Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 6
lönd LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 stuttar fréttir Svalur svefngengill Leigubílstjóra í Arósum brá við að sjá nakinn marm á göt- unni síðla nætur, sérstaklega þar sem úti var frost. Hann kvaddi til Iögreglu sem komst að því að maðurinn var ekki drukkinn, undir áhrifum eiturlyfja né geð- veikur heldur svemgengul. Var honum komið í bóliö. Hvetur til stillingar Nelson Mandela, for- seti Suður- Afríku, hvatti þegna sína til að viröa ákvörðun dómara um að sýkna Magnus Malan, fyrr- um yfirmann varnarmála. Hann var ákærður vegna dauða 13 svertingja. Eldgos í Gvatemala Víðar gýs en á íslandi. Eldgos suður af höfuðborg Gvatemala neyddi íbúa svæðisins til að yfir- gefa heimili sín. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni. Á batavegi Jóhannes Páll II. páfi er sagður á bata- vegi. „Hann er síbrosandi," segir prófess- or Corrado Manni, yfir- svæfingalækn- ir Gemelli sjúkrahússins. Páfinn er hita- og verkjalaus. Bílinn um fram allt Tímaritið Elle spurði þýska karlmenn hvers þeir gætu síst verið án. 92 prósent nefndu bil- inn. Samvistir við börnin voru i 11. sæti. Dole í rútu Bob Dole, frambjóðandi replúbikana, er á rútuferða- lagi um Ohio en mikilvægt þykir að hann sigri í því ríki í forsetakosn- ingunum. Rút- una hefur hann nefnt „Asphalt One" en flugvél Bandaríkjafor- seta heitir „Air Force One. Sprengja í Alsír Sprengja sprakk á markaðs- torgi í Alsír í gær. A.m.k. þrír fórust og 72 særðust. Enginn hef- ur lýst ábyrgðinni á hendur sér en líklegt þykir að strangtruar- hópi múslíma sé um að kenna. Ekki langlífir Breskir karlmenn sem byrja að reykja á unglingsaldri ná að meðaltali ekki 73 ára aldri segir í nýrri breskri könnun um áhrif reykinga. Reuter Erlendar kauphallir: Verðbólgudraug- ur á sveimi Töluverð lækkun varð á hluta- bréfum 1 helstu kauphöllum heims á fimmtudag þegar verðbólgudraug- urinn komst á flug í kjölfar talna frá Bandaríkjunum um aukið atvinnu- leysi og hækkandi vexti. Fjárfestar fylltust ótta um að verðbólga færi af stað og afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Hlutabréfavísitölur lækkuðu eftir að hafa, sumar hverj- ar, slegið söguleg met fyrr í vik- unni. Er þá átt við kauphallirnar í New York, London, Frankfurt og Hong Kong. Verð á kaffi og sykri á heims- markaði hefur sjaldan verið lægra og er kaffi t.d. helmingi lægra en fyrir ári. Offramboð er á þessu mörkuðum. Mikil hækkun varð á bensín- og hráolíuverði í vikunni, einkum vegna óró við Persaflóa. -Reuter Friðarverðlaun Nóbels afhent í gær: Mismunandi áherslur verðlauna hafanna tveggja Kaþólski biskupinn Carlos Bela og andófsmaðurinn Jose Ramos Horta, báðir frá Austur-Tímor, hlutu friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunfn hlutu þeir vegna barátt- unnar fyrir réttlæti og leitar að frið- samlegum lausnum á málum Aust- ur-Tímor. Bela sagði við fréttamenn að hann vonaðist eftir að samkomulag næðist við Indónesíu um þetta land- svæði og að verðlaunin yrðu til þess að friður kæmist á í þessari fyrrum portúgölsku nýlendu, sem Indónesíumenn innlimuðu árið 1975. Ramos-Horta sagðist líta á verð- launin sem merki þess að Indónesía ætti að gefa eftir og að Austur- Tímor hlyti sjálfstæði. Hann sagðist vona að verðlaunin fælu í sér þau skilaboð til ráðamanna Indónesíu, að íbúar Austur-Tímor hefðu þjáðst nægilega lengi og að alvarlegra um- ræðna væri þörf undir verndar- væng Sameinuðu þjóðanna til að leysa málin. „Ég er tilbúinn til að fljúga til Indónesíu til formlegra viðræðna," sagði Jose Ramos-Horta, sem hefur verið alþjóðlegur málsvari Austur- Tímor siðan 1975 er Indónesía tók við völdum. í áliti norsku Nóbels-nefndarinn- ar kom fram að Belo hefði hætt lífi sínu fyrir réttlátar og friðsamlegar lausnir á átökum í Austur-Tímor. „Við þurfum að vinna ötullega að friði. Ég lít á þetta sem sigur fyrir íbúa Austur-Tímor og alla Indó- nesa," sagði Carlos Belo. Reuter Biskupinn hefur hætt lífi sínu fyrir íbúa Austur-Tímor í leit aö friösamlegum lausnum, sagöi í áliti norsku Nóbel- nefndarinnar um Carlos Belo, annan handhafa friöar- ver&launa Nóbels. Símamynd