Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 38
. *-. I *»**x e» »»**»» » LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1996 Verðlaunasveitirnar á ólympíuskákmótinu: Kasparov og Ivantsjúk voru lykilmenn á fyrsta boríi Rússar urðu efstir, Úkraínumenn hrepptu silfur og Bandaríkjamenn bronsverðlaun, með hagstæðari stigatölu en Englendingar, sem urðu jafnir þeim að vinningum. Þessi varð niðurstaða ólympíuskák- mótsins í Armeníu. íslendingar voru nálægt því að komast á verð- launapall - deildu þriðja sæti fyrir lokaumferðina en lentu þá móti ólympíumeisturunum, Rússum, sem reyndust erfiðir mótherjar. Fróðlegt er að skoða frammistöðu einstakra skákmanna sigursveit- anna en hún var ærið misjófn. Rússar stilltu upp þéttu og jöfnu liði en verulega kom á óvart að Vladimir Kramnik á 2. borði stóð sig síst sveitarmanna - fékk 50% vinningshlutfall úr 9 skákum. Best- um árangri náði Kasparov, sem komst á skrið eftir rólyndislega byrjun og hlaut 7 vinninga úr 9 skákura. Vassily Ivantsjúk bar höfuð og herðar yfir Úkraínumenn, með 8,5 v. af 11 á fyrsta borði. Árangur annarra sveitarmanna var jafn en það er sammerkt með úkraínsku sveitinni og þeirri rúss- nesku að allir sveitarmenn stóðu fyrir sínu. Annað verður uppi á teningnum þegar litið er til baridarísku og 'iensku sveitanna. Boris Gulko, á fyrsta borði með Bandaríkjamönn- um, varð að láta sér |ynda einn vinning úr fimm skákum. Það er með ólíkindum að þrátt fyrir þetta afhroð Gulkos, skyldu Bandaríkja- menn hreppa bronsverðlaun. Yermolinsky, á 2. borði, bætti frammistöðu Gulkos að nokkru leyti upp með 8 vinningum af 11 og jafngóð frammistaða annarra sveit- armanna reyndist góður stuðning- ur. Góð frammistaða ensku sveitar- innar vekur einnig athygli, því að varamennirnir tveir, Julian Hodg- son og Stuart Conquest, fengu ekki að spreyta sig nema í sex skákum samanlagt og uppskeran varð held- ur rýr, eða tveir vinningar. Mathew Sadler, á 4. borði, gerði meira en að vega þar upp i móti, með 10,5 vinn- inga úr 13 skákum. Short, Adams og Speelman, náðu einnig prýðilegri frammistóðu á efstu borðunum þremur, þótt ekki jafnaðist það á við árangur Sadlers. Skoðum árangur einstakra kepp- enda sigursveitanna: Umsjón 1. Rússland V. Fj. fflutf. 1. Kasparov 7 9 77,8 2. Kramnik 4,5 9 50,0 3. Dreev 5 8 62,5 4. Shvidler 8,5 11 77,3 5. Bareev 7,5 10 75,0 6. Rublevsky 6 9 66,7 Heild 38,5 56 68,8 2. Úkraina 1. Ivantsjúk 8,5 11 77,3 2. Malanjúk 5,5 9 61,1 3. Romanishin 5 9 55,6 4. Novikov 4 8 50,0 5. Onitjúk 6 10 60,0 6. Savsjenko 6 9 66,7 Heild 35 56 62,5 3. Bandaríkin 1. Gulko 1 5 20,0 2. Yermolinsky 811 72,7 3. DeFirmian 6 11 54,6 4. Kajdanov 7 11 63,6 5. Benjamin 5 8 62,5 6. Christiansen 7 10 70,0 HeUd 34 56 60,7 Jón L Árnason 4. England 1. Short 7 12 58,3 2. Adams 7,5 13 57,7 3. Speelman 7 12 58,3 4. Sadler 10,5 13 80,8 5. Hodgson 1,5 4 37,5 6. Conquest 0,52 25,0 Heild 34 56 60,7 Við höfum þegar séð dæmi hér í DV um taflmennsku Kasparovs á mótinu - enn tókst honum að sýna fram á yfirburði sina og náði besta hlutfalli í sigursveitinni. Lokin á skák hans við Yermolinsky voru skemmtileg. Kasparov hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu: 49. Ha7! Býður upp á peðið á g4 og svartur stenst ekki freistinguna: 49. - Dxg4? 