Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 1-lV viðtal Margrát Árnadóttir hjúkruna rf ræðin gur hefur gert rannsókn á sjálfsmynd átta kvenna: Vilja uppfylla ímyndina um hinn fullkomna líkama - óttast offitu og telja að hún sýni mistök. Margrét Árnadóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert rannsókn á sjálfsmynd íslenskra kvenna og kemur þar í Ijós að flestar konur óttast höfnun í samfélaginu vegna offitu. Margrét er hér með dóttur sinni, Kristínu Ásu Þórisdóttur. DV-mynd Pjetur með því að fylgj- ast með konum í kringum sig sjá stúlk- urnar í rann- sókn- inni ar eru vissulega til hins betra. Þá skapar regluleg líkamsþjálfun líkamlega og andlega vellíðan og eykur sjálfsöryggi stúlkna. Ef „mér finnst ég vera búin að borða ofsa- lega mikið og finnst ég hafa fitnað þá er það alveg ömurlegt...þá bara nenni ég ekki að fara í búðir og máta því mér finnst ég alltaf svo feit og ekki passa í neitt...“' segir ein stúlkan. Ottast höfnun samkeppni kemur fram kvenímynd sem ungar stúlkur telja ímynd fullkomnunar. Stúlkumar telja eftirsókn- arvert að likjast þessari ímynd og samfélagið styður þá viðleitni. í rannsókn Mar- grétar kemur fram að sjálfs- mynd stúlku sé háð því hversu vel henni takist að uppfylla kröfuna um hina fullkomnu kvenímynd. Stúlkur eigi erfitt með að sætta sig við að vera of þungar eða feitar. , „Þegar þú hittir feitan einstakling þá náttúrlega líturðu allt, allt öðru- vísi á hann...“ er meðal annars haft eftir einni stúlknanna í rannsókninni. í mörgum tilfellum gerir vinahópurinn kröfur um fullkomið útlit og þá þurfa stúlkur sem vilja vera teknar inn í hópinn að leggja mikið á sig hæði í sambandi við tisku- fatnað, grannan líkama og gott útlit. Stúlkurnar segja að stundum ríki sam- keppni miili vin- kvenna vegna útlits- ins. En vinahópur myndar líka stuðn- ingshóp þar sem stúlkur reyna að hjálpa hvor annarri og í vinahóp eiga þær auðveldara með að vera þær sjálfar. Þær geta verið vissar um að vera ekki ein- göngu metnar eftir útliti og holdafari. Konur upplifa líkama sinn á mjög mismun- andi hátt. Kona, sem finnst hún vera feit, þarf ekki endilega að vera það að mati annarra og sú sem margir telja feita telur ekkert endilega sjálf að hún sé feit. Allar stúlkurnar sem tóku þátt i rannsókn Margrétar nema ein höfðu reynslu af því að hafa talið sig feitar og lið- ið illa vegna þess. Þeim fannst óþægilegt að komast ekki lengur í fótin sín, erfitt að fara að hreyfa sig aftur eftir að hafa fitnað og ein fékk mikla vanmáttartil- finningu ef hún lét undan matarlöng- un sinni og fékk sér hressilega að borða. „Stúlka, sem upplifir sig feita, hefur það sterklega á tilfinning- unni að hún sé ekki nógu góð, að hún uppfylli ekki þær kröf- ur og þær væntingar sem umhverfið gerir til hennar,“ útskýrir Margrét. Stúlkurnar höfðu allar verið fullar af blendnum til- finningum vegna offitunn- ar. Þær óttuðust höfnun í samfélaginu og höfðu minnimáttarkennd þeg- ar þær báru sig saman við grannar vinkonur sínar eða kvení- myndina marg- umtöl- uðu. Þær Rannsóknir sýna að í þjóðfélaginu ríkja neikvæð viðhorf tii feitra einstaklinga og fóik forð- ast offitu eins og heitan eldinn. Stúlkur eiga erfitt með að sætta sig við að vera of þung- ar eða feitar. að kvenímyndin er óraunhæf fyrir flestar konur. Þó að eðlilegt sé fyrir sumar konur að vera grannar sé öðrum konum eðlilegt að vera feitar og aðeins fáar konur séu jafn fullkomn- ar í útliti og tiskuheimurinn og fjölmiðlar