Reuter „Ég hefði viljaö sjá Xanana Gusmao hljóta verðlaunin," sagði Ramos-Horta. Gusmao þessi var dæmdur til 20 ára fangavistar árið 1992 fyrir að hafa verið f fararbroddi í vopnaðri baráttu gegn yfirráðum Indónesa. Símamynd Reuter Þorri kaþólikka vill vopnahlé Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í blaði kaþólikka, Irish News, vilja 92 prósent lesenda að írski lýðveldisherinn, IRA, leggi nið- ur vopn. „IRA hefðí engu að tapa með því að semja um vopnahlé nú," sagði í ritstjórnargrein. í gær lést fyrsta fórnarlamb til- ræðis IRA á mánudag. Sá látni hét James Bradwell, 43 ára, þriggja barna faðir. Brunasár höfðu þakið 60 prósent líkama hans. Hann var fyrsti breski hermaðurinn sem látist hefur við störf á N-írlandi síðan IRA og mótmælendur lógðu niður vopn árið 1994. IRA afrýsti vopnahléi sínu í fe- brúar en hafði efttr það beint spjót- um sinum að borgum á Englandi. John Major, forsætisráðherra Bretlands, réðst harkalega á Gerry Adams í ræðu á flokksþingi íhalds- manna þegar hann frétti af andláti Bradwells. „Ekki segja mér að þú hafir ekkert með þetta að gera. Ég trúi þér ekki, herra Adams, ég trúi þér ekki." Reuter Kauphallir og vöruverð erlendisj London Frankfurt .4200 4000 3800 3600 3400 FT-SE100 3994,7 j a s o; DAX40 2150, :2100 .2050 .2000 1950 rtlKKL'l 20,870,83 J A S O Bensín95okt. Bensín 98 okt >1700:-:-—.....r 1500 1400' .1300 1441 A S ( 190 $/t 230 S Verðum færri en haldið var Samkvæmt nýjum spám um fólksfjölgun verða jarðarbúar 6.100.000.000 árið 2000. Fyrri spár sögðu að fólksfjöldinn yrði 6,2 miDjarðar. Manntals- skrifstofan í Bandaríkjunum segir endurmat þetta byggjast á fleiri dauðsföllum í Afríku en búist var við vegna eyðni- sjúkdómsins og í kjölfarið á hærra hlutfalli dauðsfalla í fyrrum Sovétríkjunum. Samkvæmt þessum forspám mun jarðarbúum fjölga um 300 milljónir næstu þrjú árin og mun fólksfjölgunin verða að langstærstum hluta í Afr- íku, Asíu og Rómönsku Amer- íku, eða um 95 prósent. Árið 1940 var fólksfjöldinn 2,5 milfjarðar en á 46 árum hefur hann meira en tvöfald- ast og er 1 dag 5,7 milljarðar. í skýrslunni segir að fólks- fjölgunin verði mest í Afríku, þrátt fyrir útbreiðslu eyðni, sem mun verða um 50 milljón manns að bana áður en.árið 2010 rennur upp. Allir stundi íþróttir John Major forsætisráð- herra Bretlands, sem er mikill íþróttaunnandi, sagði á flokks- þingi ihalds- manna í gær að hann ætl- aði að skipa sérstaka nefnd 1 þeim tilgangi að hvetja ungt fólk til að leggja stund á íþróttir. For- maður nefndarinnar verður Sir Colin Cowdrey, sem var kunnur krikketleikari í Bret- landi. Major sagði að bestu íþróttamenn landsins fyrr og síðar myndu taka þáttlþessu átaki, þeir myndu heimsækja skóla landsins og tala við nemendur, kennara og skóla- yfirvöld um jákvætt gildi iþróttaiðkunar. íþróttaunnendur urðu fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu Breta á Ólympíu- leikunum í Atlanta fyrr í sum- ar en þeir hrepptu aðeins ein gullverðlaun. Kenna margir ríkisstjórnirmi um slakan ár- angur vegna lélegs stuðnings við íþróttamenn. Tryggir innheimtu skatta Boris Jeltsín, forseti Rúss- lands, bað landa sína í útvarps- ávarpi í gær að borga ógreidda skatta svo stjórninni væri fært að borga milljónum verka- manna ógreidd laun. Jeltsín sagði margt fólk ekki hafa greitt skatta sína svo mánuð- um skipti og að háar fjárhæðir vantaði í ríkiskassann vegna skattsvika. Hann sagðist hafa skipað sérstaka nefnd til að tryggja að skattar yrðu fnn- heimtir og skipaði Viktor Tsjernomyrdin forsætisráð- herra sem formann hennar. Fyrrum vinur Jeltsíns og öryggisvörður til margra ára, Alexander Korzhakov, sakaði í gær andstæðinga forsetans úr núverandi fylgdarliði hans um að reyna vísvitandi að koma honum í gröfina í þeim tilgangi að ná stjórnar- taumunum. Hann sagði þá reyna að stjðrna bak við tjöld- in og lét í það skína að þar færi Anatoly Cubais, starfs- mannastjóri í Kreml, fremstur íflokki. „Völdin eru nú löglega í hóndum manna sem ekki voru löglega kosnir til valda," sagði Alexander Korzhakov, sem Jeltsín rak úr sinni þjónustu í júní sl. Reuter íL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.