50. Db8! Hd7 Augljóslega eini leikurinn - svartur ætlar að svara 51. Ha8 með 51. - Hf7 og gæta bús og barna. 51. f3! - Skyndilega áttar bandaríski stórmeistarinn sig á því að 51. - Df5 er svarað með 52. g4! og drottningin missir vald á hróknum. Svartur gafst því upp. Jafhan velta verðlaunasæti á ólympíumótunum á úrslitum í nokkrum síðustu umferðunum. Ekki síst er spennan mikil í loka- umferðinni, þar sem hálfur vinning- ur til eða frá getur skipt sköpum. Mótið í Erevan var engin undan- tekning frá þessu og setti tauga- spenna mark sitt á taflmennsku keppenda, þegar blásið var í her- lúðra i síðasta sinn. Grípum niður í keppni Banda- ríkjamanna og Georgíumanna. Stað- an er úr skák stórmeistaranna Nick de Firmian (Bandaríkin), sem hafði hvítt og átti leik, og Surab Azmaip- arashvili (Georgíu): 45. Re3 Hc-b6? 46. Hxf5! Ef nú 46. - gxf5 47. Rxf5 og svart- ur er mát! Georgíumanninum er bersýnilega brugðið við þessi óvæntu umskipti og fer nú endan- lega á taugum ... og nú lagði svartur niður vopn. Ef 47. - Kg7 48. Re6+ Kg8 49. Hf8 mát. íslendingar töpuðu með minnsta mun fyrir Rússum í lokaumferðinni en ef dæmið hefði snúist við, hefði 3. - 5. sæti orðið lokaniðurstaðan. íslenska sveitin var þó aldrei ná- lægt því að sigra en jafntefli lá þó í loftinu. Spennandi skák Jóhanns Hjartarsonar við Shvilder réð þar mestu en Jóhann hratt sókn Rúss- ans skemmtilega og margir spáðu honum sigri. Sjálfur sagði Rússinn eftir skákina að trúlega hefði taflið verið tapað, ef Jóhann hefði hitt á besta leikinn rétt áður en tíma- mörkunum var náð. Hvítt: P. Shvilder (Rússlandi) Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. 0-0 Rf6 8. Khl d6 9. f4 Be7 10. Be3 0-0 11. Del Bd7 12. Dg3 b5 13. e5 dxe5 14. fxe5 Rxe5 15. Bh6 Re8 16. Bf4 Bd6 17. Re4 Rc4 18. Bxc4 Bxf4 19. Hxf4 Dxc4 20. Rg5 e5 Hxg2 Rxg2 43. Kxg2 He2+ 44. Kf3 Hh2 45. Kg3 Hc2 46. Hd5 Hxc3+ 47. Kg2 Hxb3 48. Hxf5+ Kg6 49. Hc5 Kh5 50. Hc8 He3 51. Hb8 He5 52. Hb6 Hc5 53. Kg3 Hc3+ 54. Kh2 Hb3 55. Kg2 b4 56. Kf2 Hbl 57. Kg3 Hb2 58. Kf3 b3 59. Kg3 Hbl - og jafntefli samið. Norðurlandamót grunnskólasveita íslendingum gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamóti grunn- skólasveita, sem fram fór í Æfinga- skólanum um síðustu helgi. Jets- mark-skólinn frá Danmörku bar sig- ur úr býtum með 12,5 v. af 20 mögu- legum, Svíar urðu í 2. sæti með 10,5 v., Finnar í 3. sæti með 10 v., Digra- nesskóli í Kópavogi varð í 4. sæti með 9,5 v., Æfingaskólinn, Reykja- vík, í 5. sæti með 9 v. og Norðmenn vermdu neðsta sætið með 8,5 v. Danska sigursveitin var jafnsterk og hreppti enginn Dananna borða- verðlaun. Bragi Þorfinnsson, Æf- ingaskólanum, stóð sig best allra á 1. borði, með 4 v. af 5 mögulegum. _ll___ Spennandi deildakeppni Flestir voru farnir að spá jafh- tefli, á þeim forsendum að ólíklegt væri að hvítum tækist að vinna með tvo riddara gegn hrók með að- eins þrjú peð eftir á kóngsvængn- um. En með næsta leik sínum lagði de Firmian lævísa gildru fyrir and- stæðing sinn: 21. Hh4 exd4 22. Hxh7 d3 23. Hh4 Dc6 24. Dxd3 g6 25. Rh7 Rf6 26. Rxf8 Hxf8 27. Hfl Bc8 28. Df3 Dxf3 29. Hxf3 He8 30. Kgl Rg4 31. h3 Re3 32. Hhf4 f5 33. c3 Rc4 34. Hf2 Hel+ 35. Kh2 Bb7 36. Hd4 Be4 37. a4 Re3 38. áxb5 axb5 39. b3g5 Rétt er 39. - Bd5! nú, eða i næsta leik, með mjög góðum vinnings- möguleikum á svart. 