar 25 þús- und krónur og er búið að af- greiða 132 einkanúmer. Þau eru allt frá því að vera skammstaf- anir og ártöl upp í það að vera gælu- eða eiginnöfn viðkom- andi. Mörg þessara nafna vekja forvitni og fannst okkur athygl- isvert að vita hvað að baki býr. Við fórum á stúfana og leituð- um uppi þrjá menn sem merkja bUana sína meö MY TOY, 1966 og TENNIS og spurðum þá út í nöfnin. Viðtölin eru birt hér á síðunni. Rómantíkin allsráðandi Sagan segir af ungum manni sem fór fram á það við Bifreiða- skoðun að fá að setja hjarta á bUnúmeraplötuna. Hann fékk leyfið gegn því að hann útveg- aði hjartað sjálfur. Þegar hann var inntur eftir ástæðunni var hann með svar á reiðum hönd- um. Jú, hann ætiaði að gefa eig- inkonunni bU í afmælisgjöf með nafni hennar á númera- plötunni og fannst tflvalið að bæta einu hjarta við! Segið þið svo að rómantíkin sé útdauð! -ingo Fannst ártal vel við hæfi á fornbíl - númerið prýðir rauðan Mustang, árg. '66

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.