Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 60
68 Ítvikmyndir LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 x>v A Time To Kill í Sam-bíóum: Morð í Mississippi A Time To Kill sem frumsýnd var í Sam-bíóunum í gær er gerö eftir fyrstu skáldsögu Johns Gris- hams og þeirri sem kannski er sú persónulegasta. Að vanda fjallar Grisham um lögfræðinga og gerist sagan í Mississippi. Segir frá ung- um lögfræðingi sem tekur að sér að verja hörundsdökkan verka- mann sem ákærður er fyrir morð á tveimur hvitum mönnum sem höfðu nauðgað og misþyrmt dótt- ur hans. Gerist myndin að mikl- um hluta meðan á réttarhöldum stendur og kynþáttahatur hvítra í garð svartra kemur mikið við sögu. Það er mikið stjömulið sem fer með helstu hlutverkin í A Time to Kill, en í hlutverki lögfræðingsins Jake Brigance er ungur og óþekkt- ur leikari, Matthew McConaaug- hey, sem þykir sýna góð tilþrif og er honum spáð miklum frama í Hollywood. Sandra Bullock leikur ungan lögfræðing sem býður Jake aðstoð sína, Samuel L. Jackson leikur hinn ákærða, Kevin Spacey leikur saksóknarann, Donald Sutherland leikur gamalreyndan lögfræðing sem leiðbeinir Jake í vörninni, Brenda Fricker leikur einkaritara verjandans, Oliver Platt leikur enn einn lögfræðing- inn, vin Jake, sem kemur til að- stoðar, Patrick McGoohan leikur dómarann, Ashley Judd eiginkonu Jake og Kiefer Sutherland leikur bróður eins sem myrtur er. Leikstjóri A Time to Kill er Joel Schumacker sem í dag er einn af upprennandi leikstjórum í Hollywood. Leikstýrði hann síðast Batman Forever og er núna að vinna við fjórðu Batman myndina, Sandra Bullock og Matthew McConaaughey leika tvo lögfræðinga sem láta fordóma ekki hindra sig í að verja þeldökkan mann sem ákærður er fyrir morð á tveimur hvítum. B^man and Robin. Hann hefur nefna St. Elmo’s Fire, Cousins, áður leikstýrt mynd eftir skáld- Flatliners og Failing Down. sögu Johns Grishams, The Client. -HK Meðal annarra mynda sem Schumacker hefur leikstýrt, má ovar er hér kominn á gamlar slóöir í efnisvali en meö nýjum efnistökum. Efniviöurinn er kona á barmi taugaáfalls en efnistökin eru fágaöari og meira lagt upp úr dramatískri sögu en áöur. Stílbrögöin eru samt öll til staöar, litríkar uppákomur, skrautlegar persónur og djúp kynferöisleg undiralda krydduö hárfínum húmor. HASKOLABIO K 'fti V I K M Y t|,D A -------------n | L I J J Laugarásbíó - Flóttinn frá L.A.: Fanganýlendan Los Angeles Fjórtán ár eru frá því John Carpenter gerði Flóttann frá New York, sem þá var framtíð- armynd sem gerast átti í fanganýlendunni New York árið 1997. Þar var kynntur til sög- unnar Snake Plissken, fyrrum hetja sem fór slæmt orð af. Kurt Russell lék Snake og var þá nánast að hefja leikferil sinn en John Car- penter var á þessum árum mikils metinn hryllings- og spennumyndaleikstjóri. Þegar framhaldið, Flóttinn frá L.A., lítur loks dags- ins ljós er orðin breyting á högum þeirra tveggja. Russell er stórstjama i Hollywood en Carpenter hefur frekar verið á niðurleið og þetta er kannski ástæðan fyrir því að Flóttinn frá L.A. er alls ekki jafnþétt og forverinn. Myndin er of mikið byggð utan um þá hetjuímynd sem Russell hefur komið sér upp í spennumyndum og fyrir vikið verður Carpenter sem leikstjóri nokkurs konar viðbót viö Russell og gott tæknilið í stað þess að vera hinn sterki leikstjóri sem ræður ferðinni. í myndinni er Los Angeles orðin að eyju eftir mikinn jarðskjálfta og hefur ver- ið gerð að fanganýlendu þar sem enginn á afturkvæmt og það eru kannski ekki svo margir sem þar eru sem vilja fara aftur til meginlandsins en þar ríkir frels- aður forseti sem hefúr bannað nánast allt sem mannskepnan hefur gaman af. Inn í þá Sódómu sem Los Angeles er orðin er Snake sendur til að hafa uppi á stjómtæki einu sem hefur fallið í hendumar á suður-amerískum glæpaforingja en með þetta sfjómtæki hefur hann örlög jarðarinnar í hendi sér. Það er mikili hraði i myndinni og mörg spennandi og skemmtileg atriði en eins og í svo mörgum „stórmyndum" sumarsins er sagan ákaflega götótt og samtöl á lágu plani. Leikstjóri: John Carpenter. Handrit: John Carpenter, Debra Hill og Kurt Russell. Kvikmyndataka: Garry B. Kippe. Tónlist: Shirley Walker og John