40. Ha2 Kf7 41. Hd6! Bxg2 42. Fyrri hluti deildakeppni Skák- sambands Islands fer fram um helg- ina og verður teflt í Faxafeni 12 í Reykjavík. Skákmenn frá öllu land- inu taka þátt i keppninni en augu flestra munu beinast að baráttunni í 1. deild, sem verður trúlega tví- sýnni en nokkru sinni fyrr. Taflfélag Reykjavíkur, sem hefur titil að verja, hefur nú misst marga stigahæstu skákmennina. Forráðamenn félagsins eru þó ekki af baki dottnir þrátt fyrir mót- lætið og hyggjast flytja inn erlent vinnuafl. Einnig hefur heyrst að Taflfélag Garðabæjar muni leita út fyrir landsteinana að alþjóðlegum meisturum til að styrkja sveitina. Fyrsta umferð var tefld i gær- kvöldi en áfram verður teflt i dag, laugardag, kl. 10 og 17 og á morgun, sunnudag, hefst tafiið kl. 10 árdegis. íslandsmótið í einmenningi 1996: Arnar G. Hinriksson íslandsmeistari Islandsmótið í einmennings- keppni var haldið um sl. helgi í Bridgehöllinni við Þönglabakka. Arnar G. Hinriksson frá fsafirði sigraði naumlega eftir harða bar- áttu við Þóri Leifsson og Erlend Jónsson. Arnar hlaut 1924 stig, Þór- ir 1909 og Erlendur 1889. Aðspurður sagði Arnar að lánið hefði leikið við sig og það hefðu frekar verið makkerar sínir en hann sem hefðu sýnt snilldartakta. Þeir sem þekkja hins vegar betur til vita að Arnar og nýlátinn makker hans, Einar, skipuðu sér oft í raðir efstu spilara, bæði í íslandsmótum og stórmótum Flugleiða. Það er hins vegar alkunna að þeir sem eru með spilin skora yfirleitt betur en hinir þegar um ein- eða tví- Umsjón Stefán Guðjohnsen menningskeppni er að ræða. Bygg- ist það ekki síst á því að vörnin er erfiðari þáttur spilsins og ekki síst þegar menn eru óvanir saman, eins og títt gerist í einmenningskeppni. Án þess að ég vilji draga úr sigri Arnars þá vildi svo til að hann sat fast í norður allan tímann í síðustu lotunni og spilagjöfin var þannig að n-s voru með opnun í 23 spilum af 30, ýmist annar hvor eða báðir. Við skulum skoða spil frá síðustu setunni í mótinu þar sem makker Arnars, ungur spilari frá Grinda- vik, vann mótið fyrir hann! N/Allir * ÁD965 »G96 * K7 * ÁK8 * 3 V D10532 * 982 * D1097 N * K87 » K87 * ÁDG4 * G63 * G1042 V Á4 * 10653 * 542 Norður Austur Suður Vestur 1 spaði dobl 2 spaðar 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu dobl pass pass pass Eins og komið hefir fram sat Arn- ar í norður en í suður var ungur spilari frá Grindavík, Gunnlaugur Sævarson. A-v voru Þorsteinn Krist- mundsson og Gísli Ólafsson. Það er ljóst að vestur verður að segja þrjú hjörtu strax því annars er hætt við að sagnir deyi. Reyndar varð raun- in sú þar sem Þórir Leifsson sat í norður. Þar gengu sagnir eins en þegar vestur sagði pass urðu tveir spaðar lokasögnin sem unnust slétt. Það er erfitt fyrir austur að passa þrjá spaða, hvað þá að dobla, sem hefði verið toppskor. Vörnin var hins vegar einföld, n- s hirtu sína fjóra toppslagi og Arnar íslandsmeistaratitilinn í leiðinni. Arnar G. Hinriksson frá Isafir&i sigr- a&i naumlega á íslandsmótinu í ein- menningskeppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.