Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 42
50 Strandir: Góð þátttaka í gönguferðum „Á Ströndum gefst feröamönnum góður kostur á að njóta útivistar, náttúran er falleg og kyrrðin heill- andi. Óvíða er t.d. hægt að ganga frá fjöru upp að jöklum á jafn skömm- um tíma og í gegnum jafn fjölbreyti- legt gróðurkerfi og þar." Svo segir í ritinu Ferðaþjónusta og þjóðmenning sem Jón Jónsson, þjóðfræðingur frá Steinadal, vann í samstarfi við Héraðsnefnd Stranda- sýslu, með styrk frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna, og kom út sl. vet- ur. í samantekt Jóns er fjallað um flesta þætti er lúta að ferðaþjónustu. Á þessu sumri voru svo stigin fyrstu skrefin með útkomu atburða- dagatals. Þar voru m.a. kynntar nokkuð á annan tug skipulagðra gönguferða með fararstjóra um nokkra staði víðs vegar um sýsluna sem þekktir eru fyrir sérkenni og LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1996 Hér má sjá 40 ferðalanga sem tóku þátt í gönguferð fyrir svonefndan Stiga, á milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar. DV-mynd GF sögulega viðburði fyrr á tímum. Þar er af miklu að taka, auk skoðunar- og skemmtiferða um eyjar og annes. Við þá áætlun var að öllu leyti stað- ið, og þó heldur betur, þar sem þessi nýjung féll bæði gestum og heima- mönnum afar vel i geð. Kynning og leiðsögn um höfuð- stað sýslunnar, Hóhnavík, og næsta nágrenni var á hendi Brynjólfs Sæ- mundssonar, leiðsögumanns á Hólmavík. Mikil þátttaka var í flest- um þessara ferða og ánægja fólks mikil. -GF Vasa- og töskuþjófnaðir: Nokkur ráð ferðamönnum til verndar Það er ekki auðvelt að vara sig á vasaþjófum enda eru þeir margir nánast snillingar í „iðn" sinni. Samt sem áður eru það nokkur at- riði sem gott er að hafa í huga, eign- um sínum til verndar, enda gera þau vasaþjófunum skuggaverk sín erfiðari. - Skildu dýrmæta skartgripi eftir heima eða í öryggisgæslu á hótel- inu. - Taktu ljósrit af öllum mikilvæg- um skjölum og pappírum, eins og t.d. vegabréfi, ferðatékkanúmerum og flugfarseðlum. Hafðu afritin á þér en geymdu frumritin á öruggum stað. - Notaðu peningabelti eða önnur þunn veski sem geyma má undir fötum. Ekki þykir ráðlegt að nota Svona útlrtandi er ekki ráðlegt fyrir ferðamenn að fá sér labbitúr. DV-mynd GF utanáliggjandi magatöskur. - Hafðu reiðufé, lykla, greiðslu- kort og skjöl á þér sjálfum, og þá helst í framvösum. Geymdu slikt I töskum eða bakpokum. - Ef þú þarft að leggja handtösku eða bakpoka frá þér á gólfið hafðu fótinn þá inni í ólinni. - Hafðu myndavélina ekki hang- andi um hálsinn eða dinglandi í hendinni. Láttu hana ekki sjást og heldur engar ljósmyndatöskur sem líta út fyrir að kosta skildinginn. - Ef ókunnugur bendir þér á að þú sért með blett á fötunum skaltu láta sem þú sjáir þáð ekki. Þetta er víðfræg vasaþjófabrella. Þýtt og endursagt úr Condé Nast Traveler. \ -ggá v \ Singapore enn á toppnum í nýrri alþjóðlegri könnun, sem gerð var um bestu fiugfé- lögin, kom í ljós að Singapore Airlines telst enn best en þaö Hefur verið í toppsætinu frá 1989. í öðru sæti kemur svo Swissair. í næstu sætum sitja Virgin Atlantic, Qantas, British Airways, SAS og KLM. Það vek- ur athygli að Flugleiðir eru í 20. sæti og skjóta þar mörgum stærri flugfélögum ref fyrir rass. í könnuninni voru gefin stig fyrir gæði matar, þægindi og þjónustu. Fundað um ferðamál Hótel Óláfsfjörður og ferða- málaráð Olafsfjarðarbæjar efndu nýlega til fundar um Ólafsfjörð sem ferðamannastað. Nokkrir aðilar úr ferðamanna- iðnaðinum mættu og dvöldu þar í tvo daga. Þessir aðilar, þar á meðal hugsanlegir fjár- festar, fóru víða um til að skoða fjörðinn og það sem hann hefur upp á að bjóða. Þátttakendur voru m.a. frá ferðaskrifstofum, Byggðastofnun, Upplýsinga- þjónustu ferðamála á Akureyri, auk Halldórs Blöndals sam- gönguráðherra. Ferðaþjónustan í Lónkoti: Stærsta tjald á landinu i Á bænum Lónkoti