gefa í skyn. Grannur líkami jafngildi ekki endilega hamingju. í mörgum tilfellum standa stúlkur, sem hafa sterkan persónuleika, betur að vígi en hinar í sambcmdi við óraunhæfar kröfur um- hverfisins. Vinir leita til þessara stúlkna með vandamál sín og erfiðleika og stúlkurnar veita vinum sínum og kunningjum stuðning og styrk. Það veitir stúlkum líka styrk að hafa tónlistarhæfileika og góðir samskiptahæfileik- voru óánægðar með útlitið og þyngdina og töldu að sér hefði mistekist við að halda sér grönnum og óttuðust að þær skorti sjálfsaga. Allir viðmælendur Margrétar höfðu upplif- að líkama sinn grannan og segir hún að stúlka sem upplifi slíkt finni til vellíðunar, sérstaklega ef hún hafi lagt mikið á sig til að grenna sig. Stúlkan geti slakaö á og finnist hún fá einhvers konar viðurkenningu i samfé- laginu. Hún geti klæðst tískufatnaði og þurfi ekki að hafa áhyggjur af útliti sínu. Stúlkunni finnist hún vera búin að ná góðum árangri, sé ánægðari með sjálfa sig og stolt af líkama sin- um og sjálfstjórn sinni. Þess vegna hafi hún meiri öryggiskennd. -GHS „Þær væntingar sem samfélagið gerir til kvenna eru gjaman mótsagnakenndar og vill- andi. Annars vegar er þess vænst að kona leit- ist við að vera grönn og jafnvel barnaleg en hafi jafnframt hæfileika til að laða að sér karl- menn. Hins vegar er þess vænst að hún feti sig áfram á framabraut og keppi við karlmenn á grundvelli fæmi í samfélagi sem karlar hafa mótað að verulegu leyti og eru ráðandi um á flestum sviðum. Þessi tvíbentu skilaboð hafa þær afleiðingar að margar konur upplifa kvíða sem þær reyna að takast á við með því að borða annað hvort of mikið eða of lítið,“ segir Margrét Ámadóttir hjúkrunarfræðing- ur. Margrét, sem gegnt hefur starfi aðstoðar- prófessors við Háskólann á Akureyri, hefur gert rannsókn á upplifun ungra kvenna á lík- ama sínum. í rannsókn hennar kemur meðal annars fram að flestar konur á Vesturlöndum eigi það sameiginlegt að óttast offitu. Hin full- komna kona sé talin vera grönn og vel þjálfuð og sýni sjálfsöryggi og sjálfstjóm, konu sem leggi rækt við sjálfa sig. Offita sýni hins veg- ar mistök, lélegt baráttuþrek og viljaleysi. Sú nútímakona sé sjaldgæf sem ekki sé að kljást við stærð og lögun líkama síns og flestallar vilji þær öðlast hinn fullkomna kvenlíkama. í rannsókn sinni tók Margrét viðtal við átta íslenskar stúlkur á aldrinum sautján ára til tvítugs sem allar virtust kannast við þennan ótta. Niðurstöðurnar gefa til kynna hvernig ríkjandi viðhorf em í þjóðfélaginu en að sjálf- sögðu eiga svörin fyrst og fremst við þessar tilteknu stúlkur. Krafa um fullkomnun Rannsókn Margrétar ber heitið „Fear of Fatness: The Young Woman’s Lived Ex- perience of Her Body“ og kemur þar meðal annars fram að í dag sé lögð áhersla á full- komnun, metnað, sjálfstjórn og það að komast hátt i metorðastiganum. Rannsóknir sýni að í þjóðfélaginu ríki neikvæð viðhorf til feitra einstaklinga og fólk forðist offitu eins og heit- an eldinn og þykir fita jafnvel verri en bækl- aður líkami. Konur leitist við að öðlast full- kominn líkama til að fá viðurkenningu í sam- félaginu og því sé engin furða þó að truflanir á líkamsímynd séu með algengustu vandamál- um kvenna í dag. í kvikmyndum, tískuheiminum, sjónvarpi, auglýsingum, öðrum fjölmiðlum og fegurðar- Eðlilegt að fitna offituna ræður sem betur fer ekki ríkjum í lífi allra kvenna og með skynsam- legri hugsun og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.