Carpenter. Aðalleikarar: Kurt Russell, Stacy Keach, Steve Buscemi, Peter Fonda og Cliff Robertson. Háskólabíó - Innrásin: Hilmar Karlsson Geimvemmar meðal vor ** Þá vitum við hverjir það eru sem dæla öllum þessum eiturgufum upp í andrúmsloftið og stuðla þar með að gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu, si- hækkandi hitastigi á jörðinni. Þar eru ekki bara stórfýrirtækin í iðnrikj- unum að verki. Ónei, en hér skal þó ekki frá þvi greint hvaða dónar það eru né hvers vegna, svo væntanlegir áhorfendur Innrásarinnar geti upp- götvað það með Zane Zaminsky, ungum stjörnufræðingi sem hefur þann starfa að hlusta eftir boðum utan úr geimnum. í upphafi myndar heyra Zane (Charlie Sheen í þokkalegu formi, full ábúð- armikill þó á köflum) og vinnufélagi hans óvenjuleg hljóð á hlustunar- vaktinni og þykjast vissir mn að loksins hafi þeir numið boð frá viti bom- um verum úti í ómælisvíddum geimsins. En þegar Zane skýrir yfirmanni sínum (Silver) frá fer allt í baklás og hann er rekinn. Piltur deyr þó ekki ráðalaus og áður en varir er hann kominn til Mexikó að leita skýringa á geimboðunum. Þar kemst hann i kynni við vísindakonu (Crouse) sem er að rannsaka áðumefnd gróðurhúsaáhrif. Er það upphafið að lygilegri at- burðarás þar sem hver óvænt uppákoman rekur aðra. David Twohy, sem bæði skrifar handritið og leikstýrir, hefur ekki haft eins mikið fé milli handanna og kollegi hans sem gerði geiminnrásar- mynd sumarsins en samt nóg til að byggja hina fúrðulegustu innviði geimveruorkuvers með tilheyrandi ljósasýningum. Því miður, því orkuver þetta og innbyggjarar þess urðu myndinni að falli, hún hættir að vera trú- veröug þegar þangað kemur. Fram að því mátti á köflum hafa þónokkurt gaman af ýmsu sem fyrir augu bar, þrákelkni Zanes i leitinni að sannleik- anum, dularfullum persónum, bæði í Ameríku og Mexíkó, og hæfilega miklum upplýsingum til að viðhalda spennunni. Leikstjóri: David Twohy. Handrit: David Twohy. Kvikmyndataka: Hiro Narita. Leikendur: Charlie Sheen, Ron Silver, Lindsay Crouse, Teri Polo, Richard Schiff. Guðlaugur Bergmundsson Saga-bíó - Gulleyja Prúðuleikaranna: •<★ Kermit og félagar í Ijársjóðsleit Gulleyja Prúðuleikaranna (Muppet Treasure Island) er fjóröa kvikmyndin sem gerð er með brúðunum sem Jim Henson skapaði fyrst á sjötta áratugnum og voru um tíma eitt vin- sælasta sjónvarpsefhi í heiminum. Eins og í síðustu mynd Kermits og félaga, The Muppet Christmas Carol, er leitað fanga i klassískum bókmenntum. Það er samt eins gott fyrir alla aðdáendur Gulleyjmmar að gleyma bókinni í hvelli því eins og Prúðu leikaranna er von og vísa fara þeir eigin leiðir í túlkun á ævintýr- inu. Það hefur komið ágætlega út f myndum Prúðuleikaranna að fá eins og einn þekktan leikara til að styrkja myndina og er hinn ágæti leikari, Tim Curry, settur í hlutverk Long John Silver og stend- ur sig vel. Og þegar allt kemur til alls er hfrm einfætti sjóræningi alls ekki eins slæmur og oft áður. í dag eru það fáar kvikmyndir sem þola að skellt sé inn sönglögum hingað og þangað til að krydda myndina en þessi gamla og rómantíska hefð gerir sig ágætlega í Gulleyjunni og lögin eru ekki síðri en þau sem hafa verið í Disney- teiknimyndunum. Uppbygging Gulleyjunnar er einnig í anda hefðbundinna teiknimynda þar sem hið góða mætir hinu illa og sigrar að lokum. í Gulleyjunni eru saman komnar hinar þekktu figúrur sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum og standa þær vel fyrir sínu en eru þó í daufara lagi, sérstaklega er Fossi bjöm langt frá sínu besta. En nýjar figúrur koma sterkar inn. Má þar nefna Polly humar, sérlegan aðstoðarkokk Long John Sil- ver. Þegar á allt er litið er Gulleyja Prúðu leikaranna ágæt afþreying fyrir alla fjöl- skylduna en hún er samt frekar bragðdauf ef miðað er við það besta sem Prúðuleikaramir gerðu i sjónvarpinu. Leikstjóri: Brian Henson. Handrit: Brian Henson, Jerry Juhl og Kirk R. Thatcher. Kvikmyndataka: John Fenner. Tónlist: Hans Zimmer. Sönglög: Barry Mann og Chynthia Weil. AðaUeikarar: Tim Curry, Kevin Bishop, Billy ConnnoUy, Jennifer Saund- er, Kermit, Svínka og Fossi. ( á ( i & I i í f 4 I i i I i i Hilmar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.