í Sléttuhlíð hefur undanfarið verið unnið að því að sjóða saman og reisa járngrind sem ætlað er að bera uppi stærsta tjald sem reist hefur verið á fastri grind hér á landi. Byggingarlagið er með þeim hætti að gólfpláss fæst á tveimur hæðum. Lægra gólfið myndar meginrýmið, það er steypt- ur hringlaga flötur sem er hugsaður fyrir ýmsar skemmtanir, s.s. kóra, hljómsveitir, sjónleiki og sýningar. Efra gólfið umlykur hið neðra og er ætlað áhorfendum. Einn aðalinn- gangur er að hringnum en sitt hvor- um megin verða hliðarinngangar. Sextán súlur munu bera járngrind- ina uppi, helmingur þeirra í jaðri sviðsins en hinar í jarðhringnum sem uppgröfturinn myndar. Að sögn Ólafs Jónssonar í Lón- koti mun Seglagerðin Ægir sauma dúkinn og setja hann á næsta vor. Dúkurinn verður að stofni til grænn en með hvítum röndum á milli. Þannig á útlitið að vera í sátt við umhverfið og einnig ætti birta og hitastig að vera hæfilegt. Ólafur telur líklegt að þetta mannvirki verði um 600 fermetrar að stærð. Þarna verður reynt að notast við byggingarefni sjálfrar náttúrunnar sem mest, veggir eru úr sjávargrjóti og slípaðri sjávarmöl og gras allt í kring. Sefnt er að því að taka hring- inn í notkun við formlega afhöfn um sólstöður næsta sumar. Hring- urinn verður aðeins í notkun að sumarlagi því dúkurinn verður tek- inn af á haustin í framtíðinni. Verkið er tOeinkað þjóðsagnaper- sónunni séra Hálfdáni galdraklerki sem þjónaði á prestssetrinu Felli i Sléttuhlíð á síðari hluta 15. aldar og fyrri hluta þeirrar sextándu. Ennmeiri munaður Það er ekki nóg með að jap- anska flugfélagið Japan Air- lines bjóði upp á reyktan lax og kampavín heldur ætlar það að ganga enn lengra til að gera fyrsta farrýmis farþegum lífið létt. Nú er I verið að ráð- gera ný sal- erni sem I munu koma til með að kosta 95 þús- und dollara eða tæplega 6,4 milljónir króna stykk- ið. Fyrsta | flugleiðin, sem verður | þessa munaðar aðnjótandi, er Tokyo-New York. Salernin eru töluvert stærri en þau hefð- bundnu, vatnið í vöskunum rennur mun lengur, róleg tón- list mun óma í hátölurum, ljós-. in eru dempuð og speglar eru á þrjár hliðar. JAL er ekki fyrsta flugfélagið til að reyna að lokka farþega með bættri salernisað- stöðu. Japan AirSystem, sem sinnir aðallega innanlandsflugi, byrjaði að bjóða upp á sérstök dömusalerni í márs sL í öllum sinum vélum. Þar má finna blómamynstur, snyrtivörur og skreytingar úr þurrkuðum jurt- Bestu borgirnar í sömu könnun var spurt um bestu borgirnar til að dvelja í. Er þá tekið mið af veitingastöð- um, menningarlífi, fegurð, gest- risni íbúa o.fl. Sidney í Ástralíu trónir þar á toppnum en í næstu sætum eru San Francisco, Queenstown á Nýja- Sjálandi, Flórens, New Orleans, Róm og Paris. Ógestrisnasta borg í heimi var talin vera Atl- antic City í Bandaríkjunum. Suður-Afríka vinsæl Suður-Afrika hefur mjög ver- ið að sækja í sig veðrið hvað varðar ferðamannafjölda og hafa þeir streymt í auknum mæli til landsins eftir að al- þjóðaviðskiptabanninu var aflétt og stjórn Nelsons Mand- ela tók við. Suður-Afríka þykir bjóða upp á gott loftslag, falleg- ar strendur, hagstætt verðlag og fjölbreytt dýralíf. Virgin Atl- antic flugfélagið hefur ákveðið að bregðast við aukinni eftir- spurn og flýgur nú flugleiðina London-Jóhannesarborg þrisvar í viku. Meira um Suður-Afríku i Jóhannesarborg þykir ein af hættulegustu borgum heims og í kjölfar aukins ferðamanna- straums hafa yfirvöld haft áhyggjur af aukinni glæpaöldu. Því hefur þeirri nýbreytni ver- ið komið á að ferðamenn geta kallað til sérstaka „ferða- mannalögreglu" sem tekur að sér að fylgja ferðamönnum á milli staða auk þess að hafa sér- stakt eftirlit á götunum. Jökull Jónsson, Ólafur Jónsson, Jón Guðnason og Þorvaldur Óskarsson unnu við að sjóða saman járngrindina. Hér eru þeir við innganginn í hring- inn. DV-mynd ÖÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.