Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 64
F R ETTAS KOTIÐ SI'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eðaer notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 «5 Ungur Borgfirðingur sem ákæröur var fyrir miklar sakargiftir á skömmum tíma: Dæmdur fyrir að valda tólf manns líkamstjóni Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í gær Björgvin Sigursteins- son, tvítugan Borgfirðing, í 12 mán- aða fangelsi, þar af 9 mánuði skil- orðsbundið, fyrir að hafa valdið samtals tólf manns líkamsmeiðing- um, fyrir að hafa í félagi við tvo aðra svipt mann frelsi sínu, ölvun- arakstur og fleira. Eftirfarandi lík- amsmeiðingar áttu sér stað á árun- um 1995 og 1996: Björgvin var dæmdur fyrir að hafa nefbrotið tvo karlmenn - í annað skiptið með því að skalla og kýla í andlit 17 ára pilts en í hitt skiptið með því að kýla tvítugan mann í andlit. Hann var einnig dæmdur fyrir að hafa valdið þvi að 7 unglingar slösuðust i bílslysi, flestir alvar- lega, er hann ók á ofsahraða fram úr bíl og í veg fyrir þriðju bifreið- ina í Borgarnesi þann 12. maí 1995. Sex ungmennanna voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík, þar af fjög- ur með þyrlu. Með þessu telst Björgvin hafa raskað umferðarör- yggi og valdið líkamsmeiðingum af gáleysi. í öðru máli eru Björgvin og Borgnesingarnir Kjartan Arnar Hauksson, 21 árs, og Jóhann Hólm Ragnarsson, 18 ára, allir dæmdir fyrir frelsissviptingu og líkams- árás með því að hafa tekið mann nauðugan frá bensínstöð Shell í Borgarnesi inn í bíl og ekið með hann suður Borgarfjarðarbrú. Á leiðinni sneru þeir upp á handleggi hans og eyrnasnepla og reyndu að stinga gat á vinstra eyrnasnepil með kúlupenna. Bíllinn var stöðv- aður í malarnámu undir Hafn- arfjalli og eru þremenningarnir dæmdir fyrir að hafa þá klætt fórn- arlambið úr fötum að ofanverðu og misþyrmt því með hrindingum, spörkum og höggum og auk þess úðað yfir manninn málningu, í hár hans og fatnað. Þremenningarnir eru dæmdir til að greiða honum 120 þúsund krónur í bætur. Björgvin var jafnframt dæmdur fyrir að hafa hafa ógnað og veitt tveimur mönnum högg og áverka með riffilskefti. Dómurinn tók til þess að brotavilji Björgvins væri greinilega einbeittur. Hann var auk þessa dæmdur fyrir ölvun- arakstur og er sviptur ökuréttind- um Í4ár. Kjartan var dæmdur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðs- bundið fyrir framangreint brot auk annarra brota og rof á reynslu- lausn. Jðhann fékk hins vegar 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þremenningarnir eru dæmdir til að greiða samtals á aðra milljón króna í málskostnað. Varðandi umrædda frelsissvipt- ingu taldi dómurinn að líta bæri til þess að árásin hefði verið einstak- lega ófyrirleitin og alvarleg gagn- vart persónufrelsi einstaklings og til þess fallin að valda mikilli hræðslu og andlegu ójafnvægi. Auk þess bæri að líta til þess að þeir voru þrir saman um að fremja þetta tilefnislausa brot -Ótt Barinn í andlit Grunur leikur á að hópum úr tveimur skólum hafi lent saman eftir skólaball í fyrrakvöld og það endað með því að einn var barinn í andlit í Giljalandi laust eftir klukk- an tíu. Tennur losnuðu í munni hans og fluttu aðstandendur hans hann á slysadeild. Samkvæmt heimildum DV var annar maður barinn í Brúnalandi á sama tíma en lögreglan hafði engar upplýsing- ar um það. -sv S. «£ *"* O » K31 l_.**a3;Tr«&«> 533-IOOOy Kvöld- og helgarþjónusta Hjóla 500 km til fundar við ráðherra DV, Akureyri: brother! tölvu- límmiöa- prentari IC5* ¦ # Nýbýlavegi 28 - Sfmi 554-4443 Tveir nemendanna á hjólunum í gærmorgun þegar þeir nálguöust Akureyri eftir um þriggja tíma ferö í snjókomu frá Laugum. Rútubifreiö fylgdi krökk- unum og þar hvildu nemendurnir sig milli þess sem þeir hjóluðu. DV-mynd gk „Við erum 15 á ferðinni, allir nemendur í 3. bekk skólans nema ein stúlka sem er veik," sagði Birg- ir Ólafsson, talsmaður nemenda við Héraðsskólann að Laugum í Reykja- dal i S-Þingeyiarsýslu, en kl. hálfsex í gærmorgun lögðu nemendurnir af stað á hjólum til Reykjavíkur til fundar við Björn Bjarnason mennta- málaráðherra. í bréfi sem nemendurnir ætla að afhenda ráðherranum segir m.a. að nemendurnir mótmæli niðurskurði á fjármagni til skólans. Þau fara fram á að fá að ljúka stúdentsprófi frá skólanum þar sem þau hófu framhaldsnám sitt. „Á sínum tíma gengu verðandi stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri til Reykjavíkur til að þreyta sitt stúd- entspróf. För okkar hingað á reið- hjólum um 500 km veg er táknræn fyrir þann veruleika sem við okkur blasir ef okkur verður gert að ljúka námi við aðra skóla. Við teljum að framhaldsskólinn að Laugum eigi að njóta nokkurrar sérstöðu sem heimavistarskóli utan þéttbýlis. Vera okkar þar er þroskandi og þar höfum við alla aðstöðu eins og best verður á kosið til náms og félags- lífs," segír m.a. í bréfi nemendanna sem skora á ráðherrann að endur- skoða afstöðu sína til skólans. Krakkarnir lögðu af stað eld- snemma i gærmorgun sem fyrr sagði. Þau hjóluðu tvö í einu og skiptust á. Sækist þeim ferðin vel gera þau ráð fyrir að koma til Reykjavíkur í dag og ganga þá á fund ráðherrans. -gk VÆRI EKKI EÐLILEGRA \ AO HJÓLA í j RÁ0HERRANN? / -r S L O K I Veðrið á morgun: Veðrið á mánudag: Austlæg átt og gola Rigning víða um land Á morgun verður austlæg átt, kaldi eða stinningskaldi við suðurströndina en gola annars staðar. Rigning verður suðaustanlands en víðast þurrt í öðr- um landshlutum. Á mánudag verður allhvöss eða hvöss austanátt og rign- ing víða um land. Veðrið i dag er á bls. 65.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.